Ætti ég að gefa Windows XP Upp á bátinn og fara í Ubuntu?

Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Ætti ég að gefa Windows XP Upp á bátinn og fara í Ubuntu?

Pósturaf DJOli » Mán 27. Des 2010 10:03

Nú hef ég alltaf verið mikill grallari í tölvum, og elska að hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og fleira þannig lagað, auk þess hýsi ég oft tímabundna leikjaservera fyrir mig og vinina en jafnframt hef ég heyrt að linux kerfi afkasti þar betur og eitthvað...en já...

Í Daglegri notkun þarf ég að:
Komast á Skype
Komast á Vefinn (Firefox er simple, og veit að hann er í boði á linux kerfunum).
Komast í Photoshop
Komast í Video Editing software sem styður 720p editing, með flottum effectum og flóknu viðmóti líkt og Sony Vegas Movie Studio.
Hlusta á Tónlistina mína, er með hana alla Manually flokkaða, þyrfti þá forrit sem myndi höndla að spila Mp3 & Flac.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að gefa Windows XP Upp á bátinn og fara í Ubuntu?

Pósturaf AntiTrust » Mán 27. Des 2010 10:09

IM/Browsing er auðvitað gefið, og talsvert hraðara finnst mér vs. Win. Líka til meira en nóg af flottum tónlistarspilurum, ég spila mp3, flac, dts og flr. no problem.

Hvað varðar videoediting get ég ekki bent á neitt sérstakt, en ég efast um að þú finnir ekki e-ð á þessum lista til að vinna með :
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_vi ... g_software

Photoshop geturu svo keyrt í gegnum Wine.



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 894
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að gefa Windows XP Upp á bátinn og fara í Ubuntu?

Pósturaf FriðrikH » Mán 27. Des 2010 11:19

Ég setti upp dual-boot Ubuntu/Vista fyrir rúmu ári og nota windows nánast ekki neitt lengur. Geri það þó þegar ég þarf að nota Skype, hef ekki geta fengið það til að virka 100% á ubuntu, hef þó ekki nennt að eyða tíma í að reyna að finna lausn. Er þetta e.t.v. eitthvað sem einhver hér þekkir?




rop
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 04. Maí 2009 19:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að gefa Windows XP Upp á bátinn og fara í Ubuntu?

Pósturaf rop » Þri 28. Des 2010 15:56

Photoshop er hægt að fá til að virka með wine (winehq.org) en annars er líka annað forrit sem heitir GIMP sem mér hefur þó aldrei líkað sérlega vel við þar sem ég er svo vanur photoshop.

Forrit til að edita video eru ekki sérlega góð, svo það væri fínt fyrir þig að dual boota bara windows til að nota photoshop og video forrit ef þú notar þau mikið

Skype virðist ekki virka jafn vel í ubuntu eins og það gerir í windows, allavega ekki video-lega séð en gmail chattið er hinsvegar mjög gott og nota ég það yfirleitt frekar ef ég vill vera með webcam í gangi.