Þráðlaus netkort með WiFi 6


Höfundur
jonfr1900
Kerfisstjóri
Póstar: 1217
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 149
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Þráðlaus netkort með WiFi 6

Pósturaf jonfr1900 » Fim 16. Jún 2022 23:13

Þar sem ég er að reyna að losa mig við snúrur úr nýju íbúðinni hjá mér (og fækka tölvum sem ég nota reglulega niður í tvær eða þrjár). Þá er ég að spá í að skipta yfir í WiFi alveg fyrir internet í tölvunni hjá mér. Ég er með WiFi 6 router sem ég vildi gjarnan fá að nota á WiFi 5Ghz þar sem ég næ þá hámarks hraðanum 1200Mbps með WiFi 6. Tölvan er í sama herbergi og routerinn (stofunni, þar sem ljósleiðarinn verður tengdur) og því er ekki vandamál með merki á milli tölvunnar og routersins.

Ég er að velta því fyrir mér hvort að einhver hérna viti af WiFi 6 kortum sem ég gæti notað. Ég veit ekki hvernig PCIe bus ég er með en móðurborðið er frá árinu 2014 eða 2015 og því hef ég lent í því að fá PCIe kort sem passar ekki í tölvuna hjá mér (USB3-C kort eru eitt slíkt dæmi).

Takk fyrir aðstoðina.Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1822
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 221
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaus netkort með WiFi 6

Pósturaf Moldvarpan » Fös 17. Jún 2022 07:00

Ef þú telur þig ekki getað notað PCIe, þá væri eflaust best að snúa sér að USB.

https://tl.is/asus-wifi-usb-ax56-ax-tradlaust-netkort.html