MAC OS X image fyrir sýndarvélaumhverfi

Allt sem tengist öðrum stýrikerfum en Windows
Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2272
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 291
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

MAC OS X image fyrir sýndarvélaumhverfi

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 16. Júl 2016 17:16

Howdi

Er að pæla hvort þið vitið hvort það er hægt að kaupa MAC OSX image (eða sækja image fyrir lærdóm). Er í dag að fara í gegnum Freenas certification training og þar sem ég er ekki mikill makka maður sjálfur ákvað ég að spurja.

Er kominn með Windows server/client sýndavélaumhverfi og Freenas Fileserver sýndavél og VHD (Búinn að ná AD tengingu við Freenas) en þarf að geta fiktað með MAC OSX stýrikerfið (ISCSI og time machine æfingar og þess háttar).

Vill helst ekki fá eitthvað image af sænsku búðinni (sem gæti verið sýkt af vírus).


Just do IT
  √


asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 62
Staða: Ótengdur

Re: MAC OS X image fyrir sýndarvélaumhverfi

Pósturaf asgeirbjarnason » Lau 16. Júl 2016 21:19

Býst við að það þýði að þú sért ekki með makka vél sem þú getur gert þetta á? Það er auðvelt að ná í imageið ef þú ert með makkavél; nærð í El Capitan (nýjasta Mac OS X útgáfan) af App Store-inu, finnur forritið í Applications möppunni, hægri smellir á það og velur „Show Package Contents.“ Image skjalið er einhverstaðar í þeirri möppu, man ekki alveg hvar. Ef þú ert ekki með aðgang að makka vél er það aðeins erfiðara. Apple býður held ég alveg örugglega ekki lengur upp á að ná í imageið beint, heldur bara gegnum App Store. Ég get sett .dmg skjalið á heimasíðuþjóninn minn ef þú ert ekki makkavél.

Image-skjöl fyrir makka eru reyndar oftast á .dmg formi, ekki .iso formi. Leyfi þér að finna út hvernig maður breytir á milli.



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2272
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 291
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: MAC OS X image fyrir sýndarvélaumhverfi

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 16. Júl 2016 21:29

Það væri vel séð ef þú gætir deilt þessu Image-i með mér. Er því miður ekki með aðgang að Macca til að redda mér eins og staðan er núna.

Ég ætti að geta Converta þessu skjali með einhverju móti . Google frændi hlýtur að geta bjargað manni :)


Just do IT
  √


asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 62
Staða: Ótengdur

Re: MAC OS X image fyrir sýndarvélaumhverfi

Pósturaf asgeirbjarnason » Lau 16. Júl 2016 21:47

Sendi þér pm eftir smá þegar ég er búinn að uploada .dmg skjalinu á public stað.



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2272
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 291
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: MAC OS X image fyrir sýndarvélaumhverfi

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 16. Júl 2016 21:49

Snilld, takk kærlega fyrir.


Just do IT
  √