Elementary OS


Höfundur
davidsb
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Elementary OS

Pósturaf davidsb » Fös 28. Ágú 2015 21:02

Sælir

Langaði að forvitnast með þetta distro, eru einhverjir hérna að keyra þetta og nota dags daglega?
Er búinn að keyra Ubuntu seinastu 18 mán og er farið að klæja í fingurnar eftir nýju OS til að prófa.
Síðan hjá þeim, Elementary.io, gefur ekki miklar upplýsingar sem mér finnst ansi furðulegt.

kv
Davíð



Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Elementary OS

Pósturaf kusi » Fim 17. Sep 2015 10:15

Ég hef prófað að keyra elementary OS Luna, þ.e. síðustu útgáfu, af USB lykli og líkaði það vel. Nýja útgáfan, Freyja, lofar afar góðu og ég hef sjálfur íhugað að skipta.

Ef ég man rétt þá er elementary OS í grunninn byggt á LTS útgáfum af Ubuntu og er þar af leiðandi ekki alltaf með nýjustu útgáfurnar af öllum hlutum kerfisins, en þá reyndar stöðugra á móti. Pantheon, sem er gluggakerfið sem er einkennandi fyrir elementary OS, er byggt á Gnome 3 ef ég man rétt.

Í raun ef þú hefur verið að nota Ubuntu þá ætti munurinn ekki að vera það mikill fyrir þig hvað kerfið varðar og þú ættir að geta gert sömu hluti og eins og þú hefur gert þá hingað til. Ef þú kannt á Ubuntu þá ættu skiptin að vera þægileg fyrir þig. Munurinn væri fyrst og fremst Pantheon "útlit" vs. Unity "útlit". Það eru önnur sjálfgefin forrit í elementary OS en því má auðvitað öllu breyta.

Eftir að hafa keyrt Ubuntu í 7-8 ár er ég orðinn ansi þreyttur á því, vandamálum sem virðist fjölga með hverri útgáfu og þeim áherslum sem virðast vera í þróuninni á því. Ég bíð því færis (þ.e. tíma þegar ég get misst út vinnutölvuna) á að geta skipt yfir í Fedora eða jafnvel BSD. Elementary OS, verandi Ubuntu í grunninn, er því því miður útaf borðinu fyrir mig.