Síða 1 af 1

Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fim 22. Apr 2021 01:57
af Bretti
Sæl öll.
Ég er byrjandi í MS Assecc og nú vantar mig form til að halda utan um kunningja og aðra.
Er nokkur séns að einhver eigi svona eða geti galdrað það fyrir mig?
Ég var að hugsa um að skrá:Kt.,Nafn,Atvinna,Sími 1,Sími 2,Netfang,Heimilisfang,Vinnustaður,,, Texti,Mynd.
Er þetta voða flókið? Ég er orðin alltof gamall til að fara að læra of mikið núna. Gæti verið afi ykkar þess vegna.
Er með office 97 og fæ enga þjónustu frá MS
Skál og gleðilegt sumar.

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fim 22. Apr 2021 02:41
af Bretti
Viðbót.
Er kannski til eitthvað tilbúið í svona?
Td.: Client Database Tools
Þekkir það nokkur?

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fim 22. Apr 2021 07:27
af Hjaltiatla
Bretti skrifaði:Viðbót.
Er kannski til eitthvað tilbúið í svona?
Td.: Client Database Tools
Þekkir það nokkur?


Hef séð fólk vera að nota tólið "Notion" til að halda utan um Contacta. Getur t.d googlað "Notion CRM"
https://www.notion.so/


Einnig geturu meira að segja ráðið þér verktaka á Fiverr ef þess gerist þörf.
https://www.fiverr.com/search/gigs?query=notion&source=main_banner&search_in=everywhere&search-autocomplete-original-term=notion

Eflaust eru til einhver mjög flókin CRM kerfi en Notion er fríkeypis og mjög vinsælt.

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fim 22. Apr 2021 10:46
af hagur
Bretti skrifaði:Sæl öll.
Ég er byrjandi í MS Assecc og nú vantar mig form til að halda utan um kunningja og aðra.
Er nokkur séns að einhver eigi svona eða geti galdrað það fyrir mig?
Ég var að hugsa um að skrá:Kt.,Nafn,Atvinna,Sími 1,Sími 2,Netfang,Heimilisfang,Vinnustaður,,, Texti,Mynd.
Er þetta voða flókið? Ég er orðin alltof gamall til að fara að læra of mikið núna. Gæti verið afi ykkar þess vegna.
Er með office 97 og fæ enga þjónustu frá MS
Skál og gleðilegt sumar.


Þarftu endilega að nota MS Access í þetta? Það eru til miklu einfaldari leiðir, gætir t.d sett upp Google Forms sem tekur við þessum upplýsingum og geymir.

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fim 22. Apr 2021 12:39
af ElGorilla
SQLite Browser er líka fínn. Til sem portable forrit.
https://sqlitebrowser.org

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fim 22. Apr 2021 13:44
af mikkimás
Ég elska Ms Access, en ekki koma nálægt því ef þú ert ekki tilbúinn að læra á það.

Google Forms er mögulega málið.

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fim 22. Apr 2021 17:22
af thrkll
Notar einhver Microsoft Access í dag?

Mynd

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fim 22. Apr 2021 23:22
af dadik
Kemur á óvart hvað mikið af fyrirtækjum og stofnunum er ennþá að nota þetta. Ekki jafnmikið notað og Excel (sem öll fyrirtæki í heimi nota) en þú finnur þetta ansi víða.

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fös 23. Apr 2021 08:49
af depill
Jæja ég ætla að gefa eina viðvörun hérna á fólk. Aðilinn er að biðja um hjálp til að meðhöndla tengiliða upplýsingar ekki drull á tólið sem hann heldur að sé best.

Enn Bretti, Office 97 er löngu dottið úr support og Access er algjör overkill fyrir þetta. Hvort sem þú nota, Mail.app, Gmail, Outlook eða hvaða tölvupóst forrit þá er yfirleitt til tengiliðaskrá sem getur gert þetta fyrir þig sem ætti að vera feikinóg. Myndi bara nota tölvupóst forritið í þetta.

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fös 23. Apr 2021 09:59
af hagur
depill skrifaði:Jæja ég ætla að gefa eina viðvörun hérna á fólk. Aðilinn er að biðja um hjálp til að meðhöndla tengiliða upplýsingar ekki drull á tólið sem hann heldur að sé best.

Enn Bretti, Office 97 er löngu dottið úr support og Access er algjör overkill fyrir þetta. Hvort sem þú nota, Mail.app, Gmail, Outlook eða hvaða tölvupóst forrit þá er yfirleitt til tengiliðaskrá sem getur gert þetta fyrir þig sem ætti að vera feikinóg. Myndi bara nota tölvupóst forritið í þetta.


Ég er kannski blindur/ólæs en sé bara ekkert drull hérna, heldur frekar eðlilegar ábendingar um önnur eflaust hentugri tól, plús eitt frekar saklaust meme.

Re: Assecc gagnagrunns módel

Sent: Fös 23. Apr 2021 13:45
af Bretti
depill skrifaði:.....
Enn Bretti, Office 97 er löngu dottið úr support og Access er algjör overkill fyrir þetta. Hvort sem þú nota, Mail.app, Gmail, Outlook eða hvaða tölvupóst forrit þá er yfirleitt til tengiliðaskrá sem getur gert þetta fyrir þig sem ætti að vera feikinóg. Myndi bara nota tölvupóst forritið í þetta.

Þakka ykkur öllum frábær svör. Auðvita vissi ég ekki hvað Asssecc var frekar en margt annað. Ég hefði átt að kalla þetta tengiliðaskrá sem ég þyrfti að halda utan um, strax í upphafi.

Sé að eitthvað póstforrit getur vel gagnast. Ætlla að skoða það.

Varðandi Office, þá er ég með 2007 útgáfu sem einnig er of gömul. Hef ekki efni á að uppfæra.

Enn og aftur, kærar þakkir.