Síða 1 af 1

Debian stútar DNS

Sent: Þri 12. Apr 2022 10:20
af Rafurmegni
Daginn Vaktarar,

Ég setti upp Debian 11 hjá mér til að vera með stöðugt stýrikerfi til að keyra HomeAssistant. Er farinn að halda að það hafi verið mistök. Ég setti upp tvær eins vélar og önnur er klettstöðug. Hin vélin er hins vegar að stríða mér. Eftir að komast ekki inn á SSH eða nokkrar aðrar þjónustur (Portainer, Webmin eða HA) en samt með fínt ping þá fór ég inn á vélina beint og komst að þvi að hún var ekki með virkar DNS stillingar ( þrátt fyrir að /etc/network/interfaces sé rétt sett upp og virkaði fínt í margar vikur). Þar skilgreini ég sum sé dns-nameservers stikann.

Eftir að hafa gruflað í þessu í heilt kvöld þá endaði ég á að setja nameserver beint inn í /etc/resolv.conf og gerði skrána "read only" svo að network manager hætti að fokka í henni (sum sé tæma hana). Þetta er engin lausn, mig langar að skilja hvers vegna network manager ákvað að hætta að virka og nota dns-nameserver upplýsingarnar í conf skránni. Hin Debian vélin er með nákvæmlega eins conf skrá (mínus IP töluna) og virðist virka vel.

Hefur einhver rekist á þetta vandamál?

Megni

Re: Debian stútar DNS

Sent: Þri 12. Apr 2022 11:21
af russi
Ertu að lenda í þessu eftir að hafa keyrt apt upgrade?
Lenti í því í gær... kom villa á netkortið, Debian fann ekkert um það og henti í raun configginu af kortinu út. lagaðist þó þegar ég setti það inn aftur

Re: Debian stútar DNS

Sent: Þri 12. Apr 2022 20:38
af Rafurmegni
russi skrifaði:Ertu að lenda í þessu eftir að hafa keyrt apt upgrade?
Lenti í því í gær... kom villa á netkortið, Debian fann ekkert um það og henti í raun configginu af kortinu út. lagaðist þó þegar ég setti það inn aftur


Nei ég snerti ekki við vélinni, hún sá um þetta sjálf