Síða 1 af 1

4G sem varaleið

Sent: Mið 31. Mar 2021 15:51
af asgeirbjarnason
Sælir.

Hvaða leið er best að fara til að setja upp 4G varaleið í lítið fyrirtæki með EdgeRouter hérna í íslandi? Þarf að geta monitorað varaleiðina og tengst inn á routerinn, bæði þegar aðalleiðin og varaleiðin er virk. Er einhver að selja 4G módem eða 4G router sem er hægt að setja upp í bridged mode hérna á landi?

Re: 4G sem varaleið

Sent: Mið 31. Mar 2021 16:50
af Dr3dinn
Til basic routerar sem gera þetta og svo bjóða fjarskiptafyrirtækin upp á "fyrirtækja/cisco" routera með 3G/4G varaleið.
(veit að síminn býður upp á þetta)

Rosalega margar búðir með þetta í dag.

Re: 4G sem varaleið

Sent: Mið 31. Mar 2021 16:54
af jonsig
Fyrirtækjaþjónusta símans er með svona cisco routera með Cell redundancy tengingu sem þú leigir.

Annars keypti ég einhverntíman ódýran ASUS router í @tt.is sem maður stakk 4G modulu í usb socketið á sem var hægt að nota bæði sem Bridged eða og / eða sem redundancy. (ASUS RT-xxxx) 6þ dót

Re: 4G sem varaleið

Sent: Mið 31. Mar 2021 22:23
af asgeirbjarnason
jonsig skrifaði:Annars keypti ég einhverntíman ódýran ASUS router í @tt.is sem maður stakk 4G modulu í usb socketið á sem var hægt að nota bæði sem Bridged eða og / eða sem redundancy. (ASUS RT-xxxx) 6þ dót


Ekki séns að þú munir hvaða ASUS búnaður þetta var? Ódýr bridged-mode búnaður er einmitt það sem ég myndi vilja

Re: 4G sem varaleið

Sent: Mið 31. Mar 2021 23:22
af jonsig
Man að hann kostaði bara kringum 6-7þ í @tt.is en sé hann ekki þar lengur eða á listanum en þetta var einhver sambærilegur RT-AC51U

Re: 4G sem varaleið

Sent: Fim 01. Apr 2021 00:16
af russi
Draytek routerar bjóða uppá þetta, þ.e.a.s að tengja með 3G/4G USB. Þeir fást hjá Icecom og eru mjög fínir. Hafa innbyggt VPN í sér til dæmis og allskonar annað skemmtilegt.

En uppá það að geta svo tengst honum sjálfur í gegnum 4G þá þarftu að biðja um fasta IP tölu á 4G kortið

Tekkaðu á Draytek Vigor 2926/2927 til að byrja með á heimasíðu Draytek, getur líka farið í support þar og farið í live demo og séð hvernig er að stilla hann og vinna á honum

Re: 4G sem varaleið

Sent: Fim 01. Apr 2021 09:22
af depill
Sko það eru nokkrar leiðir

1. Vodafone og Síminn leigja þér router ( Cisco branded ) sem eru með 4G varaleið, þetta er dýrast
2. Huawei router inn sem Vodafone leigir á einstaklingsmarkað hefur möguleika á því að takavið 4G dongle og automatic fallback.
3. Það eru til einhver höck að til að enable usb-serial mode í firmwareinu fyrir EdgeRouter, mæli ekki með því.
4. Kaupa 4g router, þetta er ekki geggjuð leið, en líklegast skást ef þú vilt halda í ER. Þessi router https://vodafone.is/internet/4g-net/netbunadur/ styður bridge mode ( slökkva á DHCP og kveikja á bridge )

Ef þú vilt svo ná sambandi inná routerinn þegar hann er á 4G backupi þá þarftu að kaupa IP tölu á routerinn ( leiga per mánuð sem hækkar mánaðargjaldið ). Þar sem by default er allt mobile CGNATað af öllum fjarskiptafyrirtækjunum. Þú getur líka gert tunnel út á við og komist þannig inn. Enn bara veldu your poision :).

Re: 4G sem varaleið

Sent: Fim 01. Apr 2021 10:24
af Strákurinn
Mikilvægt er að hafa í huga að ef fyrirtækið er staðsett í stórum kjörnum með öðrum fyrirtækjum og það verður strengslit sem lætur ykkur fara yfir á 4G varaleið þá mun það ekki vera optimal þar sem öll önnur fyrirtæki í kring færa sig líka á 4G og þá er töluvert meira álag á 4G sendunum á svæðinu.

Gerðist við stóra slitið í klettagörðum og í Ármúla í fyrra, 4G varaleiðir voru ónothæfar vegna álags á sendana.

Re: 4G sem varaleið

Sent: Fim 01. Apr 2021 19:27
af surgur
Er að nota FortiGate + Fortiextender heima hjá mér.
Getur líka notað FortiGate 40F 4G/3G.
Hugsa þú getir fengið þetta leigt hjá Símanum :)

Re: 4G sem varaleið

Sent: Fim 01. Apr 2021 23:43
af jonsig
depill skrifaði:Sko það eru nokkrar leiðir

1. Vodafone og Síminn leigja þér router ( Cisco branded ) sem eru með 4G varaleið, þetta er dýrast
2. Huawei router inn sem Vodafone leigir á einstaklingsmarkað hefur möguleika á því að takavið 4G dongle og automatic fallback.
3. Það eru til einhver höck að til að enable usb-serial mode í firmwareinu fyrir EdgeRouter, mæli ekki með því.
4. Kaupa 4g router, þetta er ekki geggjuð leið, en líklegast skást ef þú vilt halda í ER. Þessi router https://vodafone.is/internet/4g-net/netbunadur/ styður bridge mode ( slökkva á DHCP og kveikja á bridge )

Ef þú vilt svo ná sambandi inná routerinn þegar hann er á 4G backupi þá þarftu að kaupa IP tölu á routerinn ( leiga per mánuð sem hækkar mánaðargjaldið ). Þar sem by default er allt mobile CGNATað af öllum fjarskiptafyrirtækjunum. Þú getur líka gert tunnel út á við og komist þannig inn. Enn bara veldu your poision :).


Getur hann ekki eins notað Ddns?

Re: 4G sem varaleið

Sent: Fös 02. Apr 2021 07:37
af depill
jonsig skrifaði:
Getur hann ekki eins notað Ddns?


Ekki hér. Venjan er að það eru mjög margir notendur sem fara út á sömu ip tölu á 4G ( Carrier-grade NAT ). Þannig að þinn router og routerinn hliðiná nota sömu IP Tölu. Þannig þegar þú færð venjulega 4g router þá ertu með double nat. Hins vegar geturðu reynt NAT eða Tunnel frá router til að komast fram hjá þessu.

Vélin þín 192.168.1.0/24 -> Router(NAT) -> Farsímakerfi(non public tala) -> Router(NAT) -> Internet

Svo ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu myndi ég athuga hvort það sé hægt að fá GPON fyrir fyrirtæki eða GR Ljósleiðara þetta orðið á þannig verði að það er alveg hægt að justify + Ljósnet fyrir lítil fyrirtæki. Litla fyrirtæki foreldra minna sem er mjög dependant á netið er með GR Ljós frá Vodafone og svo Ljósnet sem backup.

Re: 4G sem varaleið

Sent: Fös 02. Apr 2021 16:52
af mort
ég er auðvitað Cisco fanboy - þannig þetta er "trivial" í t.d. Cisco ISR 1100 eða 881-4G. Þá ertu með allt í sama routernum, getur "trackað" aðaltenginguna með IP SLA (ef interface'ið fer ekki niður).

þekki ekki alveg Edgerouter.

Fer soldið eftir hvað þú ert að verja, ef þetta er bara internet access, engar þjónustur út á netið er þetta einfallt.

En ef það er eitthvað tracking í Edgerouter þá gætir þú einfaldlega verið með ódýran 4G router á sér porti - þá í NAT með dynamic tölu og látið Edgerouterinn tracka aðalsambandið, lækka admin cost á default rútunni og þá verður 4G default rútan virk.

Svo gætir þú einnig verið með static tölu á 4G og þá notað bridge mode, Huawei routerinn sem ég hef verið með getur það.

ps ég á 881-4G fyrir þig cheap ef þig vantar ;)

kv
Mort