Asus AImesh

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.

Höfundur
greatness954
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 09. Apr 2019 15:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Asus AImesh

Pósturaf greatness954 » Þri 09. Apr 2019 15:20

Sælir vaktarar.

Er einhver með reynslu hér að setja upp Aimesh með Asus routerum, hvort sem er neikvæða eða jákvæða?

Ég er með 100 mb ljósleiðara tengi og Asus AC rt68u 1900 router sem ég er búinn að eiga í um það bil þrjú ár. Hann hefur staðið sig mjög vel og nær að þekja flest þau svæði sem ég þarf öflugu wifi alveg frá 90 niður og upp í svona 30-40 á fjarlægari stöðum innanhús. Hinsvegar eru tveir dauðir punktar sem ég get ekki náð með núverandi staðsetningu.

Ég ætlaði að uppfæra í Uiquity Unify kerfi með tveimur aðgangspunktum til að byrja með en rakst þá á aimesh þegar ég uppfærði firmware á gamla routernum mínum og fór að lesa mér til um þetta. Ég hef aldrei verið mikill network kall en er búinn að lesa mér töluvert til um þetta undanfarið. Ég hef alltaf verið sáttur við Asus routerinn og viðmótið þar sem ég þekki og væri gaman að halda sig við merkið t.d. með því að kaupa mér nýjan Asus ACrt86u og setja gamla sem mesh node en ef það gengur illa jafnvel sem AP, það yrði alltaf wired backhaul ef mér tekst að þræða snúru með gömlum lögnum.

Endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið reynslu af aimesh eða viljið koma einhverju öðru að framfæri í tengslum við þetta.

B.kv.
Daníel.