Not another "Besta Internet + Router"

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4218
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 313
Staða: Ótengdur

Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf chaplin » Mið 11. Ágú 2010 11:03

Jæja kæru vaktarar, eftir að hafa flett í gegnum þó nokkra pósta á netinu með sömu pælingar ætla ég aðeins að kridda topicið og fá einnig álít á routera.

Mín reynsla er:
- Síminn: ég hef verið sjá Símanum í 12 ár, næstum því alltaf verið vesen og leiðindi með þá, hef verið rukkaður of mikið, langt því frá að fá fullan hraða og sambandið dettur út í tíma og ótíma.
- Vodafone: lítil sem engin reynsla en vinur sem á ekki heima svo langt frá mér lýsir þeim sem afkvæmi svínaflensunar og date movie, mjög óánægður. Ég er þó með farsíma hjá þeim og get ekkert kvartað, mjög svo góð þjónusta.
- Tal: Bróðir minn er með tal, hefur alltaf verið ánægður með þá, lítið sem ekkert vesen með netið en þarf þó einstaka sinnum að endurræsa routerinn (ca. 1-2x á 2 mánuðum), hann notar þó netið lítið sem ekkert.

Málið er einfaldlega að ég ætla að fá mér almennilega router, hef mikið verið að skoða TRENDnet TEW-639GR, er eitthver annar sem þið mælið með?

Það sem ég er að leitast eftir er að fá stöðugt samband, mikla bandvídd og þurfa ekki að endurræsta routerinn á tveggja daga ef ég nota torrent.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6282
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf AntiTrust » Mið 11. Ágú 2010 11:24

Mín reynsla síðustu 10 ár, hef verið viðskiptavinur hjá öllum fyrirtækjum og díla mikið við þau vegna vinnu fyrir hönd viðskiptavina.

Síminn = Mest fyrir peninginn. Stabílt og gott samband, finnst ég fá mesta nýtni útúr tengingunni (99% max hraða, 24/7). Góð eftirfylgni vegna vandamála, og undanfarið óvenjulega snögg og góð þjónusta. Dýrir að vísu, kunna að rukka öll möguleg aukagjöld sem löglegt er að rukka. Bjóða upp á Speedtouch 585 V6 sem ég er hæstánægður með m.v. fyrri kynslóðir.

Vodafone = Þótt þú farir í Vodafone Gull endaru með í besta falli sambærilegan pakka og hjá samkeppnisaðilum, en þó yfirleitt ekki með sama hraða. Mín reynsla af þjónustuverinu hjá þeim er lala. Rosalega misjafnt eftir því hverjum maður lendi á hvernig þjónustu maður fær, en yfirleitt klárt fólk þó í þjónustuverinu. Eru farnir að bjóða upp á fína routera sem eru að höndla þúsundir af connections á ljósi fínt.

Tal = Fínir dílar, fínn hraði og gagnamagn fyrir peninginn síðast þegar ég vissi. Hræðileg hræðileg þjónusta, annarhver maður í þjónustuverinu veit varla hvað port er, og yfirleitt myndi það sleppa - ef fyrirtækið væri ekki með lokað á routera viðskiptavinarmegin. Mikið sem vantar upp á þjónustu, t.d. voru lengi vel (og eru jafnvel enn) ekki með 3G samband - sem árið 2010 er fáránlegt. Bjóða upp á arfalélega routera síðast þegar ég vissi og eru með leiðinlegt viðmót gagnvart þeim sem vilja reyna nota sína eigin. Jújú, partur af þeirra fyrirtækjapólisíu, en kemur niður á þeim sem flokkast sem advanced userar.

Er eins og er hjá símanum og er mjög ánægður. Ég borga meira en ég gæti verið að borga annarsstaðar - en þegar þetta er farið að snúast um 1þ kr. aukalega fyrir bestu þjónustuna og mesta úrvalið þarf ég ekki að hugsa mig lengi um.


Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf ManiO » Mið 11. Ágú 2010 11:28

Er sjálfur á leiðinni til hringiðunnar. Mun lýsa ánægju (eða óánægju) minni með þá þegar að að því kemur.

Annars búinn að vera hjá Vodafone í nokkur ár, og þar er eilíft vesen. Bæti því inn við tækifæri þar sem ég hef ekki mikinn tíma til að skrifa núna :x


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf codec » Mið 11. Ágú 2010 12:17

AntiTrust skrifaði:Vodafone = Þótt þú farir í Vodafone Gull endaru með í besta falli sambærilegan pakka og hjá samkeppnisaðilum, en þó yfirleitt ekki með sama hraða. Mín reynsla af þjónustuverinu hjá þeim er lala. Rosalega misjafnt eftir því hverjum maður lendi á hvernig þjónustu maður fær, en yfirleitt klárt fólk þó í þjónustuverinu. Eru farnir að bjóða upp á fína routera sem eru að höndla þúsundir af connections á ljósi fínt.


Eru þeir komnir með nýja routera? Hvaða routerar eru það, síðast þegar ég tékkaði þá voru þeir að bjóða upp á vodafone merktan Bewan router, sem er svo sem ágætur með fína fídusa en hann var alltaf að endurræsa sig hjá mér, það er bara deal breaker þannig að ég losaði mig við hann.Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1360
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 33
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf ZoRzEr » Mið 11. Ágú 2010 13:52

Jæja Daníel, alltaf sama röflið í þér :P

Vodafone: Er með ljósleiðara og í gulli hjá þeim. Er með Zyxel BGN-240W eða eitthvað í þá áttina. Fæ sjónvarp, síma og gsm í gegnum þá líka. 50mbit ljós með 120gb niðurhali. Yfir síðustu 12 mánuði sem ég hef verið með ljós hjá þeim hef ég hringt 1 sinni, það var daginn sem þetta fór í gang til að virkja aðganginn að Gagnaveitu Reykjavíkur. Þegar ég hugsa til baka hef ég ekki endurræst routerinn síðan ég fékk hann. Nota öll 5 portin aftaná routernum og ekki klikkað enn. Hraðinn hefur verið 50mbit alltaf, ekkert vesen. Ef ég næ ekki fullum hraða þá hefur það verið sæstrengurinn með vesen. Download hraðinn er stöðug 6.2mb/s og upphraðinn sá sami. Ég hef farið yfir 120gb og þeir stoppa ekki tenginguna. Þeir hafa meirað segja hringt tvisvar til að athuga hvort að allt væri ekki í lagi. Þeim hafði borist kvörtun í húsinu hliðiná og vildu bara athuga hvort að það væri einhver vandræði hjá okkur. Það er mér að kenna að 11 af 16 íbúðunum í blokkinni hjá mér eru komin með ljósleiðara inn til sín. Þau hafa sömu sögu að segja. Best er að nefna að tengiboxið í hverfinu mínu er um 900 metra frá húsinu.

Síminn: Var hjá þeim fyrir nokkrum árum. Fékk fyrst ADSL 512kbit tengingu þegar ég var 7 ára og vorum með tenginu hjá þeim þar til 2005. Skiptum held ég 3 um router, ekkert big case þannig séð. Hraðinn var ekki alltaf stöðugur og var því kennt að lagningar væru eitthvað skemmdar. Aldrei fengið það staðfest þar sem ég við hættum hjá þeim og fórum yfir í Vodafone og þar var allt á fullu, á sömu lögnum.

Ég held ég gæti ekki verið ánægðari með Vodafone.

P.S. hvern þarf ég að totta til að losna við spjall.vaktin.is undir nafninu mínu ?
Síðast breytt af ZoRzEr á Mið 11. Ágú 2010 14:32, breytt samtals 1 sinni.


7700K | Maximus IX Hero | 32GB | 1TB 960 Pro m.2 | GTX 1080 Ti | Corsair AX1200i | CaseLabs SM8 | Custom EK loop | Asus PG279Q
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


Ulli
Kerfisstjóri
Póstar: 1278
Skráði sig: Fös 21. Ágú 2009 19:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf Ulli » Mið 11. Ágú 2010 14:17

Vodafone gull all the way.
Er með 70gb adsl og hraðin er um 1,1-1,3 MB sec
Frábær þjónusta.
Var einmitt að sækja um 120Gb Ljós.


I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850


Gilmore
spjallið.is
Póstar: 414
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf Gilmore » Mið 11. Ágú 2010 14:43

Mér finnst ég heyra jafnmargar slæmar sögur og góðar af öllum þessum fyritækjum. Ég hef sjálfur prófað flest alla sem selja tengingar (Síminn, Vodafone, Tal og Hive sem er löngu hætt). Ég hef fengið svipaðann hraða og þjónustu frá þeim öllum og ég hef nú oftast verið frekar sáttur. Ég hef aðallega verið að flytja mig á milli ef það er boðið upp á meira gagnamagn hjá einhverjum öðrum.

Nema núna í vor þá var hringt í mig frá Símanum og mér boðin Ljósnet tenging. Þar sem ég bý í Grafarholti þá var slíkt tengt hér í hverfinu í júlí. Ég er búinn að vera með venjulega 16mb ADSL tengingu frá þeim á meðan og ég held að þetta sé besta og stöðugasta tengingin sem ég hef verið með til þessa. Ég held að nýji routerinn sem þeir eru með (Thomson 585n) sé að gera góða hluti, en ég þarf nánast aldrei að endurræsa og þráðlausa er mjög stabílt. ADSL sjónvarpið hefur líka verið frekar stabílt, mjög sjaldan sem það frýs.

Ég þekki líka fólk sem hefur farið allan hringinn og prófað öll fyrirtækin og er aldrei sátt, þannig að það er erfitt að segja til um hvað er best að velja.

ps. ég er nú ennþá að bíða eftir Ljósnetinu, en það er það eina sem ég er ekki alveg sáttur við. En mér skilst að það ætti að gerast á næstu vikum, en þetta gengur nú sjaldnast hratt fyrir sig.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3349
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 280
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf urban » Mið 11. Ágú 2010 14:50

daanielin skrifaði:Jæja kæru vaktarar, eftir að hafa flett í gegnum þó nokkra pósta á netinu með sömu pælingar ætla ég aðeins að kridda topicið og fá einnig álít á routera.

Mín reynsla er:
- Síminn: ég hef verið sjá Símanum í 12 ár, næstum því alltaf verið vesen og leiðindi með þá, hef verið rukkaður of mikið, langt því frá að fá fullan hraða og sambandið dettur út í tíma og ótíma.
- Vodafone: lítil sem engin reynsla en vinur sem á ekki heima svo langt frá mér lýsir þeim sem afkvæmi svínaflensunar og date movie, mjög óánægður. Ég er þó með farsíma hjá þeim og get ekkert kvartað, mjög svo góð þjónusta.
- Tal: Bróðir minn er með tal, hefur alltaf verið ánægður með þá, lítið sem ekkert vesen með netið en þarf þó einstaka sinnum að endurræsa routerinn (ca. 1-2x á 2 mánuðum), hann notar þó netið lítið sem ekkert.

Málið er einfaldlega að ég ætla að fá mér almennilega router, hef mikið verið að skoða TRENDnet TEW-639GR, er eitthver annar sem þið mælið með?

Það sem ég er að leitast eftir er að fá stöðugt samband, mikla bandvídd og þurfa ekki að endurræsta routerinn á tveggja daga ef ég nota torrent.


settu limit á utorrent hjá þér, ca 90% af mögulegum hraða (bæði upp og niður)
og það sem að mikilvægara er, settu limit á fjölda tenginga (~ 350 - 420 global og ~ 200 á hverju torrenti

þetta munar heilmiklu, routerarnir ráða almennt ekki við endalaust af tengingum, og það er yfirleitt það sem að þeir frjósa á.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6282
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf AntiTrust » Mið 11. Ágú 2010 15:51

urban skrifaði:settu limit á utorrent hjá þér, ca 90% af mögulegum hraða (bæði upp og niður)
og það sem að mikilvægara er, settu limit á fjölda tenginga (~ 350 - 420 global og ~ 200 á hverju torrenti

þetta munar heilmiklu, routerarnir ráða almennt ekki við endalaust af tengingum, og það er yfirleitt það sem að þeir frjósa á.


Þetta er nefnilega svo hallærislegt. Fyrirtækin eru að bjóða upp á hraðar DSL línur og ljósnet/ljósleiðara en ekki fyrr en núna mjög nýlega boðið upp á endabúnað til þess að ráða við fullnýtinguna á þeirri tengingu sem viðskiptavinir borgi fyrir.


Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3349
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 280
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf urban » Mið 11. Ágú 2010 15:54

AntiTrust skrifaði:
urban skrifaði:settu limit á utorrent hjá þér, ca 90% af mögulegum hraða (bæði upp og niður)
og það sem að mikilvægara er, settu limit á fjölda tenginga (~ 350 - 420 global og ~ 200 á hverju torrenti

þetta munar heilmiklu, routerarnir ráða almennt ekki við endalaust af tengingum, og það er yfirleitt það sem að þeir frjósa á.


Þetta er nefnilega svo hallærislegt. Fyrirtækin eru að bjóða upp á hraðar DSL línur og ljósnet/ljósleiðara en ekki fyrr en núna mjög nýlega boðið upp á endabúnað til þess að ráða við fullnýtinguna á þeirri tengingu sem viðskiptavinir borgi fyrir.reyndar ráða þeir alveg við þennan hraða, það er bara ekkert vit í því að vera að maxa tenginguna alveg, fínt að eiga smá eftir fyrir vefráp :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4218
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 313
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf chaplin » Mið 11. Ágú 2010 16:02

F**k var búinn að skrifa heila ritgerð, senda inn og var þá ekki lengur skráður inn, skrái mig aftur inn og allt farið! Vill samt þakka öllum fyrir sitt innlegg!

En ég hef ákveðið að fara til Símans aftur, hefði farið til Vodafones ef þeir gætu boðið mér ljósnetið sitt en svo er ekki.

Þá er bara pælingin, Router. Mig langar í góðan router sem ég get átt í eitthver ár, er sá sem ég nefndi ekki málið, er ég eftir að vera ánægður með þann sem Síminn bíður upp á.

Ps. Þá er ég lélegur gaur og Klemmi er hetja.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


MrT
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Fim 05. Nóv 2009 21:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf MrT » Mið 11. Ágú 2010 16:29

daanielin skrifaði:F**k var búinn að skrifa heila ritgerð, senda inn og var þá ekki lengur skráður inn, skrái mig aftur inn og allt farið! Vill samt þakka öllum fyrir sitt innlegg!


Getur líklega klikkað á Back takkann á browsernum og þá farið til baka á submission síðuna og fundið textann þinn ennþá í boxinu þar. Það er allavega hægt á sumum síðum.
Annars alltaf að copy-a langa texta áður en maður sendir inn. :PSkjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1416
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 152
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf depill » Mið 11. Ágú 2010 16:41

Þeir eru nú samt komnir með nýja gerð af honum og ef þú ert að fara á Ljósnetið hjá Símanum færðu væntanlega VDSL router frá þeim, spurning um að gefa honum séns að í versta falli að nota hann sem Ethernet modem sem opnar þér miklu fleirri möguleika.

Ég myndi allavega gera það, ef þú ert að fara detta á ljósnetið.

Annars mæli ég alltaf með Cisco, þá í þessu tilfelli annað hvort Cisco 871 eða 881 en þeir eru dýrir. Spurning jafnvel með Linksys WRT160N ég er með þannig router sem ég nota sem access point og er mjög ánægður með hann.....
NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf NiveaForMen » Mið 11. Ágú 2010 19:34

Síminn ftw í minu tilviki. Mánaðargjaldið er hærra en er ónýtt net ásættanlegt fyrir minni pening?
Skipti yfir í tal í smá tíma, þvílíka óendanlega viðbjóðslega rusl.

Þekki vodafone ekki af eigin skinni.Skjámynd

Danni V8
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1680
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf Danni V8 » Mið 11. Ágú 2010 21:39

Vodafone ef þú ætlar þér aldrei að búa fyrir utan höfuðborgarsvæðið.

Annars Síminn.


Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3188
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 48
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf mercury » Mið 11. Ágú 2010 22:17

AntiTrust skrifaði:Mín reynsla síðustu 10 ár, hef verið viðskiptavinur hjá öllum fyrirtækjum og díla mikið við þau vegna vinnu fyrir hönd viðskiptavina.

Síminn = Mest fyrir peninginn. Stabílt og gott samband, finnst ég fá mesta nýtni útúr tengingunni (99% max hraða, 24/7). Góð eftirfylgni vegna vandamála, og undanfarið óvenjulega snögg og góð þjónusta. Dýrir að vísu, kunna að rukka öll möguleg aukagjöld sem löglegt er að rukka. Bjóða upp á Speedtouch 585 V6 sem ég er hæstánægður með m.v. fyrri kynslóðir.

Vodafone = Þótt þú farir í Vodafone Gull endaru með í besta falli sambærilegan pakka og hjá samkeppnisaðilum, en þó yfirleitt ekki með sama hraða. Mín reynsla af þjónustuverinu hjá þeim er lala. Rosalega misjafnt eftir því hverjum maður lendi á hvernig þjónustu maður fær, en yfirleitt klárt fólk þó í þjónustuverinu. Eru farnir að bjóða upp á fína routera sem eru að höndla þúsundir af connections á ljósi fínt.

Tal = Fínir dílar, fínn hraði og gagnamagn fyrir peninginn síðast þegar ég vissi. Hræðileg hræðileg þjónusta, annarhver maður í þjónustuverinu veit varla hvað port er, og yfirleitt myndi það sleppa - ef fyrirtækið væri ekki með lokað á routera viðskiptavinarmegin. Mikið sem vantar upp á þjónustu, t.d. voru lengi vel (og eru jafnvel enn) ekki með 3G samband - sem árið 2010 er fáránlegt. Bjóða upp á arfalélega routera síðast þegar ég vissi og eru með leiðinlegt viðmót gagnvart þeim sem vilja reyna nota sína eigin. Jújú, partur af þeirra fyrirtækjapólisíu, en kemur niður á þeim sem flokkast sem advanced userar.

Er eins og er hjá símanum og er mjög ánægður. Ég borga meira en ég gæti verið að borga annarsstaðar - en þegar þetta er farið að snúast um 1þ kr. aukalega fyrir bestu þjónustuna og mesta úrvalið þarf ég ekki að hugsa mig lengi um.


Hvaða routera eru þeir farnir að bjóða upp á ? Ég fékk þetta bewan rusl. ekkert nema vesen. er alvarlega farinn að hallast að því að segja upp tengingunni hjá þeim ef þeir geti ekki skaffað mér betri græjju.


i9 10900k - asus maximus formula - RTX 2080ti strix sli - TridentZ 16gb ddr4 4000 - Samsung 970 pro - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w- Full custom loop 14 x 120

Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1263
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 12
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf ponzer » Fim 12. Ágú 2010 09:39

Mjög basic, Síminn og Hringiðjan nota sömu dslama, voda og tal nota sömu líka. annars held ég að routingið hjá Símanum sé best upp á hraða og ms/ping að gera. Svo með routerana að gera þá held ég að þetta séu ákveðin trúabrögð hjá fólki en ég hef verið að nota zyxel undanfarin ár og virkar flott.

En fólk gleymir bara mjög oft að þegar það er að tala um "lélegt net" að lengd frá símstöð, innanhúslagnir, smásíur, splitterar og símasnúrur spila mikið inn í þetta hjá fólki svo eru oft mismunandi dslamar í stöðvunum í hverfunum.
Ég hef allavega tengt minn router beint inn á húsinntakið til að losa mig við innanhús deyfingu.

just my 2 cents.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

natti
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 14
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Not another "Besta Internet + Router"

Pósturaf natti » Fim 12. Ágú 2010 12:25

depill skrifaði:Annars mæli ég alltaf með Cisco, þá í þessu tilfelli annað hvort Cisco 871 eða 881 en þeir eru dýrir. Spurning jafnvel með Linksys WRT160N ég er með þannig router sem ég nota sem access point og er mjög ánægður með hann.....


Verðmiðinn á 881 er í kringum 100þ nýr, án vsk. (Listaverð er $799)
881 styður upp að 25Mbps (miðað við 64byte pakka)

Ef ég þyrfti að kaupa mér router sjálfur, þá stórefast ég um að ég myndi eyða peningunum í Cisco, nice to have en overkill fyrir heimanotkun.


Mkay.