Síða 1 af 1

Wifi extender búnaður

Sent: Lau 06. Jan 2024 09:43
af ColdIce
Daginn og gleðilegt árið!

Er á 2 hæðum í steyptu húsi. Routerinn er niðri(Huawei frá Hringdu sem kallast "Magnarinn" á síðunni þeirra) og tölvan er á efri hæð hinum megin í húsinu.
Þetta er gb tenging en samkvæmt speedtest næ ég ca 50mbps. Ég á haaauuugg af wifi extender búnaði í skúffu og prófaði að setja Netgear EX3800 við stigann upp og rauk upp í þann óhugnarlega hraða 70mbps....

Það er cat strengur frá routernum sem fer undir gólfið og kemur upp við stigann. Hef prófað að fara með snúru þaðan upp og beintengja og virkaði mjög vel en núna fæ ég bara einhverja "self assigned ip" meldingu og það virkar ekki. Hef enga þolinmæði fyrir þessu og vil bara að þetta virki :P

Hvað væri best fyrir mig að gera af þessum möguleikum?

A) Fá annan svona router(magnara) og setja hann við stigann og vona að ég nái meiri hraða?
B) Kaupa einhvern wifi búnað sem actually virkar? Suggestions?
C) Kaupa aðra íbúð?

Þakka allar ráðleggingar :)

Re: Wifi extender búnaður

Sent: Lau 06. Jan 2024 10:10
af rapport
Ég er með svona hjá mér (tvo strompa) og mælti með því við tengdó að fá sér þrjá í um 350fm raðhús á tveim hæðum og með ljósleiðaraboxið á neðri hæðinni. Þrjú vikraði hjá honum en hann fór í fimm eða sex svo að það væri súper net um allt hús.

Svona mesh sem þú stýrir með einu appi er brilliant, þessir gömlu standalone extenderar eru úreltir.

Re: Wifi extender búnaður

Sent: Lau 06. Jan 2024 10:47
af ColdIce
rapport skrifaði:Ég er með svona hjá mér (tvo strompa) og mælti með því við tengdó að fá sér þrjá í um 350fm raðhús á tveim hæðum og með ljósleiðaraboxið á neðri hæðinni. Þrjú vikraði hjá honum en hann fór í fimm eða sex svo að það væri súper net um allt hús.

Svona mesh sem þú stýrir með einu appi er brilliant, þessir gömlu standalone extenderar eru úreltir.

Takk fyrir þetta, fæ kannski Hringdu til að redda mér öðrum.
Ég var með einhverja pælingu hvort ég ætti að setja upp unifi disk í stigagangnum, ætli það dugi ekkert betur en 2 svona Huawei gæjar?