Net yfir rafmagn


Höfundur
Fautinn
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Net yfir rafmagn

Pósturaf Fautinn » Mið 03. Feb 2016 21:44

Góðan dag, ég er í smáveseni, keypti til að fá netið yfir rafmagnið, hafði haft það á gamla staðnum og ekkert mál.

Núna þegar ég er búinn að setja þetta upp þá virkar netið en ofurhægt við erum að tala um 2-5mb og skiptir ekki máli hvort ég noti gamla settið eða nýja. Þekkir einhver þetta? Er þetta stilling á router.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf Dúlli » Mið 03. Feb 2016 21:46

Fautinn skrifaði:Góðan dag, ég er í smáveseni, keypti til að fá netið yfir rafmagnið, hafði haft það á gamla staðnum og ekkert mál.

Núna þegar ég er búinn að setja þetta upp þá virkar netið en ofurhægt við erum að tala um 2-5mb og skiptir ekki máli hvort ég noti gamla settið eða nýja. Þekkir einhver þetta? Er þetta stilling á router.


Þetta virkar bara þannig, hef prufað mikið af þessu græjum og þetta er happ og glapp. Til dæmis ef það er álag á rafmagninu, ljós, tölva, skjár og allskonar hlutir sem taka rafmagn hafa áhrif á gæði á þessu.

Mæli með að skila þessu og fara í eithverja aðra lausn. Fór í gegnum eithverjar 6 útgáfur af svo græjum og mér var lofað hitt og þetta að þetta virkaði perfect en það er bara rugl og kjaftæði.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7064
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Tengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf rapport » Mið 03. Feb 2016 21:47

Þetta virkar best ef báðar innstungur eru á sama örygginu í næstu töflu.

Fékk svona unit ekki til að virka hjá mér vegna þessa.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf Dúlli » Mið 03. Feb 2016 21:58

rapport skrifaði:Þetta virkar best ef báðar innstungur eru á sama örygginu í næstu töflu.

Fékk svona unit ekki til að virka hjá mér vegna þessa.


Það er samt líka mjög takmarkað. Prufa þetta líka skelli saman á sömu grein og prufaði að tengja ryksugu og hraðin hrapaði niður.



Skjámynd

ljoskar
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 06. Feb 2009 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: Fásk
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf ljoskar » Mið 03. Feb 2016 22:02

Best er að hafa þennan búnað á sömu grein.
Hef sett upp svona og fengið góðann hraða þar sem tenglarnir í voru ekki á sömu grein en þeir voru þó tengdir við sama fasa.

Á milli fasa var ekki að virka neitt.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4966
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf jonsig » Fös 05. Feb 2016 21:58

Þessi tækni byggist á fasamótunn, sem þýðir ef eitthvað símhleðslutæki, smps aflgjafi, ballast fyrir ljós heima hjá þér eða jafnvel nágrannanum er að drulla á sig getur það bitnað harkalega á svona búnaði. Með að dumpa rafmagnslegum óhreinindum á neysluveituna hjá þér.



Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Reputation: 5
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf Snorrlax » Fös 05. Feb 2016 22:48

Var að nota svona í tvemur húsum þangað til mjög nýlega og þetta virkaði allt í lagi í öðru húsinu og mjög vel í hinu (yfir 100mbit/s). Þetta er mjög hit and miss dæmi.
Aðal ástæðan fyrir því að ég hætti að nota þetta var samt vegna þess að þetta flutti truflanir inn í bæði gamlan Marantz magnara sem meðleigjandinn á og ég fékk líka truflanir inn á gítarmagnara sem ég smíðaði.


i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4966
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf jonsig » Fös 05. Feb 2016 23:02

Skiljanlegt með gamla marantzinn , greinilega kominn tími á maintenance .

Hvernig lýstu sér þessar truflanir inná gítarmagnarann ?



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 40
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf Squinchy » Lau 06. Feb 2016 00:42



Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4966
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf jonsig » Lau 06. Feb 2016 11:22

þessi búnaður er mjög góður , eins lengi og eitthvað heimilistækið er ekki að drulla á sig . Það er rétt hægt að ímynda sér alla rafsegulmengunina á venjulegu heimili í dag ,svo aðferðir til að reyna minnka það af einhverju leyti getur ekki verið af því slæma . Oft eru nýrri hús með fasauppraðannir milli greina svo að þessi búnaður virkar ekkert endilega allstaðar í húsinu ,það ekkert hægt að ganga út frá því vísu að fólk átti sig á því .

Oft eru þetta ódýr china tæki sem eru keypt eru á síðum eins og aliexpress og ebay sem eru að varpa rafsaur inná neyslurafmagnið okkar og illa hönnuð heimilistæki.

Sjálfur er ég að gefast uppá wifi í húsinu mínu , þar sem allskonar rafsviðstruflandi búnaður er í tölvuherberginu mínu og wifi´ið er óstöðugt .




Glókolla
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 02. Nóv 2008 18:07
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn

Pósturaf Glókolla » Lau 13. Feb 2016 19:10

Hef notað svona powerline tæki með góðri reynslu. 48 Mb/s niður og 24 upp. Notaði bæði tengin á sömu grein. Svo fékk ég mér sparperur í ljósin og allt fór í rugl. Einnig geta önnur rafmagnstæki truflað.