SAMBA & WIN7 vandamál


Höfundur
oskarandri
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 25. Maí 2010 14:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

SAMBA & WIN7 vandamál

Pósturaf oskarandri » Lau 18. Des 2010 23:04

Kvöldið...

Ég er búinn að vera í smá basli með samba file server og windows 7 home premium, þegar ég reyni að opna ákveðnar möppur fer windows 7 bara þvílikt á trúnó og segir að ég sé ekki með leyfi til að skoða þessa tilteknu möppu og ég veit ekki hvað.... mig er búið að gruna permission vandamál en jafnvel þótt að ég hafi gert chmod -R 777 á möppuna hefur það ekkert að segja ](*,) allt virkar rosa flott í gamla góða WinXP og eins í öðrum Linux tölvum. Þetta er headles ubuntu server og ég er með tengdan USB flakkara (1TB NTFS) sem er með haug af skrám fyrir sem ég er að reyna að deila.... ef ég bý til möppu á stýrikerfisdisknum og deili henni er Win7 ok með það... ef ég hinsvegar mounta flakkaranum í sér möppu sem ég síðan deili og reyni að opna hana í windows 7 hugsar hún lengi, lengi, lengi síðan kemur uuuuuu neibb =; sorry, þú þarft að tala við server administrator (ég elska Windows) til að fá leyfi.... :-({|=

Ég gerði smá tilraun með USB lykli reyndar formötuðum í FAT16... setti á hann bara eina möppu og nokkrar myndir, mountaði honum og gaf 777 leyfi og það virkar fínt :-k

Einhverjar hugmyndir.... er búinn að rúnka google með þessu framm og til baka en kemst ekkert áfram...

Kv.
Óskar Andri


1. Intel i5 3570K, AsRock H77 Pro4/MVP, 16GB RAM, Samsun 840 Pro 128GB, 3TB storage
2. Lenovo Thinkpad T500 Mushkin 8GB RAM, Mushkin 60GB SSD Win7
http://is.oskarandri.com