Míla er mætt með ljósleiðara!


Höfundur
Hizzman
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf Hizzman » Mán 23. Maí 2016 15:31

Komnir í blokkina, hvaða ISP-ar geta nýtt þetta? Síminn sjálfur virðist ekki bjóða ljósleiðaratengingar til heimila!



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf depill » Mán 23. Maí 2016 15:51

Hizzman skrifaði:Komnir í blokkina, hvaða ISP-ar geta nýtt þetta? Síminn sjálfur virðist ekki bjóða ljósleiðaratengingar til heimila!


Síminn býður uppá ljósleiðara yfir Mílu. Síminn kallar þetta Ljósnet hvort sem þetta er yfir VDSL eða GPON.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3838
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf Tiger » Mán 23. Maí 2016 20:55

Ég fékk í síðustu viku ljósleiðara alveg inn í hús frá Mílu/símanum og er með 100/100 núna. Munu hækka þetta von bráðar. Auglýsa ekki ljósleiðara ennþá, en bara hringja í þá og líklega þarf maður að koma frá þeim og setja upp ljósbreytuna.


Mynd


Höfundur
Hizzman
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf Hizzman » Mán 23. Maí 2016 22:14

Er vitað hvaða ISP-ar tengja um Míluljós?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Maí 2016 22:16

Hizzman skrifaði:Er vitað hvaða ISP-ar tengja um Míluljós?

Hmmmm let me guess ... Síminn?? :guy



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf depill » Þri 24. Maí 2016 10:16

Öll fjarskiptafyrirtæki sem bjóða uppá Ljósnet bjóða uppá ljósleiðara yfir ljósleiðarakerfi Mílu ( eða geta allavega pantað það ).

Þannig það er hægt að fá þjónustu frá öllum yfir ljósleiðaranet Mílu.




Höfundur
Hizzman
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf Hizzman » Þri 24. Maí 2016 14:29

HRINGDU virðist bara vera á Gagnaveitu ljósinu...



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf Xovius » Þri 24. Maí 2016 15:40

Hizzman skrifaði:HRINGDU virðist bara vera á Gagnaveitu ljósinu...

Er líka nokkuð viss um að Nova sé bara að bjóða upp á 500mb ljósleiðara GR.




ulfr
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 23:37
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf ulfr » Mið 25. Maí 2016 00:43

Hizzman skrifaði:HRINGDU virðist bara vera á Gagnaveitu ljósinu...

Hringdu hefur boðið upp á GPON Mílu. Það eru hinsvegar ákveðnir gallar við það og mér skilst að þeir séu ekki að bjóða upp á það eins og stendur, en það stendur til að breyta því bráðlega.
GPON vs GR, þá vinnur GR, persónulega, ef það er kopar í boði myndi ég kjósa það umfram GPON, en hvað veit ég svo sem...
Er mjög ánægður með mitt 500/500 ljós sem GPON getur að sjálfsögðu aldrei boðið upp á, sökum 2.5/1.25 cappinu sem fylgir GPON.

En m.v. við ADSL er þetta allt draumur, auðvitað.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf depill » Mið 25. Maí 2016 11:39

ulfr skrifaði:
Hizzman skrifaði:HRINGDU virðist bara vera á Gagnaveitu ljósinu...

Hringdu hefur boðið upp á GPON Mílu. Það eru hinsvegar ákveðnir gallar við það og mér skilst að þeir séu ekki að bjóða upp á það eins og stendur, en það stendur til að breyta því bráðlega.
GPON vs GR, þá vinnur GR, persónulega, ef það er kopar í boði myndi ég kjósa það umfram GPON, en hvað veit ég svo sem...
Er mjög ánægður með mitt 500/500 ljós sem GPON getur að sjálfsögðu aldrei boðið upp á, sökum 2.5/1.25 cappinu sem fylgir GPON.

En m.v. við ADSL er þetta allt draumur, auðvitað.


Hmm getur GPON ekki boðið uppá 500 ljós vegna þess að það er capp á 2.5 Gbps / 1.25 Gbps ? GPON vs GR fyrir flesta skiptir engu máli. En tæknin bakvið það finnst mér skemmtilegri við GR. En GPON er telco lausn sem er oftast ódýrari í deployment sem er ástæðan fyrir því að telco velja hana.

En GPON er 100% fíber þetta er bara spurning um hvernig þetta er svo tengt við netkerfið og í PON er mikil þróun. Til dæmis er komið 10-EPON staðilinn sem er 10 Gigabit yfir PON. ( G í GPON er Gigabit Capable PON )

Mynd

Á móti í GR uppsetningunni er fiberinn í raun og veru heill frá heimili til CO ( búnaðarins ).




Etienne
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Lau 09. Apr 2016 01:17
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf Etienne » Mið 25. Maí 2016 20:26

GPON tæknin sem er í gangi í dag sem að Míla er að nota byggist á 2.5 Gbps niður / 1.25 Gbps upp frá CO að brunni/tengistöð sem að splittar svo tengingunni niður á heimili. Eins og er núna eru þeir bara að bjóða upp á 100/100 tengingar og þarf routerinn þinn að kunna sjálfur 802.1Q og vera með VLAN stillingar sem að takmarkar verulega router úrvalið þitt á móti Gagnaveitunni þar sem að Ljósleiðaraboxið er með VLAN stillt á hvert port þannig að routerinn þarf ekki að búa yfir nærrum því jafn flóknum stillingum. Einnig er enþá takmörkuð sjónvarpsþjónusta eftir því hvort þú sért á GPON hjá Mílu (Bara Síminn) eða GR Ljós (Bara Vodafone) sem að er fáránlegt að mínu mati. En þangað til að GPON er ekki komið upp í 10-EPON hjá Mílu sem að er ekki komið enþá (og er örugglega ekki á döfinni þar sem að það er bara núna verið að byrja að ljósleiðaravæða Reykjavík) held ég að þeir verði fastir í 100 mbit/s en við sjáum til



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf depill » Þri 31. Maí 2016 16:42




Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6299
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 441
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf worghal » Þri 31. Maí 2016 17:01

depill skrifaði:*hóst* https://www.mila.is/media/pdf/Verdbreyt ... 052016.pdf

500/500 a Mílu ljósi

væri alveg til í 500/500 fyrir 900kr :lol: :fly


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 732
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Tengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf russi » Þri 31. Maí 2016 17:05

worghal skrifaði:
depill skrifaði:*hóst* https://www.mila.is/media/pdf/Verdbreyt ... 052016.pdf

500/500 a Mílu ljósi

væri alveg til í 500/500 fyrir 900kr :lol: :fly



Þetta er tengigjaldið, sem ef ég skil rétt er um 2500kr hjá GR, þessu ber að fagna ef ISP áskriftin sjálf hækkar ekki á móti. Þá er komið svigrúm fyrir samkeppni á tengigjaldi




GunniH
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 16:40
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf GunniH » Fös 03. Jún 2016 14:09

Rétt að benda á að þetta eru 900 kr. fyrir aðgangsleið 1 en mörg fyrirtæki eru að nýta aðgangsleið 3 sem er þá 1.267 kr.

Hinsvegar er líka borgað fyrir heimtaugina 1.970 kr. þannig ódýrasta scenario er 900 + 1.970 = 2.870 kr. án vsk. á hverja tengingu. Sem er strax meira en þær 2.580 kr. sem Gagnaveita Reykjavíkur rukkar.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Míla er mætt með ljósleiðara!

Pósturaf depill » Fös 03. Jún 2016 20:59

GunniH skrifaði:Rétt að benda á að þetta eru 900 kr. fyrir aðgangsleið 1 en mörg fyrirtæki eru að nýta aðgangsleið 3 sem er þá 1.267 kr.

Hinsvegar er líka borgað fyrir heimtaugina 1.970 kr. þannig ódýrasta scenario er 900 + 1.970 = 2.870 kr. án vsk. á hverja tengingu. Sem er strax meira en þær 2.580 kr. sem Gagnaveita Reykjavíkur rukkar.


Reyndar ekki. GR rukkar ispana gjald sem er sambærilegt þessum 890 kr og svo rukkar GR kúnnana beint um linu gjaldið.

Míla rukkar ispana um linugjald og svo um aðgangsgjald eftir þvi hvað Míla þarf að bera bitastrauminn langt.

Þannig 2442 kr ( 1970 m vsk ) er sambærilegt við GR gjaldið. En það er samt án álagningar ISPa sem er auðvita frjáls. Myndi samt búast við þvi að það verði sambærilegt.

Eins og er rukkar síminn til dæmis 2390 fyrir þessa linu