Besta vefhýsingin?


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 540
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 53
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Besta vefhýsingin?

Pósturaf falcon1 » Fim 22. Sep 2022 14:38

Ég er núna búinn að cancella vefhýsingunni hjá Hostgator sem ég hafði notað frá því árið 2008 án vandræða þar til núna síðustu mánuði þegar ég var hakkaður og ekki tókst að koma upp ósmituðu afriti í gagnið. Það er auðvitað líka mér að kenna að hafa ekki verið nógu duglegur að taka reglulega backup sjálfur af vefsíðunum sem ég hýsti á þessum reikningi en þetta kennir manni bara að vera duglegri við það á næsta stað. Sem betur fer voru þetta nú ekkert svakalega merkilegar vefsíður þannig að skaðinn er svo sem ekki mjög mikill, aðallega bara leiðindartilfinning að hafa verið hakkaður svona og skemmt fyrir manni.

En þá er það spurninginn, hvert ætti maður að fara? Mynduð þið frekar hýsa hjá innlendum aðila en erlendum? Þetta er blanda af .com og .is lénum sem ég er með.

Hvaða vefhýsingarfyrirtæki eru í boði hérlendis?

Hvar eruð þið að hýsa ykkar vefsíður og hvernig er reynsla ykkar á þeim stað?



Skjámynd

NonniPj
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Þri 05. Mar 2013 23:06
Reputation: 2
Staðsetning: Íslandi
Staða: Ótengdur

Re: Besta vefhýsingin?

Pósturaf NonniPj » Lau 01. Okt 2022 12:32

Sæll, er sjálfur hjá 1984.is með nokkrar hýsingar og finnst þeir bara hafa átt markaðinn hérna heima seinustu árin. Flott þjónusta og fín verð, verðin eiga aftur á móti ekkert í þessi erlendu stóru fyrirtæki en ég hef réttlætt það fyrir sjálfum mér að vera þá með hýsinguna hérna innanlands og fá því meiri hraða.
Lénin breyta ekki máli, hvort þau séu .com/.is/.io eða hvað eina, getur keypt hýsinguna hjá þeim fyrir 1154 kr á mánuði fyrir öll lénin þín.
Gangi þér vel :)

kv.
Nonni


if (human.mass > earth.mass)
earth.explode();

Skjámynd

techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Besta vefhýsingin?

Pósturaf techseven » Mið 05. Okt 2022 10:10

"Besta vefhýsingin?" Er stór spurning - hvað má þetta kosta á ári? Þú vilt væntanlega "reseller" hýsingu?


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio