Filesystem fyrir mediacenter


Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 6
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf fedora1 » Fim 07. Apr 2011 18:27

Sælir Vaktarar

Er að spá í að setja upp filesystem á media center vélinni minni sem er innbyggt checksum til varnar silent disk villum og einhverskonar (software raid).
Ég er með 4 1TB diska og 1 1,5 TB disk. Væri til í að fá þá saman í pool sem væri með redundancy ca. raid 5 eða raid 6

Ég hef eiginlega bara fundið ZFS sem passar við þessar kröfur. Hefur einhver sett upp ZFS á linux ? Eru einhverjir anmarkar á að nota ZFS á linux ?



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf gardar » Fim 07. Apr 2011 18:50

Ég myndi nota mdadm til að raida diskana og svo XFS filesystemið




Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 6
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf fedora1 » Fim 07. Apr 2011 21:53

Eftir því sem ég hef lesið, þá hefur zfs framm yfir msadm/ xfs lausnina að geta bætt við mismunandi stórum diskum, og checksum. Ég hef lent í því að skyndilega séu myndir skemdar, gæti verið hardware bilun, en líklega silent disk errors.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf gardar » Fim 07. Apr 2011 22:01

Ef þú ætlar að hafa misstóra diska saman, þá geturðu líka notað lvm... Og hvaða filesystem sem er ofan á lvm containerinn

Myndi samt forðast að vera að blanda saman misstórum diskum.




dodzy
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 19. Okt 2010 19:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf dodzy » Fös 08. Apr 2011 14:12

ég mundi annaðhvort nota freenas+zfs, http://freenas.org/
eða
http://zfsonlinux.org/
Ef þú reynir að nota zfsonlinux, máttu endilega segja okkur hvernig gekk að setja það upp, ætla að prófa það sjálfur við tækifæri :-k



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf mind » Fös 08. Apr 2011 14:43

Get mælt með ZFS en hef ekki notað það utan FreeBSD kerfi.
Veit ekki til þess að það hafi komið einhver útgáfa af því fyrir linux sem er fulltilbúin.

Ef þú ferð í það allavega hafðu í huga að ZFS er ekki alltaf backwards compatible hvað Zpool varðar, því er ráðlagt sterklega með að notast við stable útgáfur.

Hvað afköst varðar passaðu þig þá ef þú ert að blanda mismunandi diskum saman að lélegasti diskurinn þinn mun draga afköstin allra niður á sitt plan.
ZFS er einnig með sama vankanta og RAID 5 svo ef þú ert með ódýra diska verður skrifhraðinn þinn líklega slappur 10-30MB/s eftir vélbúnaði.
Og ef þú ert með budget diska kannaðu þá hvort þú þurfir að drepa power save dótið í firmwareinu á þeim eða láta á delayed write svo þú stútir ekki haus svampinum í diskinum langtum fyrir hans tíma.




Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 6
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf fedora1 » Fös 08. Apr 2011 18:46

Þá er spurning hvort maður þurfi að setja upp freebsd á netþjóninn. Fljótt á litið eru helstu forrit til staðar, apache, php, vnc, virtualbox torrent forrit og svoleiðis.
Það er bara svo erfitt að kyngja eigin fordómum :dissed



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf gardar » Fös 08. Apr 2011 20:18





coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Filesystem fyrir mediacenter

Pósturaf coldcut » Fös 08. Apr 2011 21:29

fedora1 skrifaði:Þá er spurning hvort maður þurfi að setja upp freebsd á netþjóninn. Fljótt á litið eru helstu forrit til staðar, apache, php, vnc, virtualbox torrent forrit og svoleiðis.
Það er bara svo erfitt að kyngja eigin fordómum :dissed


Fordómum? Fyrir FreeBSD?

...but why? :-k