Síða 1 af 1

UDM Pro og VPN

Sent: Þri 29. Ágú 2023 12:22
af ice_pdx
Góðan dag,
Ég hef notað VPN frá Express VPN til að horfa á streymi frá USA. Þetta hefur virkað vel þegar ég nota appið frá Express t.d. á mac. Núna var ég að setja upp VPN net í gegnum Express VPN með UDM Pro sbr. https://www.youtube.com/watch?v=tDG3HHFebxE. Þetta virðist vera aðeins öðruvísi útfærsla en þegar maður notar appið á tölvunni þ.e. notast við OpenVPN manual configuration. Ef ég tengist þessu neti þá fattar t.d. amazon um leið að ég er á vpn-i og ekkert virkar.

Kannast einhver við þetta vandamál og ef svo er, hvort það sé einhver lausn?

Með fyrirfram þökkum.

Re: UDM Pro og VPN

Sent: Þri 29. Ágú 2023 16:58
af oon
Ertu að koma út frá sömu nóðum / IP tölum hvort sem þú tengist með appinu beint af vélinni þinni eða í gegnum UDM-inn?

Notarðu browser til að horfa á streymin? Spurning um að prófa að opna í private window ef viðkomandi streymisþjónusta gæti hafa skilið eftir cookie.

Hef annars notað þessa þjónustu reglulega með ágætis árangri - ekkert VPN heldur selective transparent routing með því að stilla DNS.
https://vipdnsclub.com/

Re: UDM Pro og VPN

Sent: Þri 29. Ágú 2023 20:28
af ice_pdx
Ekki alveg sömu IP tölum, en svipuðum (er að tengjast USA - New Jersey - 3 svæðinu hjá Express í báðum tilvikum) þ.e. IP location eru einhverjir staðir í New Jersey, t.d. 173.239.204.27 í gegnum UDM og 136.144.35.244 í gegnum appið.

Vandamálið er í raun að ég vildi tengjast VPN í gegnum sjónvarpið þ.e. netið í sjónvarpinu og þannig komast í USA útgáfur af Amazon, netflix, etc. Þar sem það er ekki express vpn app þar, þá var planið að nota VPN í gegnum UDM-inn. Er hægt að fiffa þetta í gegnum DNS-inn? Eða með öðrum aðferðum?

Takk fyrir hjálpina!

Re: UDM Pro og VPN

Sent: Þri 29. Ágú 2023 21:34
af oon
En já, DNS routing þjónustur eins og þessar virka þannig að þær þekkja á hvaða DNS endapunktum streymisþjónusturnar keyra. Þú hvítlistar IP töluna þína svo hún megi tala við þjónustuna, stillir netið í tækinu á að nota þessa DNS þjóna og þá beinist traffíkin til þessara streymisþjónusta í gegnum proxy hjá þeim í stað þess að þú talir beint við þær. Þú þarft þ.a.l. engan VPN client.

Það er algengt að streymisþjónusturnar blacklisti IP tölur sem eru samnýttar sem útgangspunktar hjá mörgum viðskiptavinum í VPN þjónustum. Þess vegna rukka sumar þessar þjónustur á borð við VIP DNS club meira eftir því hversu margir kúnnar samnýta sömu útgangsnóður (IP).

Ég myndi persónulega ekki stilla tölvuna eða símann minn á að nota svona DNS þjóna en læt það slæda á sjónvarpsboxi.

Re: UDM Pro og VPN

Sent: Mið 30. Ágú 2023 06:11
af ice_pdx
Takk kærlega fyrir þetta ráð. Ég prófa það. Ein follow-up spurning. Þegar þú talar um að hvítlista IP töluna mína, er það rétt skilið hjá mér að það sé public IP talan sem ég fæ frá ISPanum (í mínu tilfelli, 157. etc frá mílu)? Ef svo, hún getur breyst, er það ekki? Gerist kannski ekki oft, en mögulegt. Geri ráð fyrir að þá þurfi bara að hvítlista nýju, etc.

Takk aftur!

Re: UDM Pro og VPN

Sent: Mið 30. Ágú 2023 22:17
af oon
Já, hvítlistar public töluna. Hún breytist sjaldan eða aldrei, amk ekki breyst hjá mínum ISP í einhver ár.

Re: UDM Pro og VPN

Sent: Mán 04. Sep 2023 06:14
af ice_pdx
Takk fyrir þessa tillögu. Svínvirkaði.