Síða 1 af 1

Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??

Sent: Sun 30. Nóv 2014 22:29
af Framed
Ég er með gamla Packard Bell fartölvu sem er greinilega ekki í lagi lengur. Ég gafst upp á Windows vegna þess hversu oft það var farið að crasha og ákvað að prufa Linux.

Ég hef núna prufað þrjú mismunandi distro uppsett á tölvunni ásamt einhverjum þar að auki í LiveUSB.

Af þessum þremur sem ég hef sett upp hökta tvö þeirra, þ.e. Fedora 19 og Elementary OS 0.2 hökta á undarlegan hátt. Sem sagt með óreglulegu en tiltölulega stuttu millibili þá er eins og tölvan frjósi en um leið og það kemur einhvers konar input, hvort sem það er mús eða lyklaborð, þá hrekkur hún í gang aftur. Af þeim var Fedora svo gott sem ónothæft vegna þess hversu ört þetta gerðist þar. EOS var hins vegar þolanlega nothæft þar til í vikunni að ég uppfærði en þá versnaði þetta til muna. Þar sem þetta voru 37 uppfærslur sem komu inn þá er frekar tímafrekt að snúa þeim til baka einni í einu til að reyna að finna hver þeirra gerði vandamálið verra.

Þriðja kerfið var Mint Cinnamon 16, Það crashar alveg í stað þess að hökta, svipað og Windows, en yfirleitt með lengra bili á milli. Það fer líka yfirleitt alltaf í gang í fyrstu restart tilraun eftir crash en ég þurfti oft að restarta windows 3-4 sinnum áður en hún hrökk í gang. Stóra vandamálið með Mint er að ég setti það þrisvar upp á vélinni og í öll skiptin virðist það hafa hrunið þannig að það varð unbootable á þrem til fimm vikum.

Ég geri mér grein fyrir að þetta er örugglega eitthvað hardware tengt. Verandi Linux nýliði þá var ég að velta fyrir mér hvort það séu einhver software trix sem ykkur dettur í hug til að reyna að finna út hvað veldur.

Re: Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??

Sent: Sun 30. Nóv 2014 23:56
af Bjosep
Þú vilt ekki fara í léttari útgáfu af Linux?

Lubuntu eða Xubuntu t.d. eða þá Linux mint 13 eða 17 með xfce eða þá Bodhi (bara eitthvað sem mér dettur í hug)

http://www.distrowatch.com

Hvernig er annars samsetningin á íhlutum? Það er ekki sjálfgefið að Linux elski ATI/AMD ...

Annars gætirðu rennt í gegnum þetta ...
http://forums.linuxmint.com/viewtopic.php?f=42&t=28830

Re: Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??

Sent: Mán 01. Des 2014 00:32
af Framed
Fyrirgefðu, ég hefði að sjálfsögðu átt að koma með speccana á tölvunni.

Packard Bell
Intel Core 2 Duo T9300 @ 2.5GHz
4GB RAM
Nvidia GeForce 8600m gt

En hafi ég ekki verið nógu skýr hérna áðan þá er augljóst að vandamálið er ekki að tölvan ráði ekki við stýrikerfin. Heldur er þetta meira eins og microfreezes. Um leið og ég hreyfi músina eða ýti á einhvern takka, hvort sem er á músinni eða lyklaborðinu, þá heldur tölvan áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta er mest áberandi þegar eitthvað á að vera á hreyfingu á skjánum, t.d. video eða gif myndir.

Re: Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??

Sent: Mán 01. Des 2014 00:49
af Bjosep
http://askubuntu.com/questions/109935/a ... stic-tools

Ætli þessi þráður hjálpi þér ekki meira.

Re: Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??

Sent: Mán 01. Des 2014 00:57
af gardar
Hvaða skjákorts driver ertu að nota?

Re: Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??

Sent: Mán 01. Des 2014 03:18
af Framed
gardar skrifaði:Hvaða skjákorts driver ertu að nota?


Ég er núna með Nvidia 340.58. Ég hins vegar ákvað að prufa aftur bæði eldri nvidia drivera sem og nouveau driverana. Sem ég reyndar hélt að ég hefði verið búinn að gera. Sama gerist alveg sama hvort ég er með nvidia 173.14.39, 340.58 eða nouveau driverana.

Það sem er sérstakt er að ef ég er ekki með neina drivera uppsetta þá virðist þetta ekki gerast. Prufa þá tilgátu betur á morgun. En þangað til þá endilega koma með fleiri hugmyndir.

Re: Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??

Sent: Mán 01. Des 2014 10:46
af beatmaster
Að öllum líkindum er skjákortið hjá þér ónýtt, það voru öll 8600m kubbasett gölluð en ekki gert recall, heldur hummuði nVidia þetta fram af sér og minnir mig að þeir hafi bara skipt út þeim sem að voru orðin skemmd, því að það tók einhvern tíma fyrir kubbinn að verða skemmdur (hann fer að ofhitna).

Sjá nánar: http://www.engadget.com/2008/07/10/all- ... ps-faulty/ og http://www.engadget.com/2008/07/31/figu ... its-a-lot/

Re: Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??

Sent: Mið 03. Des 2014 00:44
af Framed
beatmaster skrifaði:Að öllum líkindum er skjákortið hjá þér ónýtt, það voru öll 8600m kubbasett gölluð en ekki gert recall, heldur hummuði nVidia þetta fram af sér og minnir mig að þeir hafi bara skipt út þeim sem að voru orðin skemmd, því að það tók einhvern tíma fyrir kubbinn að verða skemmdur (hann fer að ofhitna).

Sjá nánar: http://www.engadget.com/2008/07/10/all- ... ps-faulty/ og http://www.engadget.com/2008/07/31/figu ... its-a-lot/


Mikið hefði verið gaman að rekast á þetta fyrir sex árum eftir að ég keypti vélina. Heldur seint að gera eitthvað í þessu núna. Útskýrir ýmsa hegðun frá því ég var að nota hana sem leikjavél.

En mér þykir þó ólíklegt að þetta sé megin ástæða vandræðanna hjá mér þar sem þetta hökt eða hikst eða hvað á að kalla það byrjar um leið og kveikt er á tölvunni, löngu áður en hún hefur haft tækifæri til að hitna. Og að, miðað við snöggan lestur og auka google leit, þá virðist vesenið tengt skjákortinu presenta sig á annan hátt. Svo kemur þetta hikst ekki fram í öllum distros.

Gleymdi að taka fram í fyrri póstum að ég hef stundum grunað WiFi kortið og síðustu tilraunir með GPU rekla ýta mér aftur í þá átt. Sem sagt í tilraunum dagsins þá tókst mér greinilega að búa til einhvern conflict þannig að LightDM neitaði að starta. Þess í stað henti boot mér beint í terminal. Þá varð ég var við villuskilaboð sem minnti mig aftur á WiFi kortið eða

Kóði: Velja allt

iwl4965 "einhver timestamp" aggregation not enabled for tid "einhver ein. tala" because load = "einhver ein. tala"


Og rétt í þessu í tty þá kom upp löng runa af villu:

Kóði: Velja allt

[18889.287225] iwl4965 0000:02:00.0: Start IWL Error Log Dump:
[18889.288725] iwl4965 0000:02:00.0: Status: 0x000213E4, count: 5
[18889.290281] iwl4965 0000:02:00.0: Desc                                       Time       data1      data2      line
[18889.292963] iwl4965 0000:02:00.0: NMI_INTERRUP_WDG                 (0X0004)  1843037286 0X00000002 0X03630000 208
[18889.295640] iwl4965 0000:02:00.0: pc      blink1  blink2  ilink1  ilink2  hcmi
[18889.298285] iwl4965 0000:02:00.0: 0x0046C 0x02F3E 0x004C2 0x006DE 0x02FCE 0x213001C
[18889.300943] iwl4965 0000:02:00.0: FH register values:
[18889.302303] iwl4965 0000:02:00.0:            FH_RSCSR_CHNLO_STTS_WPTR_REG: 0X134e6300
[18889.304955] iwl4965 0000:02:00.0:           FH_RSCSR_CHNLO_RBDCB_BASE_REG: 0X011110a0
[18889.307602] iwl4965 0000:02:00.0:                     FH_RSCSR_CHNLO_WPTR: 0X000000d8
[18889.310287] iwl4965 0000:02:00.0:           FH_MEM_RSCSR_CHNLO_CONFIG_REG: 0X80819000
[18889.312943] iwl4965 0000:02:00.0:             FH_MEM_RSSR_SHARED_CTRL_REG: 0X0000003c
[18889.315590] iwl4965 0000:02:00.0:               FH_MEM_RSSR_RX_STATUS_REG: 0X03630000
[18889.318287] iwl4965 0000:02:00.0:       FH_MEM_RSSR_RX_ENABLE_ERR_IRQ2DRV: 0X00000000
[18889.320969] iwl4965 0000:02:00.0:                   FH_TSSR_TX_STATUS_REG: 0X07ff0002
[18889.323722] iwl4965 0000:02:00.0:                    FH_TSSR_TX_ERROR_REG: 0X00000000


Og svo kom þetta:

Kóði: Velja allt

[18889.323722] iwl4965 0000:02:00.0:  Queue 4 stuck for 2000 ms.
[18889.323722] iwl4965 0000:02:00.0:  On demand firmware reload


Einhver sem kann að lesa út úr þessu og hefur einhverjar hugmyndir?