Færa Wordpress vefsíðu á nýjan Server

Allt sem tengist öðrum stýrikerfum en Windows
Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2397
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 321
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Færa Wordpress vefsíðu á nýjan Server

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 30. Sep 2020 10:14

Hæhæ

Vildi athuga hvort einhver hérna inni er sterkur í Wordpress málum, er að aðstoða vinafólk með Wordpress vefsíðu sem þarf að færa af gömlum Centos server yfir á annan server (LEMP server uppsetning allt keyrandi á sama netþjóni).

Hugmyndin mín er að splitta stacknum upp og setja upp í AWS og þá er hægt að stilla umhverfinu upp eftir hentisemi og þá þarf ég ekki að sitja mikið yfir þessu eftir að búið er að yfirfæra umhverfið.

Byrja svona
Mynd

Og geta átt möguleikann á að auka afköst með að bæta við server (eða færa server nær viðskiptavin og stilla AWS Route53 DNS að route-a á þann máta)
Mynd


Er ekki eina sem þarf að hafa í huga að afrita gamla Wordpress SQL grunninn og afrita WP-Content möppuna og setja upp í nýju umhverfi.
WP-Content mappann yrði mountuð frá EFS network storage yfir á EC2 Instance og gamli MYSQL grunnurinn yrði importaður á nýjum RDS gagnagrunn.

Megið láta mig vita ef þið þekkið þetta vel, vill forðast það að reka mig á of marga veggi ef ég kemst hjá því


Just do IT
  √

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1426
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 160
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Færa Wordpress vefsíðu á nýjan Server

Pósturaf depill » Mið 30. Sep 2020 12:09

Fer bara eftir peningum og hvað þú ert að reyna gera. Eins og er þá er ég að keyra nokkra svona WordPress vefi fyrir fyrirtæki "fjölskyldu"tengt mér og af blönduðum ástæðum af leti og að performancinn á þessu er fínn er þetta núna svona, þannig geta docker instancer yfir nokkrar vélar fjölgað sér eins og þeir vilja. Plús að uppfærsla á wordpress/keyrslu umhverfinu er bara að pulla nýjan docker instance og svissa. Hver vefsíða fyrir sig keyrir á sínum eigin docker container og traefik gerir TLS termination og rútun. Svo er Route53 DNS sem uppfærir sig sjálfkrafa. Amazon SES notað til að senda tölvupósta (o365 á inbound).

Screenshot 2020-09-30 at 12.05.04.png
Screenshot 2020-09-30 at 12.05.04.png (71.23 KiB) Skoðað 421 sinnum


Ef ég myndi nenna, þá myndi ég byggja docker image með öllu nema wp-content/uploads. Setja wp-content/uploads í S3 ( til haugur af pluginum, dotted line þar sem þetta er ekki visible fyrir instanceinum ), þannig væru pluginin inní wp-content ( sem flækir aðeins hvernig á að installa pluginum, þar sem þú þyrftir að setja þau inní myndina, byggja, deploya og svo virkja, enn leyfir endalausan skalanleika ( RDS flöskuháls enn leysanlegt ) ) þegar þú byggir docker myndina og svo hendir henni í ECS.

Screenshot 2020-09-30 at 12.05.47.png
Screenshot 2020-09-30 at 12.05.47.png (62.99 KiB) Skoðað 421 sinnum


Allavega mæli með að dockerize WordPress hvað sem þú gerir og mesta lagi henda wp-content á einhverskonar shared folder á milli ( S3 væri betra, enn ekki hafa pluginin þarna, hægir endalaust )

Edit : Jú þarft bara að afrita sql grunnin og wp-content.
Síðast breytt af depill á Mið 30. Sep 2020 12:10, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2397
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 321
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Færa Wordpress vefsíðu á nýjan Server

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 30. Sep 2020 12:27

depill skrifaði:Edit : Jú þarft bara að afrita sql grunnin og wp-content.


Takk fyrir mjög ítarlegt svar , það er vel séð :D

Já , ECS hljómar vel, hugmyndin er að bjóða uppá þann möguleika í framtíðinni (ætla að leyfa þessu að vera fljótandi í smá tíma áður en ég stekk á þann vagn, þ.e ef ég hef ekki tíma í þetta fyrir þau og þess háttar,yfirleitt einfaldara að aðrir geti tekið yfir uppsetningu á gamla mátann).

Mögulega gæti Elastic Beanstalk veri málið líka til að byrja með þ.e PaaS , er reyndar ekki viss hverju ég er að fórna þá ef maður vill gera eitthvað custom stöff(, þessi síða er notuð í targeted Facebook auglýsingar og einnig notuð sem upplýsingasíða þannig að álag gæti verið ansi mismunandi eftir árstíðum.
https://docs.aws.amazon.com/elasticbeanstalk/latest/dg/php-hawordpress-tutorial.html

Edit: Alltaf gott að spara ef það er hægt , en vill lágmarks utanumhald/vinnu í kringum vefinn og þess vegna valdi ég AWS (Það eru einhverjir aðilar að sinna markaðsstarfi hjá þeim, að geta einfaldað allt umstang á vefnum getur sparast í vinnutímum þó hlutinir geti kostað aðeins meira að fenginni reynslu).
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mið 30. Sep 2020 12:40, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1426
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 160
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Færa Wordpress vefsíðu á nýjan Server

Pósturaf depill » Mið 30. Sep 2020 16:04

Hjaltiatla skrifaði:Mögulega gæti Elastic Beanstalk veri málið líka til að byrja með þ.e PaaS , er reyndar ekki viss hverju ég er að fórna þá ef maður vill gera eitthvað custom stöff(, þessi síða er notuð í targeted Facebook auglýsingar og einnig notuð sem upplýsingasíða þannig að álag gæti verið ansi mismunandi eftir árstíðum.


Þú ert að fórna frekar litlu, EBS er bara higher-level og notar EFS sem shared storage ( í þessu tilviki ). S3 gefur nottulega ever expanding storage og er auðvelt að henda CloudFront / IMGix / CDN eða image processing fyrir framan eins og vindurinn. Ef þú bailar svo yfir í ECS vegna X Y Z feature sets þá er það bara smá möndl.

Elastic Beanstalk er mikið minna vesen til að get-going. Þótt að rífa upp Dockerinn er lítið sem ekkert vesen með WordPress og enn betra þegar þú ert kominn með S3 bakenda. Svo eru líka til managed hosting providerar sem gera þetta ágætlega líka.Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2397
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 321
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Færa Wordpress vefsíðu á nýjan Server

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 30. Sep 2020 16:22

depill skrifaði:Allavega mæli með að dockerize WordPress hvað sem þú gerir og mesta lagi henda wp-content á einhverskonar shared folder á milli ( S3 væri betra, enn ekki hafa pluginin þarna, hægir endalaust )

Edit : Jú þarft bara að afrita sql grunnin og wp-content.

Smá forvitnis spurning
1) Væriru þá með einhverskonar S3 IAM Role fyrir ECS umhverfið (til að gefa réttindi milli þjónusta) til að S3 geti talað við ECS container Service-ið (þ.e Wordpress stakkinn), er að reyna að sjá fyrir mér hvernig S3 myndi mappast upp á nginx container-inn/ container-ana sem myndu share-a S3 storage bakenda og nginx container-anir sjái Wp-content folder á /var/www/html/wp-content/uploads/

2) Ertu að nota træfik í staðinn fyrir Application load balancer í AWS? Er það að virka vel , en ertu þá ekki að fórna möguleikanum að skala umhverfið upp og niður með einföldu móti ?
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mið 30. Sep 2020 16:49, breytt samtals 3 sinnum.


Just do IT
  √

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1426
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 160
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Færa Wordpress vefsíðu á nýjan Server

Pósturaf depill » Fim 01. Okt 2020 10:06

Hjaltiatla skrifaði:1) Væriru þá með einhverskonar S3 IAM Role fyrir ECS umhverfið (til að gefa réttindi milli þjónusta) til að S3 geti talað við ECS container Service-ið (þ.e Wordpress stakkinn), er að reyna að sjá fyrir mér hvernig S3 myndi mappast upp á nginx container-inn/ container-ana sem myndu share-a S3 storage bakenda og nginx container-anir sjái Wp-content folder á /var/www/html/wp-content/uploads/

2) Ertu að nota træfik í staðinn fyrir Application load balancer í AWS? Er það að virka vel , en ertu þá ekki að fórna möguleikanum að skala umhverfið upp og niður með einföldu móti ?


1) Já það er S3 IAM role fyrir WordPress kerfið svo þa geti skrifað í S3 ( ECS sjálft veit ekkert af S3 þannig séð ). T.d. þetta plugin getur þetta https://github.com/humanmade/S3-Uploads. Þá fara öll uploadin þín í S3 og svo serverarðu allt statíska "custom" contentið beint af S3, annað hvort beint af bucketinu eða í gegnum CDN, þetta plugin hjálpar við það. Þá lifir í raun og veru ekkert í wp-content/uploads heldur fer beint í S3, enn WordPress finnst eins og það sé locally

2) Ég er currently að keyra lítið Kubernetes uppsetningu sem leyfir mér að skala þetta upp og niður og traefik load-balancer þess vegna. traefik discoverar hostana sjálfkrafa. Þetta er á dauða listanum hjá mér, fyrir hina uppsetninguna enn svo er þetta bara ekki nægilega ofarlega á listanum eins og er.Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2397
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 321
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Færa Wordpress vefsíðu á nýjan Server

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 01. Okt 2020 11:55

depill skrifaði:
1) Já það er S3 IAM role fyrir WordPress kerfið svo þa geti skrifað í S3 ( ECS sjálft veit ekkert af S3 þannig séð ). T.d. þetta plugin getur þetta https://github.com/humanmade/S3-Uploads. Þá fara öll uploadin þín í S3 og svo serverarðu allt statíska "custom" contentið beint af S3, annað hvort beint af bucketinu eða í gegnum CDN, þetta plugin hjálpar við það. Þá lifir í raun og veru ekkert í wp-content/uploads heldur fer beint í S3, enn WordPress finnst eins og það sé locally

2) Ég er currently að keyra lítið Kubernetes uppsetningu sem leyfir mér að skala þetta upp og niður og traefik load-balancer þess vegna. traefik discoverar hostana sjálfkrafa. Þetta er á dauða listanum hjá mér, fyrir hina uppsetninguna enn svo er þetta bara ekki nægilega ofarlega á listanum eins og er.


Snilld, Skoða þetta
Ætla að prófa nokkrar Demo uppsetningar og sjá hvernig fer.

Takk fyrir


Just do IT
  √