Síða 1 af 1

Office vs. Openoffice vs. Libreoffice

Sent: Fös 09. Sep 2022 22:32
af falcon1
Hvað er best af þessum office pökkum?

Re: Office vs. Openoffice vs. Libreoffice

Sent: Fös 09. Sep 2022 22:52
af Henjo
Libreoffice er betri útgáfan af Openoffice (þeir sem gerðu openoffice yfirgáfu verkefnið og gerðu fork og því varð til Libreoffice)

Libreoffice er fínt, getur byrjað þar. Ef til þess kemur að þú þarft eitthv advance fídusa úr MS office þá geturðu bara keypt það. Hef sjálfur ekki notað office síðan office 2007 var thing. Hef alltaf bara verið með Libre og allt gengið rosa vel, enda þarf ég ekki alla þessa advanced fídus sem office býður uppá.

Hvað er best þýðir í raun hvað er best fyrir hvern og einn. Microsoft og hvernig þeir kjósa að koma fram við viðskiptavini sína er langt frá því það sem ég tel vera best. Því er Libre best fyrir mig.

Re: Office vs. Openoffice vs. Libreoffice

Sent: Lau 10. Sep 2022 09:13
af TheAdder
Ég nota LibreOffice almennt, fyrir almenna notkun er það fínt. Fyrir stærðfræði í skóla, þá er formúlu fídusinn í LibreOffice mun betri en í MS Office.