Öryggislausnir

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Öryggislausnir

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 19. Nóv 2023 10:49

Hæhæ

Ákvað að skella í þráð og athuga hvaða öryggislausnir og aðferðir þið eruð að nota á heimavellinum til að reyna að vera eins örugg í ykkar stafrænu málum í einkalífinu.

Það sem ég geri, mögulega að gleyma einhverju.

Almennt
Nota Bitwarden sem password manager (er ekki með stillt autofill fídusinn).
Bitlocker Dulkóðun á harða diska.
Windows Defender vírusvörn
Ublock origin ad blocker í vafra
https anywhere extension í vafra
Patch my PC til að uppfæra forrit á vél
Tveggja þátta auðkenning á öllum aðgöngum sem það er hægt (nota Microsoft authenticator)

Netöryggi

Aðgreini Heimanet,gestanet og Vinnunet á mismuandi Vlön.

Nota 1.1.1.2 og 1.0.0.2 sem DNS resolver á Pfsense Eldvegg frá Cloudflare sem blokka þekkt malware og C2C slóðir.
https://developers.cloudflare.com/1.1.1.1/setup/

Stilli DNS yfir TLS á Pfsense Eldvegg


pfblockerNG á Pfsense Eldvegg: Er að nota þekkta IP blacklista til að lágmarka þær ip tölur sem eru að scanna eldvegginn minn og sniffa port og DNSBlacklista auglýsingar og einhverjar custom reglur sem ég hef smíðað.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 19. Nóv 2023 10:49, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √