Síminn telur allt gagnamagn

Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf depill » Þri 03. Jún 2014 10:01

https://www.siminn.is/siminn/i-fjolmidl ... 1/item5435
Þann 1. júlí stækkar Síminn gagnamagnspakka viðskiptavina svo um munar, því Síminn hyggst einfalda útreikninga og auka gagnsæi með því að gjaldfæra fyrir alla internetnotkun frá septembermánuði. Breytingin felur í sér að í stað þess að telja eingöngu gagnamagn sem sótt er erlendis frá verður allt internetgagnamagn talið, sem og upp- og niðurhal. Við þá breytingu verður algengt að gagnanotkun heimila mælist um þrefalt meiri en nú er. Aukið gagnamagn í áskriftarleiðunum nær utan um þessa breyttu mælingu og gerir gott betur.


Ég vissi reyndar að þessi dagur myndi koma, en er hreinlega amazed. 200 GB pakkinn kostaði 8.690 mun fara í 8.990, innifala 600 GB niðurhal. En það verður talið eins og á farsímanetunum



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Viktor » Þri 03. Jún 2014 10:12

"Viðbótarniðurhal - 100GB - Nýtt 1,990 kr."

Ágætis breyting úr 10GB á 1700 kr.

Undarlegt að telja íslenskt gagnamagn þó :thumbsd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Þri 03. Jún 2014 10:23

Jæja þá getur maður alveg eins hætt í viðskiptum við Símann og fengið sér 4g router hjá Nova.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Þri 03. Jún 2014 10:24

Vá hvað þetta eru mööörg skref afturábak!
Ætli hin "samráðsfyrirtækin" tilkynni ekki svipað á næstunni?
Efast um að Síminn fari í svona róttækar og neikvæðar breytingar án þess að hafa tryggingu fyrir því að hinir fylgi með, annars myndu þeir missa alla viðskiptavinina sína.
Nú reynir á Samkeppniseftirlitið að fylgjast með málinu.

Rétta skref hefði verið að afnema alla gagnamagnstalningu.




danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 283
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf danniornsmarason » Þri 03. Jún 2014 10:26

GuðjónR skrifaði:Vá hvað þetta eru mööörg skref afturábak!
Ætli hin "samráðsfyrirtækin" tilkynni ekki svipað á næstunni?
Efast um að Síminn fari í svona róttækar og neikvæðar breytingar án þess að hafa tryggingu fyrir því að hinir fylgi með, annars myndu þeir missa alla viðskiptavinina sína.
Nú reynir á Samkeppniseftirlitið að fylgjast með málinu.

Rétta skref hefði verið að afnema alla gagnamagnstalningu.

er ekki vodafone búnir að gera þetta?
þeir að minsta kosti telja flest íslenskt niðurhal með


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf JohnnyRingo » Þri 03. Jún 2014 10:28

Já bless síminn þá

Það er oft sem maður nær i erlend torrent og seedar 100gb + yfir nóttina af því
En það er svosem hægt að limita það, bara verið að skíta á þá með minni kunnáttu.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Þri 03. Jún 2014 10:28

danniornsmarason skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Vá hvað þetta eru mööörg skref afturábak!
Ætli hin "samráðsfyrirtækin" tilkynni ekki svipað á næstunni?
Efast um að Síminn fari í svona róttækar og neikvæðar breytingar án þess að hafa tryggingu fyrir því að hinir fylgi með, annars myndu þeir missa alla viðskiptavinina sína.
Nú reynir á Samkeppniseftirlitið að fylgjast með málinu.

Rétta skref hefði verið að afnema alla gagnamagnstalningu.

er ekki vodafone búnir að gera þetta?
þeir að minsta kosti telja flest íslenskt niðurhal með


Að mæla innanalds umferð? upp og niður?
Nei það held ég ekki.



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf depill » Þri 03. Jún 2014 10:29

GuðjónR skrifaði:Vá hvað þetta eru mööörg skref afturábak!
Ætli hin "samráðsfyrirtækin" tilkynni ekki svipað á næstunni?
Efast um að Síminn fari í svona róttækar og neikvæðar breytingar án þess að hafa tryggingu fyrir því að hinir fylgi með, annars myndu þeir missa alla viðskiptavinina sína.
Nú reynir á Samkeppniseftirlitið að fylgjast með málinu.

Rétta skref hefði verið að afnema alla gagnamagnstalningu.


Svo ég svari hér að neðan. Nei Vodafone rukkuðu í Íslensku speglana og hafa ekki farið að telja neitt frá þér. En áskilja sér réttinn að hæga á gögnum frá þér ef þú ferð yfir einhverja margföldun eða ekki margföldun á inniföldu gagnamagni ( þetta er einhversstaðar í skilmálunum þeirra ) .

Vodafone eru allavega að hækka verðið http://www.vodafone.is/breytingar/ og tilkynna ekki sambærilega breytingu. Ég er ekki að sjá fyrir mér Vodafone úr þessu gera sambærilega breytingu á næstu 6 mánuðum, þeir munu örugglega bara að bíða og sjá hvort að Síminn fari of illa úr þessu.

Það verður mest áhugavert hvort að Síminn ætli að gera þetta á móti fyrirtækjum líka, þar sem þá fyrst færi þetta að verða sárt.




danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 283
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf danniornsmarason » Þri 03. Jún 2014 10:32

GuðjónR skrifaði:
danniornsmarason skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Vá hvað þetta eru mööörg skref afturábak!
Ætli hin "samráðsfyrirtækin" tilkynni ekki svipað á næstunni?
Efast um að Síminn fari í svona róttækar og neikvæðar breytingar án þess að hafa tryggingu fyrir því að hinir fylgi með, annars myndu þeir missa alla viðskiptavinina sína.
Nú reynir á Samkeppniseftirlitið að fylgjast með málinu.

Rétta skref hefði verið að afnema alla gagnamagnstalningu.

er ekki vodafone búnir að gera þetta?
þeir að minsta kosti telja flest íslenskt niðurhal með


Að mæla innanalds umferð? upp og niður?
Nei það held ég ekki.

tók eftir því þegar niðurhalið var búið, eina sem var gert á netinu vor íslenskt niðurhal þar sem það er eina sem hægt er að gera, endaði með því að maður kíkti á gagnamagnið og þá var það bara nákvæmlega eins og dagarnir þegar maður var á erlendusíðunum
*edit*
Eru þeir í símanum að rukka fyrir upload líka?
Síðast breytt af danniornsmarason á Þri 03. Jún 2014 10:35, breytt samtals 1 sinni.


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf chaplin » Þri 03. Jún 2014 10:35

sem og upp- og niðurhal


Farinn aftur til Tal.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf depill » Þri 03. Jún 2014 10:38

danniornsmarason skrifaði:Eru þeir í símanum að rukka fyrir upload líka?

yess
innlent og erlent.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf emmi » Þri 03. Jún 2014 10:43

Eftir því sem ég hef heyrt þá munu aðrar netveitur fara sömu leið eftir tillögum Póst og Fjar.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Tbot » Þri 03. Jún 2014 10:43

Mörg ár síðan ég fór frá símanum. Þurfa peninga til að geta greitt feit stjóralaun.

Eru fingraför smáís þarna? Eða er síminn bara að loka á vpn tengingar.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Tbot » Þri 03. Jún 2014 10:45

emmi skrifaði:Eftir því sem ég hef heyrt þá munu aðrar netveitur fara sömu leið eftir tillögum Póst og Fjar.


Hvaða tillögur eru það?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf emmi » Þri 03. Jún 2014 10:52

Basicly þetta:
"Breytt mæling miðar meðal annars að því að mismuna ekki netnotendum eftir því hvar þeir eru og hvert þeir sækja efni á netinu."



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Þri 03. Jún 2014 10:54

Ég fæ alveg hroll, þetta er ekki góð þróun.

Ég vil gjarnan sjá einhverskonar "bestun" á typical heimilisuppsetningu.

Er að broga allt of mikið fyrir þessa vitleysu.



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf depill » Þri 03. Jún 2014 10:55

emmi skrifaði:Basicly þetta:
"Breytt mæling miðar meðal annars að því að mismuna ekki netnotendum eftir því hvar þeir eru og hvert þeir sækja efni á netinu."


Basicly net neutrality. Ég get samt sagt að það er ýmislegt sem böggar mig við net neutrality, A er það að fyrirtækin hrópa það þegar það hentar þeim og ignora það þegar þeim hentar ( Cogent ) og svo er verið að segja að öll traffík sé jöfn sem hún er ekki.

Verðið fyrir ljósleiðarara innanlands er miklu ódýrari heldur en leiga á sæstrengnum út úr landinu, sem þýðir að innlendir content providers þurfa að niðurgreiða notkun erlenda content providera sem mér finnst bara stupid.

Ég er á móti internet high-ways, en ég er ekki meðfylgjandi Internet Net Neutrality eins og það er sett fram núna, öll umferð er ekki jöfn ( t.d. erlendis munur á transit, peering og trans-atlantic peering ).

En ég get samt alveg trúað þessu á PFS samt sem áður.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf AntiTrust » Þri 03. Jún 2014 10:57

Þetta er búið að vera á leiðinni hjá flestum fjarskiptafyrirtækjum í lengri tíma. Vodafone elta alveg örugglega fljótlega með svipaða taktík. Nú er bara að bíða og sjá og krossa fingur upp á að amk einn ISPinn haldi sig frá upphalsmælingum.

Það verður samt að segjast að þetta mun líklega þóknast fleiri heimilum en ekki.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Tbot » Þri 03. Jún 2014 10:58

PFS og samkeppnisstofnun eru víst ansi sjaldan fyrir hinn almenna borgara.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Þri 03. Jún 2014 11:08

OK, stutt samantekt.

Í dag kostar erlent DL 200Gb 9.000 kr.

Allt annað er frítt.


1.júlí þá kosta 600Gb internetnotkun UL og DL, innlent sem erlent 9.000 kr.

Þá mun DL hjá mér vera rukkað af minni tengingu og sama notkun verður rukkuð sem UL hjá einhverjum öðrum.

s.s.

Ef ég er með öryggisafritun á tölvunni hans pabba inn á þjón heima hjá mér og hann syncar 60Gb, þá er hann búinn með 10% af mínu gagnamagni og 10% af sínu gagnamagni = notkun upp á 1.800 kr.

Til að þetta gjaldamódel gangi upp þá þarf verðið að vera miklu miklu miklu lægra.

Fólk gæti lent í gríaðrlegum fjárútlátum vegna þessa.

Fyrirvarinn er stuttur og þessi framkvæmd er afleit.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Viktor » Þri 03. Jún 2014 11:12

rapport skrifaði:OK, stutt samantekt.

Í dag kostar erlent DL 200Gb 9.000 kr.

Allt annað er frítt.


1.júlí þá kosta 600Gb internetnotkun UL og DL, innlent sem erlent 9.000 kr.

Þá mun DL hjá mér vera rukkað af minni tengingu og sama notkun verður rukkuð sem UL hjá einhverjum öðrum.

s.s.

Ef ég er með öryggisafritun á tölvunni hans pabba inn á þjón heima hjá mér og hann syncar 60Gb, þá er hann búinn með 10% af mínu gagnamagni og 10% af sínu gagnamagni = notkun upp á 1.800 kr.

Til að þetta gjaldamódel gangi upp þá þarf verðið að vera miklu miklu miklu lægra.

Fólk gæti lent í gríaðrlegum fjárútlátum vegna þessa.

Fyrirvarinn er stuttur og þessi framkvæmd er afleit.



Ágætis pæling. Þetta er fáránlegt. Það er verið að tvírukka viðskiptavini Símans, sem senda gögn sín á milli.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf emmi » Þri 03. Jún 2014 11:19

Maður verður bara að vona að einhver veita taki sig til og bjóði uppá ótakmarkaða notkun. Það opnast kannski á það þegar nýi sæstrengurinn kemur og býður uppá einhverja samkeppni við okurbúlluna Farice.



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GrimurD » Þri 03. Jún 2014 11:42

Vissi svosem að þetta myndi gerast á endanum en hélt það væri ennþá lengra í það.

Hinsvegar er 600gb enganvegin nóg sem stærsti pakki, þyrfti að vera 1 TB. Ekki erfitt fyrir eina fjölskyldu að eyða 500gb í netflix á mánuði. Mjög auðvelt fyrir power users.

Finnst þetta samt betra til lengri tíma litið, ef pakkarnir verða nógu stórir þ.e.a.s. Maður mun geta byrjað að nota erlendar þjónustur almennilega sem hefur alltaf verið vandamál hingað til. Netflix, Dropbox, Twitch osfv.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf appel » Þri 03. Jún 2014 11:48

GrimurD skrifaði:Vissi svosem að þetta myndi gerast á endanum en hélt það væri ennþá lengra í það.

Hinsvegar er 600gb enganvegin nóg sem stærsti pakki, þyrfti að vera 1 TB. Ekki erfitt fyrir eina fjölskyldu að eyða 500gb í netflix á mánuði. Mjög auðvelt fyrir power users.

Finnst þetta samt betra til lengri tíma litið, ef pakkarnir verða nógu stórir þ.e.a.s. Maður mun geta byrjað að nota erlendar þjónustur almennilega sem hefur alltaf verið vandamál hingað til. Netflix, Dropbox, Twitch osfv.


Ef ég skil þetta rétt þá er stærsti pakkinn að fara úr 200 gb í 600 gb fyrir nær sama verð, þannig að þú ættir að geta horft á 3x meira Netflix en áður fyrir sama kostnað. Er þaggi?


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Þri 03. Jún 2014 11:54

depill skrifaði:Það verður mest áhugavert hvort að Síminn ætli að gera þetta á móti fyrirtækjum líka, þar sem þá fyrst færi þetta að verða sárt.

Þú getur alveg bókað það, að Síminn færi aldrei út í svona framkvæmd nema vera fullviss um að hinir geri slíkt hið sama.
Fyrirtæki í fákeppni, hvort sem það eru bankar, olíufélög, byggingavöruverslanir eða fjarskiptafélög rotta sig alltaf saman hvort sem tekst að sanna það eða ekki. Enda hafa þau öll á einhverjum tímapunkti verið tekin til rannsóknar. Viðurlögin eru bara svo slök að það er hagstæðara að fyrir þau að standa saman gegn neytendum og borga hugsanlegar sektir en að spila heiðarlega.