Mac Mini vill ekki Boota


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf capteinninn » Mán 01. Apr 2013 18:03

Er með gamla Mac Mini sem einfaldlega neitar að fara í gang.

Hún fór í rugl fyrir svoldið löngu síðan og lagði hana bara á hilluna en ákvað að fara aftur að skoða þetta núna.

Hún vildi aldrei boota hvorki af harða disknum né af USB diskum, ég tók diskinn úr tölvunni og formattaði hann á PC borðtölvunni minni í þeirri von að það myndi laga eitthvað sem það gerði ekki.

Geisladiskadrifið virkar ekki á henni og hefur ekki gert það lengi þannig að ég get ekki sett install disk í tölvuna og keyrt af honum.

Fæ alltaf gráan skjá með bannmerki.

Er búinn að setja Ubuntu USB disk í tölvuna án árangurs, búinn að setja Snow Leopard USB kubb í án árangurs heldur.
Er búinn að halda inni Command+Option+P+R án árangurs, eina sem breytir einhverju í startupinu er þegar ég held inni Alt (er með PC lyklaborð, líklega er þetta Option takkinn á Makka lyklaborði) og þá á ég að geta valið eitthvað til að boota af en ég fær bara gráa skjáinn með bannmerkinu alveg sama hvort ég nota Ubuntu eða Snow Leopard USB kubb.


Er allt innvolsið í þessum mökkum læst eða gæti ég sett einhvern annan harðan disk í tölvuna með Ubuntu instölluðu eða eitthvað álíka, langar mikið að fá þessa tölvu í gang sem media center hjá mér




netscream
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 20:36
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf netscream » Mán 01. Apr 2013 19:59

búinn að prófa hardware test? - Halda D inni þegar þú bootar.
Og ef þetta er Intel, búinn að prófa recovery mode? Command + R þegar þú bootar.




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf capteinninn » Mán 01. Apr 2013 20:05

netscream skrifaði:búinn að prófa hardware test? - Halda D inni þegar þú bootar.
Og ef þetta er Intel, búinn að prófa recovery mode? Command + R þegar þú bootar.


Prófaði bæði án árangurs



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6295
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 440
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf worghal » Mán 01. Apr 2013 20:06

ertu búinn að taka minnin úr og prufa önnur, jafnvel prufa þau sem eru núna í vélinni í annari vél?
eða prufa að boota með einn kubb í einu ef þú ert með fleiri en einn kubb.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf capteinninn » Mán 01. Apr 2013 20:11

worghal skrifaði:ertu búinn að taka minnin úr og prufa önnur, jafnvel prufa þau sem eru núna í vélinni í annari vél?
eða prufa að boota með einn kubb í einu ef þú ert með fleiri en einn kubb.


Hef ekki prófað þetta, gætu þetta verið minnin með stæla?
Það er smá vesen að opna tölvuna til að taka þau úr en ég prófa það kannski.

Er bara með eina aðra tölvu og ég er ekki viss hvort að minnin virki í þeirri tölvu. Er með Asrock H55m pro móðurborð í henni. Gæti ég tekið minnin úr Mac Mini og sett í hina og séð hvort þau séu gölluð þannig ?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6295
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 440
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf worghal » Mán 01. Apr 2013 20:24

hannesstef skrifaði:
worghal skrifaði:ertu búinn að taka minnin úr og prufa önnur, jafnvel prufa þau sem eru núna í vélinni í annari vél?
eða prufa að boota með einn kubb í einu ef þú ert með fleiri en einn kubb.


Hef ekki prófað þetta, gætu þetta verið minnin með stæla?
Það er smá vesen að opna tölvuna til að taka þau úr en ég prófa það kannski.

Er bara með eina aðra tölvu og ég er ekki viss hvort að minnin virki í þeirri tölvu. Er með Asrock H55m pro móðurborð í henni. Gæti ég tekið minnin úr Mac Mini og sett í hina og séð hvort þau séu gölluð þannig ?

mac mini notar sömu minni og fartölvur.
minnin sem eru á þessu móðurborði virka ekki.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf capteinninn » Mán 01. Apr 2013 20:28

worghal skrifaði:
hannesstef skrifaði:
worghal skrifaði:ertu búinn að taka minnin úr og prufa önnur, jafnvel prufa þau sem eru núna í vélinni í annari vél?
eða prufa að boota með einn kubb í einu ef þú ert með fleiri en einn kubb.


Hef ekki prófað þetta, gætu þetta verið minnin með stæla?
Það er smá vesen að opna tölvuna til að taka þau úr en ég prófa það kannski.

Er bara með eina aðra tölvu og ég er ekki viss hvort að minnin virki í þeirri tölvu. Er með Asrock H55m pro móðurborð í henni. Gæti ég tekið minnin úr Mac Mini og sett í hina og séð hvort þau séu gölluð þannig ?

mac mini notar sömu minni og fartölvur.
minnin sem eru á þessu móðurborði virka ekki.


Grunaði það, haldið þið samt að vandamálið sé vinnsluminnið frekar en harði diskurinn?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6295
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 440
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf worghal » Mán 01. Apr 2013 20:33

það gæti verið diskurinn, hefuru prufað annan ?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf capteinninn » Mán 01. Apr 2013 21:40

worghal skrifaði:það gæti verið diskurinn, hefuru prufað annan ?


Nei en ég tók hann úr og setti í borðtölvuna og hann keyrði fínt þar, setti að vísu ekki upp stýrikerfi á honum en ég gat notað hann eins og hvern annan harðan disk í tölvunni.



Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf DoofuZ » Þri 23. Apr 2013 02:05

Hvernig er staðan á þessu vandamáli hjá þér núna? Er nefnilega sjálfur með MacBook vél sem ég er að reyna að koma stýrikerfi inná en það er bara ekki að ganga. Diskurinn sem var í henni var eitthvað að klikka svo ég setti annan disk í hana. Ef ég kveiki á henni með engan disk í þá kemur upp svona blikkandi mappa með spurningamerki á miðjan skjáinn, væntanlega vegna þess að harði diskurinn er tómur, en ef ég reyni svo að keyra install disk þá fæ ég alltaf bannmerki og svo slekkur tölvan á sér. Hef reynt nokkrar útgáfur af OS X, byrjaði á Lion 10.7 og prófaði svo líka 10.7.4 og 10.6.7 en alltaf það sama. Er ég að gera eitthvað vitlaust? Þarf ég einhvern sérstakan boot disk? Fyrsti diskurinn var titlaður bootable en samt hafði það ekkert að segja.

Alveg glatað hvað maður fær litlar upplýsingar frá tölvunni sjálfri, bara einhver einum of einföld icon sem eiga að segja manni allt sem þarf. Líka glatað að ég get ekki gert eject á disk nema kalla upp boot menu eftir ræsingu, sama hvað ég hamast á takkanum þegar ég kveiki á henni neitar hún að spíta diskinum út sem er fáránlegt. Svo er ekki beint auðvelt að aldursgreina tölvuna til að sjá nákvæmlega hvaða OS X útgáfa á að ganga í hana, þetta er model A1181 og með serial sem byrjar á 4H62 en ég er engu nær með Google. Fyrstu útgáfurnar af þessari vél eiga að taka við OS X 10.6 og ég er búinn að prófa akkúrat einn svoleiðis disk en það virkaði samt ekki. Er kominn með eintak af OS X 10.4.9 en nenni ekki að henda einum dvd disk í viðbót í þetta nema vera viss um að það virki pottþétt.

Hvað get ég eiginlega gert? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf capteinninn » Þri 23. Apr 2013 02:20

Ég er engu nær, prófaði að nota makkann hjá bróður mínum til að setja upp osx usb kubb en það virkaði ekki.

Alveg ótrúlegt að tölvuframleiðandi geti gert jafn lélegt uppsetningakerfi og þetta er, mér sýnist þetta vera sérhannað til að þú farir með tölvuna til þeirra í viðgerð og þurfir að selja nýrað úr þér til að hafa efni á því.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf DJOli » Þri 23. Apr 2013 02:21

DoofuZ skrifaði:Hvað get ég eiginlega gert? :-k


án þess að reyna að hljóma eins og skíthæll: forðast apple? er það ekki 'viable option'?.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf capteinninn » Þri 23. Apr 2013 03:02

DJOli skrifaði:
DoofuZ skrifaði:Hvað get ég eiginlega gert? :-k


án þess að reyna að hljóma eins og skíthæll: forðast apple? er það ekki 'viable option'?.


Well duh, auðvitað.

Það er ekki viable option þegar við sitjum uppi með þetta drasl sem við keyptum.



Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf DoofuZ » Þri 23. Apr 2013 03:16

Haha, jú ég forðast nú Apple eins og heitann eldinn og ég gleymdi að taka það fram að þetta er ekki tölvan mín, er að redda þessu fyrir einhvern annan :)

Getur einhver sagt mér bara í einföldu máli hvernig er best að fara að því að koma OS X inná vélina? Hvað þarf ég til að fá þetta til að virka? Þarf ég að nota sér boot disk fyrst eða á að virka að skella bara OS X install disk í vélina? Á ég að taka sénsinn og prófa 10.4.9?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf BjarniTS » Þri 23. Apr 2013 07:46

hannesstef skrifaði:Ég er engu nær, prófaði að nota makkann hjá bróður mínum til að setja upp osx usb kubb en það virkaði ekki.

Alveg ótrúlegt að tölvuframleiðandi geti gert jafn lélegt uppsetningakerfi og þetta er, mér sýnist þetta vera sérhannað til að þú farir með tölvuna til þeirra í viðgerð og þurfir að selja nýrað úr þér til að hafa efni á því.

Uppsetningarkerfi sem þú bara skilur ekki því miður.
Ef að þú hefðir einhverja raunverulega þekkingu á þessu eða viðmót annað en hroka þá myndi hugsanlega einhver nenna að aðstoða þig.


Nörd

Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf DoofuZ » Þri 23. Apr 2013 09:21

Vonandi ertu ekki að setja mig undir sama hatt, ég er ekki hrifinn af Mac og skil ekki mikið í þessu heldur en ég hef mjög mikinn áhuga á að læra aðeins inná þetta og vil skilja þetta betur. Notaði iMac fyrir ekki svo löngu síðan og finnst bara OS X mjög einfalt og þægilegt stýrikerfi. Þetta bara getur ekki verið eins flókið og það sýnist 8-[


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf BjarniTS » Þri 23. Apr 2013 11:45

DoofuZ skrifaði:Vonandi ertu ekki að setja mig undir sama hatt, ég er ekki hrifinn af Mac og skil ekki mikið í þessu heldur en ég hef mjög mikinn áhuga á að læra aðeins inná þetta og vil skilja þetta betur. Notaði iMac fyrir ekki svo löngu síðan og finnst bara OS X mjög einfalt og þægilegt stýrikerfi. Þetta bara getur ekki verið eins flókið og það sýnist 8-[


Þykir það bara þröngsýni að tala einhver búnað niður vegna þess að viðkomandi hefur ekki þekkinguna.
Tölvur eru bara verkfæri í verkfærakassanum okkar. Notum það sem við á þegar okkur hentar.
Hringurinn með strikinu þvert í gegn þýðir oftast að þú ert að reyna að keyra eitthvað sem samhæfist ekki með vélbúnaði makkans. Gamall ppc makki að reyna að keyra eitthvað fyrir intel o.s.f.
PPC var <2006 en intel kom svo 2006>
Mikilvægt að vera jákvæður gagnvart þessu.
10.4 er gamla Tiger kerfið , ekkert vera að spá of mikið í því.
Farðu hingað og lestu um þinn makka með að slá inn SN
http://www.appleserialnumberinfo.com/

Keyrðu á þinni tölvu - reset pram og reset smc.

Næst skaltu útbúa þér USB uppsetningu af mac os x 10.6(aðeins intel makkar styðja USB boot)
http://osxdaily.com/2011/07/08/make-a-b ... ash-drive/


Ef að ykkur grunar að minni séu í ólagi þá skulu þið setja disk í tölvuna með memtestx86 tólinu.
Get samt næstum staðfest að hér er ekki um bilað ram að ræða.


Nörd


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf capteinninn » Þri 23. Apr 2013 14:57

BjarniTS skrifaði:
DoofuZ skrifaði:Vonandi ertu ekki að setja mig undir sama hatt, ég er ekki hrifinn af Mac og skil ekki mikið í þessu heldur en ég hef mjög mikinn áhuga á að læra aðeins inná þetta og vil skilja þetta betur. Notaði iMac fyrir ekki svo löngu síðan og finnst bara OS X mjög einfalt og þægilegt stýrikerfi. Þetta bara getur ekki verið eins flókið og það sýnist 8-[


Þykir það bara þröngsýni að tala einhver búnað niður vegna þess að viðkomandi hefur ekki þekkinguna.
Tölvur eru bara verkfæri í verkfærakassanum okkar. Notum það sem við á þegar okkur hentar.
Hringurinn með strikinu þvert í gegn þýðir oftast að þú ert að reyna að keyra eitthvað sem samhæfist ekki með vélbúnaði makkans. Gamall ppc makki að reyna að keyra eitthvað fyrir intel o.s.f.
PPC var <2006 en intel kom svo 2006>
Mikilvægt að vera jákvæður gagnvart þessu.
10.4 er gamla Tiger kerfið , ekkert vera að spá of mikið í því.
Farðu hingað og lestu um þinn makka með að slá inn SN
http://www.appleserialnumberinfo.com/

Keyrðu á þinni tölvu - reset pram og reset smc.

Næst skaltu útbúa þér USB uppsetningu af mac os x 10.6(aðeins intel makkar styðja USB boot)
http://osxdaily.com/2011/07/08/make-a-b ... ash-drive/


Ef að ykkur grunar að minni séu í ólagi þá skulu þið setja disk í tölvuna með memtestx86 tólinu.
Get samt næstum staðfest að hér er ekki um bilað ram að ræða.



Er búinn að prófa allt sem þú tekur fram hérna án árángurs.

Síðast þegar ég fór með tölvuna í viðgerð hjá Apple umboðinu (það var fyrir nokkrum árum síðan) fékk ég hana til baka og það virkaði ekki netið og viftan var alveg á hvínandi blússi alltaf, ég fór með hana til baka og þeir vildu rukka fyrir skoðunarkostnað og gátu ekkert sagt mér hvað þetta gæti verið. Ég ákvað að kíkja á þetta sjálfur og sá þegar ég opnaði tölvuna að þeir höfðu aftengt viftustýringuna og wifi loftnetið. Eftir þessa reynslu er ég frekar cynical á Apple vörur og allt sem tengist viðgerðum og breytingum á þeim.

Ég er búinn að vera að reyna að leysa úr þessu vandamáli í margar vikur ef ekki mánuði og búinn að biðja um aðstoð á bæði Íslenskum sem og erlendum spjallborðum og enginn hefur haft hugmynd um hvað vandamálið getur verið eftir að ég er búinn að prófa mjög mikið af lausnum sem menn hafa komið með. Ég er mjög þakklátur fyrir hjálpina sem þeir hafa boðið mér.

Makkinn minn er fyrsta útgáfan af Intel Mac Mini, hef alltaf skoðað leiðbeiningar sem snúa að því og tekið það fram þegar ég óska eftir aðstoð.

Ef minnin eru farin þarf ég að kaupa ný minni og prófa þau, ef þau eru ekki vandamálið hef ég eytt pening í óþarfa sem mér þykir tóm vitleysa, ef það væri einhverskonar bios eða eitthvað kerfi þar sem ég gæti séð þetta þyrfti ég ekki að taka sénsinn.

Diskadrifið er bilað hjá mér og ég hafði engan áhuga á að fara aftur í gamla apple umboðið og láta þá reyna að svindla á mér aftur þegar það bilaði svo ég hef ekki gert við það, hef líka ekki þurft að nota það neitt fyrr en hugsanlega núna.

Hef verið að velta því fyrir mér að fara niður í Maclantic og láta þá kíkja á þetta því eftir því sem mér skilst eru þeir toppmenn með toppþjónustu, félagi minn keypti hjá þeim tölvu og hefur verið mjög ánægður með þá en mér finnst það bara svo skrítið að þurfa að fara með tölvu í viðgerð til að setja stýrikerfi inn á hana (sem mér þykir frekar basic aðgerð).

Hrokinn sem þú talar um er bara kominn til eftir að ég er búinn að eyða mikilli vinnu og tíma í að reyna að laga þetta sjálfur án nokkurs árangurs. Ég tel mig nokkuð góðan á tölvur og hef þessvegna ekki farið með hana í viðgerð hingað til, ætli þetta sé ekki bara eitthvað stolt sem ég þarf að gleypa og fara með tölvuna í viðgerð.



Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf DoofuZ » Fim 25. Apr 2013 15:44

BjarniTS skrifaði:Hringurinn með strikinu þvert í gegn þýðir oftast að þú ert að reyna að keyra eitthvað sem samhæfist ekki með vélbúnaði makkans. Gamall ppc makki að reyna að keyra eitthvað fyrir intel o.s.f.

Já, ok, þá er það eins og mig grunar að tölvan sér að diskarnir sem ég hef prófað eru ekki réttir fyrir hana svo hún segir bara einfaldlega nei og sýnir þetta bannmerki. Hefði nú samt verið þægilegra að fá einhver skilaboð frekar en bara eitt einfalt bannmerki, þegar maður er vanur að nota Windows eða jafnvel Linux þá býst maður meira við því að fá einhverja villumeldingu frekar en bara eitthvað eitt tákn sem á að standa fyrir svo ótal margt sem gæti verið að. En þá er þetta bara eitthvað sem maður þarf að læra aðeins betur að túlka.

BjarniTS skrifaði:Farðu hingað og lestu um þinn makka með að slá inn SN
http://www.appleserialnumberinfo.com/

Keyrðu á þinni tölvu - reset pram og reset smc.

Næst skaltu útbúa þér USB uppsetningu af mac os x 10.6(aðeins intel makkar styðja USB boot)
http://osxdaily.com/2011/07/08/make-a-b ... ash-drive/

Samkvæmt síðunni þá er ég með Macbook árgerð 2006 og hún á að geta notað allt frá Tiger 10.4.6 og uppí Snow Leopard 10.6.8 en það er mælt með Leopard 10.5. Ég gerði þetta reset pram og reset smc, sótti svo fyrst nokkra diska af Mac OS X 10.5, gerði bootable usb með PowerISO (leiðbeiningarnar sem þú vísaðir á virkuðu ekki fyrir mig þar sem ég er ekki með aðgang að öðrum makka) og prófaði það svo en þegar ég keyri tölvuna upp og held option takkanum inni þá kemur ekkert til að velja í boot menu, bara músin á tómum skjánum. Prófaði þá næst 10.6 en fékk áfram ekkert á skjáinn. Er alveg pottþétt mál að það eigi að vera hægt að keyra upp af USB á þessari tölvu? Hvað annað get ég gert? Á ég að prófa að skrifa eitthvað af þessum diskum á DVD?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini vill ekki Boota

Pósturaf DoofuZ » Lau 27. Apr 2013 13:39

Einhver sem getur bent mér á rétta braut? Er kannski enginn hér sem hefur þurft að koma OS X inná Mac og ekki verið með aðra Mac, bara PC? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]