Fjarlægð frá símstöð


Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Skari » Mán 14. Sep 2009 12:42

Sælir

Sjálfur bý ég í Kópavogi og er 3km frá næstu símstöð og skildist mér á tæknimanni hjá Símanum að 2.5km+ væri hræðilegt. Þar af leiðandi sit ég enn uppi með mína 2Mbit tengingu einfaldlega þar sem línan þolir víst ekki mikið meira.

Svo minntust þeir á að það væri ekkert á döfinni hjá þeim að uppfæra þetta eitthvað svo mig langar að spurja ykkur hér að þessu hvert nákvæmlega ég að leita yfir þessu, senti mílunni bréf en ekkert fengið svar til baka og mig langar að vita hvað þarf að gera til að koma þessu í verk. þarf að koma t.d. kvörtun frá öllum í nágrenninu til að þeir loks sjái að sér að uppfæra þetta?

Sjálfum finnst mér þetta ótrúlega léleg þjónusta að ég geti ekki verið með mikið meira en 2Mbita tengingu í Kópavogi sem er nú ekki "lítið sveitaþorp".



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Glazier » Mán 14. Sep 2009 12:53

ég bý í mosó (engin símastöð hérna í mosó)
og ég er með 8 mb tengingu sem virkar fínt


Tölvan mín er ekki lengur töff.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf AntiTrust » Mán 14. Sep 2009 13:16

Glazier skrifaði:ég bý í mosó (engin símastöð hérna í mosó)
og ég er með 8 mb tengingu sem virkar fínt


Sync á ADSL línu fer að minnka/hrörna eftir 4 km á venjulegri línu, svo annaðhvort er símstöð e-rstaðar á milli eða extra þykkar línur út í mosó.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1548
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf depill » Mán 14. Sep 2009 13:35

Skari skrifaði:Sælir

Sjálfur bý ég í Kópavogi og er 3km frá næstu símstöð og skildist mér á tæknimanni hjá Símanum að 2.5km+ væri hræðilegt. Þar af leiðandi sit ég enn uppi með mína 2Mbit tengingu einfaldlega þar sem línan þolir víst ekki mikið meira. .


Skomm, ertu kannski í Engjahjalla ( eða einhversstaðar í hverfi nálægt engjahjalla / skemmuveg ) þetta hverfi er nottulega alveg ömurlegt með fjarlægð við símstöð að gera. T.d. smiðjuvegurinn er 50/50 skiptur tengdur í Kópavogssímstöð ( sem er í gamla pósthúsinu uppá Digranesveg, og svo er þetta ekki bara beinar línur, þannig ekki hægt að hugsa um lofthæð ). Hins vegar ef línan þín er 3 km ætti 6 Mbit/s að vera alveg semi möguleiki. En ég segi það án þess að vita hvernig aðstæður eru innanhús ( athugaðu að innanhúslagnir eru ábyrgð húseiganda og ef þú ferð í endurnýjun á húslögnum er það 100% á þinn kostnað og símafélagið mun ekki taka þátt í því ).

Míla ætlaði að fara í það að skipta úr breiðbandinu fyrir ljós ( sem sagt þeir sem eru með Breiðbandið núna myndu í staðinn fá ljós ) og mér skyldist að það átti að reyna setja upp litlar úti VDSL2 símstöðvar nær hverfum til þess að bæta netsamband. Hins vegar þetta í lok 2007 sem þetta var rætt ( og það var rætt um að tengja ásana í árbænum við norðlingaholtið í ársbyrjun 2006 og ekkert gerst þar heldur ), þannig ég myndi ekkert get your hopes up.

Míla er kannski til að villumæla línuna þína, en væntanlega munu þeir jafnvel vilja koma inn til þín til að mæla línuna, ef hún mælist healthy þarftu að greiða tæknimannsgjald sem er rúmlega 12000 kr á tímann, svo þetta er soldið up to you. Kannski er þér haldið á 3 Mbit/s til þess að þú getir fengið stöðugri tengingu á kostnað smá hraða, svo geturðu alltaf prófað aðra ISPa, en ekki búast við meira en HÁMARK 6 Mbit/s

Mynd

Hér er ágætis mynd, hér á Íslandi er Vodafone að keyra aðallega ADSL2+ og Síminn er að keyra langmest ADSL2+ en nokkrir gamlir þrjóskuhausar :P sem vilja ekki breyta neinu og eru enn með ADSLoISDNoPOTS ( og með ADSL 1000 módem ) gætu enn verið á ADSL1 línuspjöldum.

Glazier skrifaði:ég bý í mosó (engin símastöð hérna í mosó)
og ég er með 8 mb tengingu sem virkar fínt


Símstöðin í Mosfellsbæ er í gamla pósthúsinu ( brúna húsið fyrir ofan Hlégarð ) og er eina símstöðin í Mosfellsbæ ( nema að það hafi verið byggð þá mjög nýlega ).

Í öllu þéttbýli hérna á landi eru símstöðvar í kringum 5 km radíus frá heimili fólks, getur verið töluvert lengra fyrir þá sem búa í dreifbýli... ( oftast í gömlu pósthúsunum, nema þetta sé nýtt hverfi, en Póstur og Sími höfðu þær oftast inní pósthúsunum sjálfum )




Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Skari » Mán 14. Sep 2009 13:43

Depill jú það passar, ég er í þessu hverfi og er ótrúlega fúll með þetta.. var svo spenntur við að fá 16Mbita tengingu, þeir lækkuðu svo tenginguna í 8Mbit og hún virkaði í 2 tíma og svo náði routerinn aldrei að synca svo ég var netlaus alla helgi út af því.
Helvíti súrt þar sem ég var að dla á 800 kb í þessa 2 tíma og núna kominn aftur í gamla 220 kb :(




JReykdal
FanBoy
Póstar: 702
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 163
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf JReykdal » Mán 14. Sep 2009 15:01

Glazier skrifaði:ég bý í mosó (engin símastöð hérna í mosó)
og ég er með 8 mb tengingu sem virkar fínt


Það er nú víst símstöð í mosó. Í kjallaranum á gamla pósthúsinu.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Glókolla
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 02. Nóv 2008 18:07
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Glókolla » Þri 15. Sep 2009 19:53

og mér skyldist að það átti að reyna setja upp litlar úti VDSL2 símstöðvar nær hverfum til þess að bæta netsamband. Hins vegar þetta í lok 2007 sem þetta var rætt

Það eru reyndar komnir nokkrir VDSLskápar i notkun í Kópavogi (Hvannhólmi) og á amk tveim stöðum í Fossvogi.
Það er óskandi að þeim fjölgi í takt við þörfina fljótlega þó maður eigi ekki von á því í þessu árferði.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2814
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 203
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf CendenZ » Þri 15. Sep 2009 20:04

Ég fór til vodafone eftir 10 ár hjá símnet ... því simnet fokkaði öllu hjá mér.
Mæli með að þið gerið það sama, fáið ykkur bara ljós ef það er til staðar.




subgolf
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 02. Maí 2009 10:40
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf subgolf » Þri 15. Sep 2009 21:28

Sælir.

Til að byrja með að þá eru 2 símstöðvar í mosó hin er við hliðina á worldclass.
Þú ættir að geta náð meira en 2Mb á 3 kílómetrum, það sem að mér dettur í hug eru innanhússlínur hjá þér.
Flatar símasnúrur eru viðbjóður, skipta þeim öllum út fyrir twisted-pair, cat6 er það besta í dag (hef ekki prufað cat7... ennþá :) ), getur tekið bara eitt par úr og notað það.
Hringdu í þjónustuverið og biddu þá um að setja á þig tv stillingar og þú ættir að synca á mun meiri hraða bara strax við það.
Vilja það líklegast ekki gera það strax en bara að biðja þá um að prufa það og þeir sjá að það virkar,
færð meiri hraða en aðeins hærra ping við það.

Svo skiptir miklu máli hvaða router þú ert með, 585v6 með Software v6.2.29.2 er það "nýjsta" í dag sem að flestir eru með,
og er að virka fínt.
En það eru komin ný software fyrir 585v6, r7.2.0, r7.4.1, r7.4.3, r8.2.1, r8.2.2 http://download.modem-help.co.uk/mfcs-A ... /Firmware/
sem að væri ekkert til að minnast á nema að v8.2.2 syncar á max 30Mb og syncar betur á lengri línum en fyrri software og það Mun betur í sumum tilfellum.
Það er auðvitað enginn wizard í þessu fyrir símann og gæti verið að menn þurfi að edita user.ini beint en fyrir þá sem að vita hvað þeir eru að gera að þá er þetta vel þess virði að prufa.
Og ef að þið eruð með tv líka að þá þurfa menn að vita vel hvað þeir eru að gera besta leiðin er auðvitað að taka afrit af user.ini af routernum áður en að menn fara að leika sér í þessu, gæti meira að segja verið að það virki að ulla þessu í webinterface'inu.

Happy fiktíng ;)




Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Skari » Þri 15. Sep 2009 22:10

þeir minntust já að max sem ég gæti fengið væri 4-5 Mbit svo ég ætla að tala við þá bráðlega um að hækka í það allavega..

Svo varstu að tala um innanhúskapla, routerinn er á svo óþægilegum stað að ég er með 20m langa símasnúru frá tengli í router.. Er samt að vinna í því að færa routerinn og setja cat5 í staðinn en það er léttara sagt en gert varðandi staðsetninguna.




subgolf
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 02. Maí 2009 10:40
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf subgolf » Þri 15. Sep 2009 23:49

Skari skrifaði:þeir minntust já að max sem ég gæti fengið væri 4-5 Mbit svo ég ætla að tala við þá bráðlega um að hækka í það allavega..

Svo varstu að tala um innanhúskapla, routerinn er á svo óþægilegum stað að ég er með 20m langa símasnúru frá tengli í router.. Er samt að vinna í því að færa routerinn og setja cat5 í staðinn en það er léttara sagt en gert varðandi staðsetninguna.


Þarna er útskýringin.
Skipta henni út fyrir snúinn kapal algert möst, ættir að sjá þvílíkan mun.
Miðað við þetta að þá ættirru að geta fengið nær 10Mb.
hef verið á svipað langri línu með 16-19meg, þannig að það er allt hægt með þrjóskunni :D
Auðveldasta leiðin sem að ég hef fundið er að taka eitt par úr cat kappli og nota það auðveldast að fela og koma fyrir.
Allaveganna að prófa að færa routerinn alveg að og tengja vél við til að sjá að þetta er að drepa hjá þér tenginguna en ættir ekki að þurfa að færa routerinn ef að þú leggur eitt par úr cat kapli í staðinn fyrir þessa símasnúru að þá ættirru að vera góður.

Gangi þér vel :D




Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Skari » Mið 16. Sep 2009 00:40

subgolf skrifaði:
Skari skrifaði:þeir minntust já að max sem ég gæti fengið væri 4-5 Mbit svo ég ætla að tala við þá bráðlega um að hækka í það allavega..

Svo varstu að tala um innanhúskapla, routerinn er á svo óþægilegum stað að ég er með 20m langa símasnúru frá tengli í router.. Er samt að vinna í því að færa routerinn og setja cat5 í staðinn en það er léttara sagt en gert varðandi staðsetninguna.


Þarna er útskýringin.
Skipta henni út fyrir snúinn kapal algert möst, ættir að sjá þvílíkan mun.
Miðað við þetta að þá ættirru að geta fengið nær 10Mb.
hef verið á svipað langri línu með 16-19meg, þannig að það er allt hægt með þrjóskunni :D
Auðveldasta leiðin sem að ég hef fundið er að taka eitt par úr cat kappli og nota það auðveldast að fela og koma fyrir.
Allaveganna að prófa að færa routerinn alveg að og tengja vél við til að sjá að þetta er að drepa hjá þér tenginguna en ættir ekki að þurfa að færa routerinn ef að þú leggur eitt par úr cat kapli í staðinn fyrir þessa símasnúru að þá ættirru að vera góður.

Gangi þér vel :D



Er með þar að segja símasnúru tengda frá tengil í tengil og svo komur önnur ~2m snúra frá tengli í router.. væri þá nóg fyrir semsagt að setja bara 1 par af cat streng og það yrði þá engin deyfing á línunni hjá mér ? Tapast ekkert rýmd eða eitthvað álíka við að nota 1 par í staðinn fyrir að hafa allan kapalinn.




subgolf
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 02. Maí 2009 10:40
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf subgolf » Mið 16. Sep 2009 18:53

Þar sem að þetta er símalíma að þá er þetta bara 1 par hvort eð er en já það er líklegast betra að hafa hina vírana líka í, það er að segja að nota bara cat kapalinn en þá þarftu líklegast að jarðtengja alla hina í annan endann og held að það breyti litlu sem engu.
Aðalatriðið er bara að hafa snúinn kapal í þessu öllu sérð alltaf mun, skil ekki afhverju framleiðendur eru að láta þessa flötu kapla fylgja með.




Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Arena77 » Mið 21. Okt 2009 13:12

ÞAð er hægt að láta mæla sambandið inn í tölvuna þína, ég var að spá í auknum hraða og hringdi í símann og þeir sáu strax hvað línan mín ber mikið, Einnig má ekki vera meira en 3km frá símstöð þá ertu vonlaus í hraðanum, ég var með 8mb tengingu og fór í 12Mb og er netið að skila því 100% samkvæmt hraðprófi, einnig skaltu passa að línan frá módeminu sé í góðum gæðum í innstunguna, ég var í vandræðum fyrir nokrum árum með hraðann og fékk hingað mann frá símanum, sem sá strax að það eina sem var að var snúran frá módemi í innstunguna, ekki nota gamlar símasnúrur , heldur best er að kaupa viðurkenndar snúrur sem er sérhannaðar fyrir gagnafluttning :D




Tyler
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Tyler » Mið 21. Okt 2009 14:08

Eru til símasnúrur sem eru sérhannar fyrir gagnaflutning?

Mun maður finna mikinn mun á að hafa svoleiðis? Er með 10m símasnúru úr vegg í router hjá mér.


Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf emmi » Mið 21. Okt 2009 14:21

Þetta er allt sama tóbakið. ;)




Glókolla
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 02. Nóv 2008 18:07
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Glókolla » Fös 23. Okt 2009 19:37

Tyler skrifaði:Eru til símasnúrur sem eru sérhannar fyrir gagnaflutning?

Mun maður finna mikinn mun á að hafa svoleiðis? Er með 10m símasnúru úr vegg í router hjá mér.


10 m er alltof langt, svona langur kapall getur tekið í sig truflanir sem geta orsakað truflanir á sambandinu.(hægagang,truflanir á synci)
Ef þú ert með ósnúinn kapal(flata símasnúru) er ekki æskilegt að hún sé lengri en 2 m. Ef þú þarft að vera með svona langa snúru myndi ég mæla með snúnum skermuðum kapli milli routers og innstungu.
Þær snúrur taka mun minni truflanir á sig og gefa stöðugra samband.




Aglii
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 22. Des 2008 07:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Fjarlægð frá símstöð

Pósturaf Aglii » Fös 23. Okt 2009 20:16

Ég er 200m frá símstöð :8)
16mb ADSLið mælist á svona 25-30mb :8)