Síða 1 af 2

Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 29. Jún 2019 12:58
af Hjaltiatla
Sælir/Sælar

Vildi athuga hverjar væru Uppáhalds Linux Command line skipanir sem þið notið (eða hvort þið notið ákveðin TRIX til að leysa ákveðin verkefni í gegnum CLI).

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 29. Jún 2019 15:13
af gnarr

Kóði: Velja allt

:(){ :|:& };:

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 29. Jún 2019 15:43
af Hjaltiatla
Fork Bombur eru alltaf hressandi.

Það sem ég man helst eftir í augnablikinu er:

Kóði: Velja allt

cd -

Fer í möppuna sem þú varst í seinast

Kóði: Velja allt

$ find / | grep <file name>

Leitar í / möppunni að skrá sem þú villt leita að

Kóði: Velja allt

sudo !!

Keyrir seinustu skipun sem þú slóst inn sem sudo user

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 29. Jún 2019 16:04
af Viktor
Draga möppu eða file úr Finder yfir í Terminal til að fá full path er gamechanger... er reyndar á Mac, ekki Linux, sem er Unix samt sem áður :)

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 29. Jún 2019 16:10
af Hjaltiatla
Sallarólegur skrifaði:Draga möppu eða file úr Finder yfir í Terminal til að fá full path er gamechanger... er reyndar á Mac, ekki Linux, sem er Unix samt sem áður :)


Haha - Hvurskonar landráð eru þetta

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 29. Jún 2019 23:18
af kornelius
Ctrl+R

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Sun 30. Jún 2019 13:04
af Hjaltiatla
Var að rekast á þessa "Unix Command Line Reference" síðu
Mjög flott samantekt.
http://cb.vu/unixtoolbox.xhtml

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Sun 30. Jún 2019 13:52
af daremo

Kóði: Velja allt

fortune | cowsay | lolcat



Eitt sem hefur bjargað mér mjög oft þegar ég edita skrár með vim, en gleymi að opna þær með sudo og get þar af leiðandi ekki seivað.

Kóði: Velja allt

:w !sudo tee %

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Mán 01. Júl 2019 13:09
af dori
Það var búið að koma fram áður að `!!` er "síðasta skipun" en ég nota mjög oft líka `!$` sem er "síðasti paramer úr síðustu skipun". T.d.

Kóði: Velja allt

$ vim einhver/skrá.txt
$ git add !$
git add einhver/skrá.txt <-- poppar upp expanded útgáfa, hvað er að fara að keyra


Svo eru allar þessar command line skipanir bara verkfæri, maður notar það sem er viðeigandi í hvert skipti. En tól sem kemur sér oft rosa vel er jq og svo er auðvitað ómetanlegt að læra eitthvað á grep, awk og sed (síðustu tvö er eitthvað sem ég þarf samt alltaf að prófa mig áfram með).

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Mán 01. Júl 2019 13:37
af NonniPj
Nota grimmt history fyrir allar þær skipanir sem ég man að ég var nýlega búinn að nota og svo er það grep.

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Mán 01. Júl 2019 16:10
af Hjaltiatla
Ágætis punktar komnir í þráðinn :)

Var að muna núna :
Upp og niður örin til að fletta á milli skipana sem maður hefur slegið inn.
Tab til að autocomplete-a
tail skipunin til að leita í loggum

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Mán 01. Júl 2019 18:28
af ElGorilla
"tail -f fæll.log" - prentar nýjustu línuna í skjalinu á skjáinn jafnóðum

"subl -a $(pwd)" opnar núverandi möppu með Sublime

tmux forritið er eiginlega möst

oh-my-zsh er frábært líka https://github.com/robbyrussell/oh-my-zsh

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Mán 01. Júl 2019 19:03
af Hjaltiatla
í stað þess að eltast við langar man pages þá er mjög þæginlegt að keyra "curl cheat.sh/CommandName"

t.d "curl cheat.sh/ls" listar upp eftirfarandi upplýsingar

Mynd

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Þri 02. Júl 2019 19:08
af Hjaltiatla
NonniPj skrifaði:Nota grimmt history fyrir allar þær skipanir sem ég man að ég var nýlega búinn að nota og svo er það grep.


Kóði: Velja allt

$ !Númer_Á_Skipun_Úr_History


Framkvæmir skipunina sem er merkt fyrir aftan "!":

Dæmi: $ !56

Framkvæmir skipun númer 56 úr history listanum

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Fös 02. Ágú 2019 19:35
af Hjaltiatla

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Fös 02. Ágú 2019 22:26
af JReykdal


Þurfti að fiffa server úr símanum um borð í rútu í Skotlandi í fyrra. Gekk furðu vel :)

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Fim 15. Ágú 2019 20:39
af Hjaltiatla
Lyklaborðið var að lenda :)

Mynd

Mynd

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Fös 16. Ágú 2019 08:44
af Hauxon
Ég þekki mann sem prófaði þessa skipun á einum servernum okkar...

Kóði: Velja allt

sudo rm -rf /


Veit samt ekki hvort uppáhalds er rétta lýsingin. :P

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Fös 16. Ágú 2019 11:37
af kubbur
Alt+f takkarnir til að skipta á milli instances (virkar bara ef þú ert ekki að keyra GUI)
Htop til að sjá hvað er í gangi
Screen til að keyra skipanir sem þú vilt ekki loka en samt losna við
Svona það helsta sem mér dettur í hug

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Fös 16. Ágú 2019 14:10
af dorg
Sennilega er cat awk cut og grep það sem ég gríp oftast í.

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Fös 16. Ágú 2019 16:42
af Hjaltiatla
Hauxon skrifaði:Ég þekki mann sem prófaði þessa skipun á einum servernum okkar...

Kóði: Velja allt

sudo rm -rf /


Veit samt ekki hvort uppáhalds er rétta lýsingin. :P


Haha þetta er svo glatað að þetta er fyndið :megasmile

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 14. Sep 2019 00:10
af Hjaltiatla
Var að leita mér að ssh-manager. Datt inná frekar þægilega lausn til að tengjast vélum á einfaldan máta (þegar ég var búinn að græja SSH lykil á Digital Ocean og á vélinni minni). Virkar sem einskonar "Bookmarks" fyrir vélanar sem ég ætla að tengjast. Er oftar en ekki að tengjast vélum á ip tölur og er ekki alltaf að nenna að slá inn username@ip-tala. Þá var þetta ágætis lending

Þurfti bara að bæta upplýsingum í eftirfarandi config skrá
~/.ssh/config

Host swarm01
HostName ip-tala
User username
IdentityFile ~/.ssh/ssh_id_rsa

Host swarm02
HostName ip-tala
User username
IdentityFile ~/.ssh/ssh_id_rsa

Host swarm03
HostName ip-tala
User username
IdentityFile ~/.ssh/ssh_id_rsa

aðeins vinalegra að tengjast svona
Mynd

æ nó ég er loggaður inn sem root , þetta er test umhverfi.

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 14. Sep 2019 03:11
af Baldurmar
Ég set þetta yfirleitt á keyboard shortcut á vélar sem ég nota sem vinnu vélar :

Kóði: Velja allt

bus-send --print-reply --dest=org.mpris.MediaPlayer2.spotify /org/mpris/MediaPlayer2 org.mpris.MediaPlayer2.Playbus-send --print-reply --dest=org.mpris.MediaPlayer2.spotify /org/mpris/MediaPlayer2 org.mpris.MediaPlayer2.Player..[b]PlayPause[/b]

PlayPause/Next/Previous fyrir spotify er mjög næs á non-media keyboards

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 14. Sep 2019 13:15
af Hjaltiatla
Baldurmar skrifaði:Ég set þetta yfirleitt á keyboard shortcut á vélar sem ég nota sem vinnu vélar :

Kóði: Velja allt

bus-send --print-reply --dest=org.mpris.MediaPlayer2.spotify /org/mpris/MediaPlayer2 org.mpris.MediaPlayer2.Playbus-send --print-reply --dest=org.mpris.MediaPlayer2.spotify /org/mpris/MediaPlayer2 org.mpris.MediaPlayer2.Player..[b]PlayPause[/b]

PlayPause/Next/Previous fyrir spotify er mjög næs á non-media keyboards


Sniðugt , reikna með að þú notir þá alsamixer til að stýra hljóðinu :)

Re: Uppáhalds Linux Command line skipanir - Tips and tricks

Sent: Lau 14. Sep 2019 15:20
af ElGorilla
.bash_aliases skráin er möst

þennan alias nota ég mjög mikið t.d.

Kóði: Velja allt

alias hgrep="history | grep"


Af því að skelin les alias skránna við startup þá þarf að loka skelinni og opna nýja eða keyra alias skjalið inn með source ef breytingar eru gerðar á skjalinu.

Kóði: Velja allt

alias laliases="source ~/.bash_aliases"


Til að virkja virtual env fyrir Python.

Kóði: Velja allt

vactivate=". venv/bin/activate"