Mac Os Server 10.6 spurningar


Höfundur
njordur
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 09. Feb 2009 14:05
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Mac Os Server 10.6 spurningar

Pósturaf njordur » Fim 23. Jan 2014 12:56

Ég er með smá vandamál og þar sem ég er ekki beint Mac maður þá datt mér í hug að einhverjir Mac snillingar leyndust hérna.

Það var komið til mín með vandamál með að deila prentara frá Mac Os Server 10.6. Það var lítið mál að setja upp prentarann og deila þannig að hann virkar á Mac Os 10.6 útstöðvum.

Vandamálið er hinsvegar að það eru nokkrar útstöðvar á staðnum sem eru með nýrri útgáfu af Mac Os, flestar með 10.8. Þær útstöðvar sem eru með nýrri útgáfu fá bara mjög basic virkni útúr prentaranum.

Ég geri ráð fyrir því að þetta sé útaf því að þær eru að sækja driver af server og mín google leit hefur að mestu leiti staðfest það að ef þú ert með driver fyrir eldri útgáfu af Mac Os 10 þá færðu svona takmarkaða virkni.

Mín hugsun miðast mikið til bara við það sem ég veit að er hægt í Windows Server útgáfum og það er að þar get ég sett inn mismunandi útgáfur af driverum ef ég þarf tildæmis að vera með sér drivera fyrir XP, Win 7 og svo 32bit og 64bit útstöðvar á servernum.

Get ég sett inn drivera fyrir 10.7 og 10.8 inná 10.6 serverinn svo að útstöðvarnar geti sótt réttan driver frá servernum eða fer serverinn í köku ef ég fer að henda inná hann hugbúnað sem er ætlaður nýrri útgáfum?


Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling