færa ubuntu server á nýjan disk

Skjámynd

Höfundur
kubbur
/dev/null
Póstar: 1394
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

færa ubuntu server á nýjan disk

Pósturaf kubbur » Lau 01. Okt 2011 18:12

ég fékk þá snilldarlegu hugmynd að uppfæra lísu aðeins, eftir miklar pælingar þá sá ég mestan kost í því að bæta við öðrum hörðum disk, en það er ekkert eitthvað súper auðvelt í svona gömlum vélum (thinkcentre 8183), þessi vél efur 2 sata tengi og 1 pata tengi, í byrjun setti ég hana upp á sata 500gb disk en svo núna um dagin áskotnaðist mér pata diskur og hugmyndin var sú að færa ubuntu serverinn eins og hann leggur sig yfir á pata diskinn til að getað komið 2 x 1 tb diskum fyrir í henni
mér datt í hug að nota dd, en þegar ég setti upp diskinn þá sagði ég partman að gera aðal partitionið þannig að það fyllti upp í diskinn

mín spurning er sú: hvernig minnka ég partitionið í terminal þannig að ég geti dd'að það yfir á pata diskinn ?


Kubbur.Digital


JReykdal
FanBoy
Póstar: 700
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: færa ubuntu server á nýjan disk

Pósturaf JReykdal » Lau 01. Okt 2011 19:11

Prófaðu bara clonezilla (http://clonezilla.org/).


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


x le fr
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 14. Okt 2008 12:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: færa ubuntu server á nýjan disk

Pósturaf x le fr » Lau 01. Okt 2011 19:57

Mæli ekki með því að minnka partitionið, það er vesen og er alltaf áhætta. Ef þú þarft hins vegar að gera það, þá er GParted ótrúlega gott. Sæktu unetbootin og t.d. Ubuntu ISO, búðu til bootable USB lykil með unetbootin, ræstu af honum, og startaðu GParted þaðan. Þetta er rock solid GUI-forrit sem gerir það sem þú þarft að gera, líka partition-afritunina sjálfa. Þarft ekki að bixa með dd.

Hins vegar er best að nota bara rsync í þetta, t.d.:
sudo rsync -raP /mnt/oldroot /mnt/newroot

Þetta tekur allar skrár yfir og gerir þetta fínt. Þá er reyndar eftir að stilla GRUB þannig að hann booti af nýja partitioninu. Það fer eftir því hvernig þetta er skipulagt hvað er besta leiðin til þess.