Unraid fyrir Plex server?

Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf Krissinn » Mið 13. Okt 2021 19:42

Gott kvöld.

Hefur einhver reynslu af því að keyra Plex server á Unraid OS-inu? Langar helst að eiga möguleika á því að geta bætt við geymsluplássi eftir þörfum m.a, svo væri það ekkert verra ef t.d þetta OS væri User friendly :P Hef gefist upp á TrueNas og er semsagt að hugaleiða það að velja annað þægilegra OS. Ef þið eruð að nota annað en Unraid, sem býður þó upp á það sem ég nefndi þá væri gott að fá hugmyndir. Með fyrirfram þökk :)




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf TheAdder » Mið 13. Okt 2021 20:05

Sem TrueNAS notandi, þá langar mig að spyrja hvað veldur því að þú gafst upp á því?
(Ég er enginn sérfræðingur, bara áhugasamur notandi)


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


battleship
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mið 21. Mar 2018 10:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf battleship » Mið 13. Okt 2021 20:23

Já, keyri mitt plex af unraid, ekkert vesen hingað til. Það eina er að ég er ekki með skjákort fyrir efni sem þarf að transcode-a svo það veldur stundum flöskuháls, en það kemur ekki oft fyrir. Hjá mér er þetta sett up sem docker gámur sem er auðveldur í viðhaldi og uppfærslum.



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf Krissinn » Mið 13. Okt 2021 20:40

TheAdder skrifaði:Sem TrueNAS notandi, þá langar mig að spyrja hvað veldur því að þú gafst upp á því?
(Ég er enginn sérfræðingur, bara áhugasamur notandi)


T.d fyrst núna er ég loksins að komast inn á SMB/Network share-ið, búið að vera niðri síðan ég veit ekki hvenær. Hef ætlað að setja inn nýtt efni en ekki getað það :mad Það var kominn uppfærsla sem ég keyrði inn í gærkvöldi og eftir nokkur restart og ves þá hrökk þetta loksins í gang.... Fyrsta sem ég gerði var að byrja að afrita allt safnið, og er enn að. 7-9-13 að þetta lokist ekki aftur allt í einu :| Svo er skilst mér ves að bæta við geymsluplássi, Er fyrir löngu búinn að setja auka HDD sem ég ætlaði að hengja við Plex söfnin til að fá meira pláss en það hefur ekki gengið.




Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf Predator » Mið 13. Okt 2021 20:49

Helsti mínusinn sem ég rak mig á þegar ég var að skoða þetta var að unraid gat ekki tekið við hörðum diskum sem eru með efni nú þegar heldur þarf að formata diska þegar þeir eru settir upp. Endaði á að nota proxmox sem hypervisor og keyra þetta í docker/ubuntu VM. Nota svo snapraid og mergefs til að halda utan um diskana. Er að nota Intel Quicksync fyrir Transcoding en er með of gamlan örgjörva til að transcoda 4K efni.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf MrIce » Mið 13. Okt 2021 23:51

Ég er að nota unraid fyrir plex vélina hjá mér og hef ekkert nema gott að segja um þetta, þægilegt viðmót og allt virkar eins og það á að virka (do note : er bara að runna plex & torrent client á þessu). Þetta hefur virkað skothelt fyrir mig, en hef ekki ennþá þurft að bæta diskum við þannig að ég get ekkert sagt hversu mikið vesen (or not) það væri :-k


-Need more computer stuff-


BO55
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf BO55 » Fim 14. Okt 2021 00:45

Ég mæli með að prófa Stablebit Drivepool og Scanner. Frábært combo sem gerir það sem þú ert að spyrja um. Keyrir á Windows.
Búinn að nota þetta í mörg ár. Skíteinfalt og klikkar ekki.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf Dropi » Fim 14. Okt 2021 08:56

Ég er með Sonarr, Radarr, Transmission og PLEX á mínum UnRaid. Það hefur gengið svo vel að ég er alveg í skýjunum með það. Keypti Basic license og er með 5 diska eins og er.

MrIce skrifaði: Þetta hefur virkað skothelt fyrir mig, en hef ekki ennþá þurft að bæta diskum við þannig að ég get ekkert sagt hversu mikið vesen (or not) það væri :-k

Það er ekkert mál, stoppar bara arrayið og configurar það upp á nýtt. Ég var að færa til diska og skipta um parity drif og það var easy peasy. Vera bara duglegur að nota Moverinn eða docker sem heitir krusader til að passa að gögn á disknum sem þú ert að taka úr séu örugglega farin yfir á annan disk.

Mæli sérstaklega með því að hafa einhvern SSD cache disk. Ég er með tvo gamla 120GB SSD - einn cache og einn sem heldur utanum litlar skrár sem ég vil hafa meiri hraða á eins og leikjaserverar og þannig. Seinna fer ég í stærri SSD diska en þessir duga flott þangað til.
Síðast breytt af Dropi á Fim 14. Okt 2021 09:01, breytt samtals 2 sinnum.


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Unraid fyrir Plex server?

Pósturaf sigurdur » Fim 14. Okt 2021 11:36

Ég setti upp Unraid fyrir 8 árum á Xeon server sem er að verða 13 ára í vetur. Er núna að keyra Plex, Sonarr, Radarr og SABnzbd, Unifi controller og eitthvað fleira í Docker. Var upphaflega með 4x 2TB diska og 3-4 minni diska en uppfærði parity diskinn í 4TB fyrir ca 3 árum og hef uppfært diska af og til með 4TB þegar þeir eru orðnir of gamlir eða mig vantar pláss.

Er núna með 1x120GB SSD disk sem cache. Fann mikinn mun á því.

Fínir tékklistar til á Unraid vefnum ef maður þarf að stækka parity disk eða bæta við/skipta út diskum. Hefur ekki slegið feilpúst í þessi 8 ár.

Bætti við 1050Ti korti í fyrra fyrir transcoding í Plex. Það er fínt til að taka loadið af örgjörvanum.