Vandamál með ubuntu


Höfundur
munch
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 12. Jan 2011 00:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandamál með ubuntu

Pósturaf munch » Mán 14. Mar 2011 12:11

Sælir, vonandi er einhver meistari þarna úti sem getur hjálpað mér.

Var með windows 7 á dell tölvunni minni, latitude d620. hún ofhitnaði og var mjög hæg. Ég ákvað að formatta hana, og sjá hvort hún yrði ekki skemmtilegri, ákvað að setja ubuntu upp á hana til gamans. Vandamálið hvarf ekki, vélin er enn leiðinleg, hæg og ofhitnar.

Mér var ráðlagt að update-a bios fyrir hana (gæti lagað viftuna og annað), en ég finn það ekki á support.dell.com nema fyrir windows. Ætti ég að skipta aftur yfir í windows ?

kær kveðja



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með ubuntu

Pósturaf dori » Mán 14. Mar 2011 12:22

Ég get svosem ekki mælt sérstaklega með því að halda þér við linux eða skipta aftur í Win. Það sem þú ættir samt að skoða er að það er frekar ólíklegt (þó að það sé mögulegt) að BIOSinn muni laga þetta.

Ég myndi opna hana, skipta um hitakrem og hreinsa úr viftunni (eða allavega double tékka á því að viftan virkilega virki). Ef það er allt í góðu þá er það kannski næsta mál að uppfæra BIOS og því miður þá er það yfirleitt auðveldara með Windows. Það getur samt vel verið að þú getir uppfært með sömu skjölum og þessi "Windwos BIOS uppfærsla" notar á Ubuntu. Sæktu þau og unzippaðu og segðu okkur hvað er boðið uppá þarna.

EDIT: Hérna eru upplýsingar um að flasha BIOS úr Linux án hjálparforrita frá framleiðanda. Tékkaðu samt á því hvort þú getir fundið hjálparforrit eða hvort þú getir flashað BIOS úr BIOS með því að nota USB lykil.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með ubuntu

Pósturaf coldcut » Mán 14. Mar 2011 13:49

Ég efast STÓRlega um að BIOS-flash lagi e-ð! Málið er bara að tölvan þín er orðin nokkuð gömul þannig að ég mundi giska á að kælikremið á örranum sé orðið mjög lélegt og að vifturnar og innvolsið sé fullt af ryki.

Semsagt áður en þú gerir nokkuð annað, skaltu opna hana og passa að allt sé í lagi þar ;)




Höfundur
munch
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 12. Jan 2011 00:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með ubuntu

Pósturaf munch » Mán 14. Mar 2011 14:09

Okey, snilld, ég geng þá í það næst. takk kærlega fyrir þetta drengir!