Græja netlagnir á heimili

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Græja netlagnir á heimili

Pósturaf Sera » Þri 15. Ágú 2017 21:26

Nú er búið að leggja ljósleiðara að húsinu mínu og tilbúið til að tengjast - nema innanhús lagnir eru í ólagi. Ég bý í stóru húsi á 2 hæðum og mig vantar að dekka allt húsið. Hvernig er best að gera þetta ? Ég hafði hugsað mér að hafa router og switch úti í bílskúr og leggja þaðan inn í húsið.
Get ég notað gamlar sjónvarpslagnir eða símalagnir til að láta draga í og komið þannig fasttengingum í herbergi á báðum hæðum, og svo langar mig að hafa þráðlaust net á sitthvorri hæðinni. Ég er með 2 Meraki AP sem ég ætla að nota á sitthvora hæðina, þarf að fá mér router og switch - líklega 16 porta, held að 8 port séu ekki nóg. Ég er með sjónvörp á sitthvorri hæðinni með afruglurum, þarf þá líklega fasttengingu í þau - er samt ekki að kaupa neinar áskriftir, næ ég nokkuð sjónvarpi án afruglara ?
Getið þið mælt með einhverjum sem tekur svona verk að sér ?


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Græja netlagnir á heimili

Pósturaf hagur » Þri 15. Ágú 2017 23:01

Sera skrifaði:Nú er búið að leggja ljósleiðara að húsinu mínu og tilbúið til að tengjast - nema innanhús lagnir eru í ólagi. Ég bý í stóru húsi á 2 hæðum og mig vantar að dekka allt húsið. Hvernig er best að gera þetta ? Ég hafði hugsað mér að hafa router og switch úti í bílskúr og leggja þaðan inn í húsið.


Já, það hljómar skynsamlega.

Sera skrifaði:Get ég notað gamlar sjónvarpslagnir eða símalagnir til að láta draga í og komið þannig fasttengingum í herbergi á báðum hæðum, og svo langar mig að hafa þráðlaust net á sitthvorri hæðinni.


Já, um að gera að nota þessar lagnaleiðir ef þær eru í boði. Þú getur látið draga loftnets/símakaplana úr rörunum og dregið CAT5e/6 í staðinn.

Sera skrifaði:Ég er með 2 Meraki AP sem ég ætla að nota á sitthvora hæðina, þarf að fá mér router og switch - líklega 16 porta, held að 8 port séu ekki nóg. Ég er með sjónvörp á sitthvorri hæðinni með afruglurum, þarf þá líklega fasttengingu í þau - er samt ekki að kaupa neinar áskriftir, næ ég nokkuð sjónvarpi án afruglara ?


Myndi skoða Ubiquiti EdgeRouter ef þig vantar nýjan router hvort sem er. Varðandi sjónvarpið þá þarftu ekkert endilega afruglara, þó það sé líklega einfaldast. Gætir notað sjónvarps-öppin líka og fengið þér þá t.d Apple TV. Afruglararnir hjá Vodafone þurfa víraða tengingu á sér VLAN-i, en Síminn er kominn með afruglara sem virkar bara yfir Internetið - hvaða Internettengingu sem er (Líka á WIFI). Svo er reyndar að koma nýr afruglari frá Vodafone í haust sem verður "líklega" þráðlaus (var mér tjáð af starfsmanni Vodafone). Hvort það muni þýða að hann virki yfir Internetið eins og Síminn er farinn að bjóða uppá veit ég ekki. Til að tryggja mig myndi ég a.m.k leggja dedicated CAT kapla frá ljósleiðaraboxi og að sjónvörpunum ef það er ekki of mikið mál.

Sera skrifaði:Getið þið mælt með einhverjum sem tekur svona verk að sér ?


Nei, þekki engann sem er í svona, því miður. Hef bara græjað þetta sjálfur heima hjá mér.



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Græja netlagnir á heimili

Pósturaf Sera » Þri 15. Ágú 2017 23:07

Snilld, takk fyrir svörin. Ég er að fara á Microsoft Ignite í Orlando í september, panta mér þá kannski Ubiquiti EdgeRouter og pikka með mér heim :)


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2391
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 135
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Græja netlagnir á heimili

Pósturaf Black » Mið 16. Ágú 2017 01:27

Ég var að græja CAT6 kapla í tvö herbergi hjá mér í kvöld.Ég lagði s.s 2 kapla í einn tengil.Tók bara Coax kapalinn aðeins útúr tenglinu splæsti tveim Cat6 við og teipaði vel svo dróg ég bara gamla kapalinn úr og Cat6 kom inn í staðinn. Ekkert fjaðra vesen og gekk þrusu vel fyrir sig :D


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Græja netlagnir á heimili

Pósturaf Sera » Mið 16. Ágú 2017 16:57

Black skrifaði:Ég var að græja CAT6 kapla í tvö herbergi hjá mér í kvöld.Ég lagði s.s 2 kapla í einn tengil.Tók bara Coax kapalinn aðeins útúr tenglinu splæsti tveim Cat6 við og teipaði vel svo dróg ég bara gamla kapalinn úr og Cat6 kom inn í staðinn. Ekkert fjaðra vesen og gekk þrusu vel fyrir sig :D


Hey, já þetta er hugmynd :) það eru allir kaplarnir enn á sínum stað - svo maður gæti kannski nýtt þá bara til að draga CAT5/6 kapal í gegn.... ég þarf að spá í þessu.


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Græja netlagnir á heimili

Pósturaf BugsyB » Mið 16. Ágú 2017 19:17

Nethjalp@simnet.is

Sent from my SM-G955F using Tapatalk


Símvirki.


ojs
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 11. Mar 2017 21:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Græja netlagnir á heimili

Pósturaf ojs » Mið 16. Ágú 2017 19:46

Hef unnið við að setja upp net og lagnir í heimahúsum (er ekki staddur á höfuðborgarsvæðinu svo get ekki gert þetta fyrir þig því miður) og við notum alltaf þær lagnir sem eru til staðar til að draga í ef það er hægt. Stundum slitna gömlu kaplarnir (coax kaplar eða gamlar símalagnir) áður en nýja kemst alla leiðina í gegn. Það getur gerst ef lagnaleiðin hefur lagst saman einhverstaðar (plaströr sem hefur verið borað óvart í, lagst saman við einhverar aðrar framkvæmdir fyrir nokkrum árum síðan eða eitthvað álíka) og þá þarf að finna aðra leið eða rífa allt í sundur og leggja lagnaleiðina upp á nýtt sem er sjaldnast gert. Eða þá að það hefur verið aðeins of mikið af beygjum í lagnaleiðinni og ekki verið gengið nógu vel frá þegar gamla og nýja kaplinum var splæst saman og stífleiki í ídrætti sleit splæsinguna. Ef þetta gerist þá er fjöður send í gegn og hún notuð til að draga í og sleipiefni notað, venjuleg uppvöskunarsápa dugar. Ef fjöðurin stoppar en þú heldur að þetta sé samt hægt þá er hægt að nota ryksugu og sjúga mjög létt band í gegnum rörið, nota svo létta bandið til að draga aðeins sterkara band og nota það svo til að draga fjöður í. Um að gera að prófa bara, það versta sem gerist er að coax kapallinn (býst við að þetta sé coax) verði ónýtur en það er best að vera tveir við þetta, einn á sitthvorum enda því það má ekki fara í flækju á þeim enda sem nýji kapallinn er og sá getur líka ýtt á eftir nýja kaplinum. Að lokum, alltaf draga frá efri punkt að neðri punkt :-)