Síða 1 af 1
Nettenging í íbúð
Sent: Lau 04. Jan 2025 20:45
af Fennimar002
Sælir vaktarar,
er búinn að sjá mikið af net-tengdum þráðum og væri geggjað að fá sma hjálp við tengingarnar í nýju íbúðinni hjá foreldrunum.
Veit einhver afhverju vírarnir eru svona:

- 470053597_1063891575423560_4510444508327702287_n.jpg (176.27 KiB) Skoðað 6580 sinnum
Búið er að klippa þá til og tengja alla smana í landlínutengi(?)
Er ekki pottþétt í lagi að klippa þetta allt í sundur og setja cat tengi svo það sé hægt að tengja net inní öll herbergi?
Svo er hitt boxið þar sem ljóleiðarinn er... fyrir utan.

- 471163547_1334584161194050_2204438767663173366_n.jpg (173.39 KiB) Skoðað 6580 sinnum
Sýnist vera að fyrri eigandinn hafi verið með tvö ljósleiðarabox þar sem það er annað minna optical fibre inní boxinu.

- 470054119_1173537644338972_2904630961355407937_n.jpg (241.05 KiB) Skoðað 6580 sinnum
Hvað finnst ykkur um þessa frágengni? finnst þetta vera hálf plebbalegt eitthvað og langar að koma þetta í betra horf.
Og er eitthvað hægt að gera við þessar loftnetssnúrur sem eru þarna?
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Lau 04. Jan 2025 21:07
af Opes
Ég er nú ekki rafvirki, en þetta er eitthvað gamalt skítamix pre-fiber. Gerir bara að þínu, klipptu á þetta drasl!
Það er örugglega hægt að draga CAT í staðinn fyrir Coax ef þú þarft á því að halda en annars myndi ég bara láta þá vera.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Lau 04. Jan 2025 21:49
af KaldiBoi
Ef þetta er eldri eign þá eru alveg töluverðar líkur á að dyrabjallan og annað kerfi sé inn á þessu.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Lau 04. Jan 2025 23:10
af Viktor
Þetta er bara hefðbundin uppsetning samkvæmt þeim raflagnastaðli sem var í gildi á þeim tíma sem húsið var byggt.
Símalínan kemur inn og allir símatenglar tengdir við hana.
https://www.sminor.is/vorur/flokkur/vir ... m-rakavornEf þetta er séreign geturðu breytt öllum símatenglunum í nettengla, án þess að draga í þar sem það er CAT5 þar.
Ef það er auðvelt að toga COAX loftnetskaplana úr geturðu skipt þeim yfir í nettengla líka.
Dyrabjallan er líklega í rafmagnstöflunni.
https://byko.is/vara/bjolluspennir-2308-v-214688Þetta er flottur frágangur og ekkert að þessu.
Endilega berið þetta saman. Við sjáum mynd.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 08:00
af olihar
Viktor skrifaði:Þetta er bara hefðbundin uppsetning samkvæmt þeim raflagnastaðli sem var í gildi á þeim tíma sem húsið var byggt.
Símalínan kemur inn og allir símatenglar tengdir við hana.
https://www.sminor.is/vorur/flokkur/vir ... m-rakavornEf þetta er séreign geturðu breytt öllum símatenglunum í nettengla, án þess að draga í þar sem það er CAT5 þar.
Ef það er auðvelt að toga COAX loftnetskaplana úr geturðu skipt þeim yfir í nettengla líka.
Dyrabjallan er líklega í rafmagnstöflunni.
https://byko.is/vara/bjolluspennir-2308-v-214688Þetta er flottur frágangur og ekkert að þessu.
Endilega berið þetta saman. Við sjáum mynd.
Hey þetta lítur sirka út eins og þegar Míla mætti að tengja ljósleiðara í gamla stigaganginum hjá mér. Þeir enduðu með að eyðileggja dyrasímana í öllum íbúðunum (kostaði milljón að láta skipta öllu út) það kom svo í ljós að þeir voru í vitlausu húsi og skildu allt eftir í rúst.
Þegar var gengið á Mílu að taka á skaðanum sögðu þeir okkur að hoppa upp í rassgatið á okkur.
Allar íbúðir færðu sig til Gagnaveitunnar og eru örugglega allar þar ennþá.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 12:34
af Vaktari
Nice allir endar tengdir inn á síma, semsagt nota bara 2 víra. Eru þetta sitthvorar smaspennutoflurnar?
Ég myndi líka athuga í dósirnar(tenglana) hvort allir vírar séu tengdir eða bara 4 og 5. Ef það er þá þarftu að laga þá alla líka.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 14:38
af Fennimar002
Skoða hvort allir vírar séu tengdir eða ekki.
Hvernig get ég tjékkað á því hvort dyrabjallan sé tengd í þessa snúruveislu?
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 15:00
af KaldiBoi
Fennimar002 skrifaði:Skoða hvort allir vírar séu tengdir eða ekki.
Hvernig get ég tjékkað á því hvort dyrabjallan sé tengd í þessa snúruveislu?
Bara fá rafvirkja, ég þurfti 2.
Ég er sæmilegur þegar kemur að húsarafmagni enn þetta er svo ótrúlega leiðinlegt kerfi og þarft að þekkja inn á þetta til að vita hvað maður er að gera.
Fyrsti rafvirkinn sem kom þekkti ekkert inn á þetta, svo mætti seinni hokinn af reynslu og gat mixxað þetta saman eftir að ég byrjaði að klippa og tengja

Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 15:04
af Hizzman
Fennimar002 skrifaði:Skoða hvort allir vírar séu tengdir eða ekki.
Hvernig get ég tjékkað á því hvort dyrabjallan sé tengd í þessa snúruveislu?
sendu betri mynd af töflunni sem höndin er á.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 15:22
af Vaktari
Fennimar002 skrifaði:Skoða hvort allir vírar séu tengdir eða ekki.
Hvernig get ég tjékkað á því hvort dyrabjallan sé tengd í þessa snúruveislu?
Oftar en ekki myndi ég halda að það ætti að vera skrifað á einhverja lögn þarna.
Eða það hefur oftast verið tilfellið í þeim töflum sem ég hef séð.
Eða þá að þær lagnir eru alveg sér. Semsagt búið að ganga sér frá því í töflunni.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 16:07
af Hizzman
rauði langi kubburinn gæti verið dyrasími, allt sem tengist svarta boxinu neðst er landlínusími.
græja sem þessi er gagnleg til að finna hvert snúrurnar liggja.
https://computer.is/is/product/verkfaer ... -med-propu
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 19:01
af Fennimar002
Hizzman skrifaði:Fennimar002 skrifaði:Skoða hvort allir vírar séu tengdir eða ekki.
Hvernig get ég tjékkað á því hvort dyrabjallan sé tengd í þessa snúruveislu?
sendu betri mynd af töflunni sem höndin er á.
Her er aðeins betri mynd

- IMG_0851.jpeg (1.03 MiB) Skoðað 6137 sinnum
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Sun 05. Jan 2025 23:52
af Hizzman
hmm, erfitt að sjá hvað er tengt saman, virðist samt allt vera landlína. eru kubbarnir tengdir saman á einhvern hátt?
sennilega geturðu sett rj45 tengi á flesta endana og komið sviss fyrir í skápnum.
er verið að nota landlínusíma í húsnæðinu?
svo er líka spurning hvernig hinir endarnir eru, ef það eru ekki rj45 tengi þarf að breyta um þau
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Mán 06. Jan 2025 00:40
af Vaktari
Fennimar002 skrifaði:Hizzman skrifaði:Fennimar002 skrifaði:Skoða hvort allir vírar séu tengdir eða ekki.
Hvernig get ég tjékkað á því hvort dyrabjallan sé tengd í þessa snúruveislu?
sendu betri mynd af töflunni sem höndin er á.
Her er aðeins betri mynd
IMG_0851.jpeg
Hlýtur að vera að dyrasíminn sé í þessu hægra megin. Ættir að sjá það á snúrunum eða þá hvort eitthvað af því er að tengjast yfir í einhverja af þessum snúrum sem er að fara í splitterinn.
Er þetta á 2 hæðum og sitthvor taflan semsagt.
Lookar eins og verkefni i að laga tengla og setja á hausa. Finna svo hvaða snúrur fara frá LL boxi og í hina töfluna.
Fá einhvern frá fjarskiptafyrirtækinu til að græja þetta eða bara einhvern rafvirkja/rafeindavirkja.
Svona ef þú ert ekki að treysta þér í þetta.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Mán 06. Jan 2025 21:11
af Fennimar002
Íbúðin er á 1. hæð í 3 hæða fjölbýlishúsi. Það gæti verið að geymsla sé beint undir íbúðinni, en það er allavega kjallari.
Ætla reyna á þetta sjálfur

Setti inn video af snúrunum ef einhver vill skoða og getur sagt til

Linkur:
https://youtube.com/shorts/FMMTbBvnLhA?feature=share
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Þri 21. Jan 2025 09:50
af Fennimar002
Aðeins að bæta inn eftir að hafa fiktað í þessu. Er búinn að klippa á kaplana og setja tengi á þau og kemur net inní flest herbergi þannig boxið lítur aðeins betur út.
Svo kom upp pæling eftir að hafa sett upp skrifborð inní herbergið sem ég mun flytja inn í; það eru innstungur og coax innstunga akkurat undir borðinu... er mikið mál að draga kapalinn út og setja cat6 í staðinn? væri ekt smá næs að hafa PC vélina beintengda við routerinn frekar en að hafa sviss inní herberginu.
Re: Nettenging í íbúð
Sent: Þri 21. Jan 2025 10:19
af Hizzman
Fennimar002 skrifaði:Aðeins að bæta inn eftir að hafa fiktað í þessu. Er búinn að klippa á kaplana og setja tengi á þau og kemur net inní flest herbergi þannig boxið lítur aðeins betur út.
Svo kom upp pæling eftir að hafa sett upp skrifborð inní herbergið sem ég mun flytja inn í; það eru innstungur og coax innstunga akkurat undir borðinu... er mikið mál að draga kapalinn út og setja cat6 í staðinn? væri ekt smá næs að hafa PC vélina beintengda við routerinn frekar en að hafa sviss inní herberginu.
erfitt að svara nema prófa, kapallinn hefur sennilega verið smurður fyrir drátt

, gæti verið búninn að festast. það er bara að prófa, hann verður aldrei notaður. festu nælonband í hann áður en þú byrjar