Besta ip transit á Gagnaveitunni

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.

Höfundur
brynjarsj
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 10. Apr 2018 15:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Besta ip transit á Gagnaveitunni

Pósturaf brynjarsj » Þri 10. Apr 2018 15:40

Núna er Gagnaveitan að koma til Reykjanesbæjar loksins og ég var að velta fyrir mér hvaða internet þjónustu aðili væri með bestu tengingarnar út í heim fyrir leikjaspilun. Ég er núna hjá Símanum, en hann er ekki hjá Gagnaveitunni.

Eru ekki einhverjir hér sem eru búnir að flakka milli þjóunstuaðila hjá Gagnaveitunni og hafa reynslusögur? :)Skjámynd

ZiRiuS
/dev/null
Póstar: 1452
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 194
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni

Pósturaf ZiRiuS » Þri 10. Apr 2018 18:45

Miða við mína reynslu er Vodafone með besta routing út fyrir leikjaspilun. Oft 10-20 lægri í ping en félagar mínir hjá öðrum fyrirtækjum.


Turn: Fractal Design Define R5 ATX Móðurborð: Asus X99-A LGA 2011-v3 Intel CPU: Intel Core i7-5930K Haswell-E 6-Core 3.5 GHz GPU: ASUS ROG STRIX GeForce GTX 1080 RAM: Kingston HyperX Fury 32GB (4x8G) DDR4 2400 PSU: Raidmax Thunder V2 Series 735W SSD: Samsung 950 Pro M.2 256GB Monitor: 24" ASUS VG248QE 1MS 144HZ Gaming OS: Windows 10 Pro


pepsico
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 58
Staða: Tengdur

Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni

Pósturaf pepsico » Mið 11. Apr 2018 12:59

Ef þú spilar á evrópskum leikjaþjónum er Vodafone besta valið.
Höfundur
brynjarsj
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 10. Apr 2018 15:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni

Pósturaf brynjarsj » Fim 12. Apr 2018 08:53

Já ég bjóst við að Vodafone væri málið á Gagnaveitunni. Verst að það er enginn strengur til US beint. Næsti strengur er ÍSL > ÍRL, svo kannski sá á eftir honum verði ISL > US.
atlithor
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Sun 16. Nóv 2014 23:42
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni

Pósturaf atlithor » Þri 17. Apr 2018 12:20

ZiRiuS skrifaði:Miða við mína reynslu er Vodafone með besta routing út fyrir leikjaspilun. Oft 10-20 lægri í ping en félagar mínir hjá öðrum fyrirtækjum.


Hvað er ping-ið þá hjá þér ... nú eða hinum vinum þínum ef að þið eruð allir með ljósleiðara. Ég bý núna á suðurnesjunum en bjó fyrir 5 árum í grafarholti og var með ljósleiðara og Cisco router þar. Þá var pingið mitt 4-5 ms .... svo ég bara spyr?
pepsico
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 58
Staða: Tengdur

Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni

Pósturaf pepsico » Þri 17. Apr 2018 13:08

Hann á við "til útlanda" þegar hann segir "út".
Það er sökum þess að Vodafone verslar umferð í gegnum DANICE sæstrenginn, sem mörg netfyrirtæki gera ekki, og fer umferðin á suma staði því talsvert styttri leið. Sem dæmi er Ísland-Danmörk-Stokkhólmur um helmingi styttri leið en Ísland-Bretland-Meginland Evrópu-Stokkhólmur.

Það er ekkert netfyrirtæki með umtalanlega betra ping hérna innanlands en hin.