AutoCad í Ubuntu


Höfundur
Birk
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Þri 15. Júl 2003 15:04
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

AutoCad í Ubuntu

Pósturaf Birk » Mið 23. Jan 2008 13:43

Mjög einföld spurning:

Er hægt að nota AutoCad 2008 og önnur Autodesk forrit í Linux? Einnig, er hægt, og mikið mál að installa linux á fartölvu sem er keypt með Vista (Acer aspire5920)?

Skiptir engu einasta máli með leiki, á Playstation.



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Mið 23. Jan 2008 15:34

Tölvan getur keyrt Ubuntu linux en ekki án vandræða. Mér sýnist þú þurfa einhverja linux kunnáttu til að fá þráðlausa netið til að virka.

Það virðist vera hægt að keyra AutoCad í linux með wine en það eru líka til önnur svipuð forrit sem virka beint á linux. BricsCAD t.d.



btw, þessar upplýsingar eru allar fengnar í gegnum google leit




Hyrrokkin
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 15:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hyrrokkin » Fim 24. Jan 2008 12:00

Ég er akkúrat núna á Ubuntu 7.10 sem ég installaði yfir vista

Ég þurfti að reinstalla OSinu 3x til að fá það til að virka almennilega, en þegar ég prófaði að gera það sem ég var að reyna að "laga" (netið, því mér var sagt að það þyrfti sérstakan driver sem kæmi ekki með), þ.e.a.s. prófaði bara að opna e-a vefsíðu þá virkaði það alveg.

Ef þú átt PC tölvu þá skaltu finna einhverja rás á IRC með linux 'lúðum' eða vera á t.d. ubuntuforums.com (.org?) og nota það til að leysa vandamál sem gætu komið upp (:

Er búinn að vera núna á linux í um 3 vikur og hef ekki ennþá lent í vandræðum, nema þá helst að þegar ég opna einhverja síðu með Java appleti þá hægist slatta á tölvunni og browserinn frýs í einhverjar sek - Getur samt vel verið bara vegna lélegs hardware sem ég er með.

Einnig hef ég ekki ennþá náð að tengja mig við Windows vélar hjá öðrum gegnum Shared Folders og LAN, en hef nú ekki eytt þannig miklu púðri í að ná því...

Mér líkar mun betur við Ubuntu en Vista, en það er eitt sem að ég hef komist að sem mér líkar ekki nógu vel og það er að ef að forrit eru með "Custom Borders", þ.e.a.s. nota ekki þessa venjulegu windows bordera (t.d. Windows Live Messenger), virka ekki - a.m.k. með þeim emu's sem ég er búinn að prófa.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2806
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 195
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Fim 24. Jan 2008 13:44

Prufaðu að setja upp linux mint fyrst.

Þá ætti allt að virka from the box, svo þegar nix kunnáttan eykst, skelltu þér þá á Debian.