Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.


Höfundur
skulithor94
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Sun 21. Ágú 2016 10:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf skulithor94 » Mið 05. Júl 2017 20:47

Sæl verið þið!

Ég ætlaði að uppfæra netið heima og keypti því Netgear D7000 VDSL router sem bíður líka uppá ljósleiðara support þegar það kemur í hús.

Nú er ég búinn að fylgja leiðbeiningum í bæklingnum og spjalla við tech support í nokkurn tíma en ekkert virðist virka. Ég næ að tengjast við routerinn en ég næ ekki að tengja hann við netið.

Screen Shot 2017-07-05 at 20.35.10.png
Screen Shot 2017-07-05 at 20.35.10.png (85.24 KiB) Skoðað 1569 sinnum


Hér sést að ég næ að pinga routerinn.

Screen Shot 2017-07-05 at 20.44.49.png
Screen Shot 2017-07-05 at 20.44.49.png (284.31 KiB) Skoðað 1569 sinnum


Hér er svo það sem ég sé þegar ég tengist við routerinn.

Tech support náði ekkert að hjálpa mér eða komast að þessu, þau vildu meina að þetta gæti verið ónýtur router.

Tek það fram að við erum með ljósnet hjá Símanum ef það hjálpar.

Fyrirfram þakkir!




quad
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Fös 22. Jan 2010 15:17
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf quad » Mið 05. Júl 2017 21:07

Var að lenda í nákvæmlega sama fyrir 2 dögum með reyndar 7000R (þarf ekki 7000d, er með ljósleiðara og ISP er Hringdu). ISP veitan þín þarf að endurstilla fyrir nýju Mac addressuna (en auðvitað gæti módemið í routernum verið bilað/ekki mjög algengt eða ISP styður ekki nýju græjuna). að því sögðu þá varð þráðlausa alger draumur fyrir 10 wifi tæki heimilisins eftir 8 dyggra ára þjónustu netgear wnd3700 routersins sem einfaldlega höndlaði ekki 4 hd/uhd kröfur heimilisins á sama tíma.


Less is more... more or less


Höfundur
skulithor94
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Sun 21. Ágú 2016 10:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf skulithor94 » Mið 05. Júl 2017 21:27

quad skrifaði:Var að lenda í nákvæmlega sama fyrir 2 dögum með reyndar 7000R (þarf ekki 7000d, er með ljósleiðara og ISP er Hringdu). ISP veitan þín þarf að endurstilla fyrir nýju Mac addressuna (en auðvitað gæti módemið í routernum verið bilað/ekki mjög algengt eða ISP styður ekki nýju græjuna). að því sögðu þá varð þráðlausa alger draumur fyrir 10 wifi tæki heimilisins eftir 8 dyggra ára þjónustu netgear wnd3700 routersins sem einfaldlega höndlaði ekki 4 hd/uhd kröfur heimilisins á sama tíma.


Takk kærlega fyrir svarið! Ég heyri í þeim í fyrramálið og við sjáum hvað skeður :)




Höfundur
skulithor94
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Sun 21. Ágú 2016 10:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf skulithor94 » Fim 06. Júl 2017 09:32

Ég heyri í Símanum og þeir vissu ekkert hvað ég var að tala um þegar ég bað þá um að endurstilla fyrir nýju MAC addressuna. Þeir endurstiltu DSL línuna sem kemur í húsið en það virkaði samt ekki. Það virtist sem PPPoE auðkenningin væri í lagi en að tengingin væri samt ekki að ná að auðkenna sig. Ég er dálítið lost í þessu núna :(




Höfundur
skulithor94
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Sun 21. Ágú 2016 10:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf skulithor94 » Fim 06. Júl 2017 21:54

Heyrðu það tókst að laga þetta! Ég var ekki alveg að fatta stillingarnar en ég náði að fylgja lappara greininni og setja rétt VLANID inn og priority og nú svínvirkar netið. Mér tókst reyndar að afhaka DHCP í smá tíma og þá virkaði bara sumt wifi dót en þegar ég hakaði aftur við það virkaði allt.

Nú er bara vandamálið að ég næ ekki að setja IPTV upp rétt hjá mér. Afruglarinn tengist ekki í gegnum portið sem ég tel mig hafa gefið IPTV og tengist í gegnum wifi í staðinn. Ég fæ líka bara 0.0.0.0 sem ip tölu fyrir IPTV. Hefur einhver lent í þessu?




ulfr
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 23:37
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf ulfr » Fim 06. Júl 2017 23:18

Þarft að setja upp WAN interface í ptm með 802.1q sem 3 og 802.1p sem 3, síðan þarftu að bridge-a það yfir á eitthvað port á router sem IPTV er tengt við.
Hvernig lítur configgið þitt út?




Höfundur
skulithor94
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Sun 21. Ágú 2016 10:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf skulithor94 » Fös 07. Júl 2017 13:55

ulfr skrifaði:Þarft að setja upp WAN interface í ptm með 802.1q sem 3 og 802.1p sem 3, síðan þarftu að bridge-a það yfir á eitthvað port á router sem IPTV er tengt við.
Hvernig lítur configgið þitt út?


Svona lítur configið út fyrir iptv hjá mér:

iptv.png
iptv.png (258.3 KiB) Skoðað 1456 sinnum


Advanced skjárinn lítur svo svona út, þar sést að iptv er ekki í bridge heldur dhcp, veit ekki hvernig ég á að laga það.

advanced.png
advanced.png (24.62 KiB) Skoðað 1456 sinnum




Höfundur
skulithor94
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Sun 21. Ágú 2016 10:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf skulithor94 » Lau 08. Júl 2017 18:02

upp




ulfr
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 23:37
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp. Uppsetning á Netgear D7000.

Pósturaf ulfr » Mið 02. Ágú 2017 01:56

Þú þarft að bridge-a IPTV prófílinn af WAN interfaceinu inná eitthvað port sem þú vilt á LAN interfaceinu með VLAN 3 og priority 3.