Netuppfærsla


Höfundur
eini
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 01. Mar 2006 14:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Netuppfærsla

Pósturaf eini » Fös 17. Jún 2022 08:36

Þyrfti að fá einhvern til að yfirfara netið hjá mér. Er í ca 100 fermetra íbúð og netið er mjög slappt. Að sjálfsögðu borga ég fyrir þetta. Er í Reykjavík.
Hlynzi
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 10
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netuppfærsla

Pósturaf Hlynzi » Fös 17. Jún 2022 10:18

Oftast dugir nú bara að uppfæra routerinn, þessir sem símafyrirtækin skaffa eru ódýrir og ráða illa við marga notendur.

Ég uppfærði í þennan: Asus RT-AX58U (en er ennþá með ljósleiðaraboxið frá Símanum) en þessi router sér um WiFi og snúrutengdar tölvur, þráðlausa netið varð mun öflugara, hraðinn alveg hörkufínn á öllum vélum þó svo hann sé staðsettur inní miðri geymslu svo það eru lágmark 1 veggur á milli, stundum 2 veggir (110 fm íbúð), þeim mun meira sem hægt er að koma á snúru því betra.


Hlynur


Trihard
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Netuppfærsla

Pósturaf Trihard » Fös 17. Jún 2022 11:10

Ég keypti mér annan router,TP-Link á 15 þús í Elko og setti hann á aðra hæð í húsinu á meðan að routerinn frá netfyrirtækinu er niðri.
Svo tengdi ég TP-Link routerinn í Lan portið á báðum tækjum með 10-15m netsnúru sem ég límdi á vegginn með hitabyssu og bráðnu plasti.
Þarft ekki að fjárfesta í wifi extendurum, kösturum, wifi yfir rafmagn eða öðru bulli. TP-Link routerinn nær fullum 1Gbps hraða þegar hann er beintengdur með snúru.Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2803
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 422
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Netuppfærsla

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 17. Jún 2022 11:56

Mæli með að lista upp hvernig nettengingu þú ert með, vdsl eða ljósleiðara? Hvernig endabúnað/router ertu að nota? Er vandamál bundið við þráðlaust net eða einnig þegar þú ert snurutengdur? þetta væri eitthvað sem ég hefði viljað vita áður en ég myndi mæta á staðinn (þ.e ef ég væri að leita mér að tilfallandi verkefni sem ég er ekki að gera btw).


Just do IT
  √

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2601
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 121
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Netuppfærsla

Pósturaf CendenZ » Fös 17. Jún 2022 13:11

myndi jafnvel segja að fyrsta skrefið væri að hringja í þjónustufyrirtækið og fá þá til að líta á þetta O:)