Vandamál með port forward á Linksys router

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf DoofuZ » Mið 03. Mar 2021 11:24

Ég er með Linksys EA2700 router, svo er ég með Apache vefþjón uppsettan á tölvu á heimilinu og í router eru 3 external port send áfram á port 80 á ip tölu tölvunar sem virkar alveg en það er ansi oft sem ég þarf að bíða í smá stund ef ég er að opna bara mjög einfalda statíska vefsíðu á vélinni og í iPad næst varla neitt samband við vélina (bæði utan heimanetsins).

Ég hélt fyrst að þetta væri útaf einhverjum takmörkunarstillingum umferðar á vefþjóninum svo ég hækkaði allar svoleiðis stillingar en það hjálpaði ekki neitt, svo var ég líka hvorki búinn að uppfæra vefþjóninn né breyta stillingum í mjög langan tíma og þetta virkaði betur fyrir ekkert svo löngu síðan.

Á heimanetinu virkar allt án vandræða í öðrum tölvum svo ég get þá útilokað vefþjóninn svo routerinn virðist vera vandamálið. Síður sem prófa opin port segja að portin séu aðgengileg og allt virðist vera rétt stillt í router. Hvað er eiginlega vandamálið? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Atvagl
Nörd
Póstar: 127
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf Atvagl » Mið 03. Mar 2021 11:57

Hvernig eru up/down og ping niðurstöður hjá þér á Speedtest.net?


|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf DoofuZ » Mið 03. Mar 2021 12:56

Samkvæmt Speedtest.net þá er upload 465.65 Mbps, download 161.35 Mbps og ping er 5 ms. Tengingin hjá mér hefur aldrei verið vandamál.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf kornelius » Mið 03. Mar 2021 22:29

Hljómar eins og að vefþjónnin nái ekki að resolv'a DNS?



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf DoofuZ » Sun 07. Mar 2021 21:13

kornelius skrifaði:Hljómar eins og að vefþjónnin nái ekki að resolv'a DNS?

Held að það sé ekki vandamál. Ef ég opna wan ip-töluna að utan (í símanum) á porti 80 þá kemur admin kerfið fyrir routerinn og ef ég geri port forward frá porti 80 yfir á port 80 á tölvunni þá virkar vefþjónninn án vandræða. Þetta virðist bara vera einhver böggur í router að ef ég geri forward frá einhverju öðru porti en 80 yfir á port 80 á tölvunni að þá virkar það ekki. En ég vil helst ekki vera með vefþjóninn á tölvunni minni opinn á porti 80 útávið, vil frekar hafa annað port útávið en er innan heimanetsins. Það bara virðist ekki vera hægt og ég botna bara ekkert í af hverju það er :catgotmyballs

Er einhver hér með svipaðan eða sama router og getur testað hvort það virki að gera port forward frá einhverju random porti yfir á port 80 á vefþjón á heimanetinu? :-k Ég uppfærði nýlega í nýjasta firmware á router og það hjálpaði ekkert.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf kornelius » Sun 07. Mar 2021 22:25

DoofuZ skrifaði:
kornelius skrifaði:Hljómar eins og að vefþjónnin nái ekki að resolv'a DNS?

Held að það sé ekki vandamál. Ef ég opna wan ip-töluna að utan (í símanum) á porti 80 þá kemur admin kerfið fyrir routerinn og ef ég geri port forward frá porti 80 yfir á port 80 á tölvunni þá virkar vefþjónninn án vandræða. Þetta virðist bara vera einhver böggur í router að ef ég geri forward frá einhverju öðru porti en 80 yfir á port 80 á tölvunni að þá virkar það ekki. En ég vil helst ekki vera með vefþjóninn á tölvunni minni opinn á porti 80 útávið, vil frekar hafa annað port útávið en er innan heimanetsins. Það bara virðist ekki vera hægt og ég botna bara ekkert í af hverju það er :catgotmyballs

Er einhver hér með svipaðan eða sama router og getur testað hvort það virki að gera port forward frá einhverju random porti yfir á port 80 á vefþjón á heimanetinu? :-k Ég uppfærði nýlega í nýjasta firmware á router og það hjálpaði ekkert.


Hefurðu prufað að ping'a nafn frá vefþjóninum? - t.d. dv.is að eitthvað?



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf DoofuZ » Sun 07. Mar 2021 23:42

kornelius skrifaði:Hefurðu prufað að ping'a nafn frá vefþjóninum? - t.d. dv.is að eitthvað?

Meinaru frá tölvunni minni? Vefþjóninn er nefnilega bara á aðal tölvunni minni. Netið virkar fínt á tölvunni, virkar alveg að ping-a lén og allt það.

Þetta er pottþétt vandamál á routerinum. Sama hvað ég reyni þá virkar engan veginn að ná sambandi að utan við vefþjóninn ef ég er með port forward á router frá einhverju öðru en porti 80 í external yfir á port 80 internal, virkar bara ef ég geri forward frá 80 til 80. Prófaði líka að setja vefþjóninn á annað port eins og 8080 og gerði port forward frá external 8080 yfir á internal 8080 en það virkar ekki heldur. Virkaði heldur ekki að hafa vefþjóninn á porti 8080 og hafa svo forward á router frá external 80 yfir á internal 8080.

Þetta virkaði fínt fyrir ekkert löngu síðan en svo fór tengingin við vefþjóninn að utan að vera svoldið lengi stundum að virka og öðru hverju kom timeout en svo núna bara virkar þetta engan veginn, ekki nema ég sé með port forward frá porti 80 á port 80.

Það er bara eins og routerinn sé að reyna að neyða mig til að nota port 80 opið beint í gegn ](*,)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf DoofuZ » Mið 10. Mar 2021 19:50

Ég prófaði þetta alveg fram og aftur og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að routerinn (eða ISP) var ekki að leyfa tengingar við tölvuna á óþekktum portum svo ég gat t.d. bara fengið port forward frá porti 21, 25, 43 og 80 yfir á innra port 80 til að virka en ekki t.d. port 82 eða 8080 á port 80. Í framhaldi af því prófaði ég að hafa samband við netþjónustuna mína, Nova, og eftir nokkra pósta fékk ég þau svör að það væri ekkert lokað í þeirra kerfum.

Þá ákvað ég að prófa að gera factory reset á routerinum og eftir að ég var búinn að setja hann aftur upp þá setti ég inn port forward á 82 og 8080 yfir á port 80 og það bara virkaði þá loksins :shock:

Ég hef samt ekki hugmynd um afhverju þetta klikkaði svona til að byrja með og afhverju það lagaðist með factory reset því allar stillingar eru eins. Það er samt smá bögg að ef ég reyni að opna vefslóð á tölvunni á réttu porti með curl að utan þá virkar það ekki en ég get samt opnað vefslóðir á símanum á símanetinu og það er einmitt það sem ég vildi fá í lag.

Og annað gott sem gerðist við factory reset er að routerinn er ekki lengur aðgengilegur á porti 80 að utan ef ég er ekki með port forward á því porti inná við.

Vonandi helst þetta svo bara í lagi núna 8-[
Síðast breytt af DoofuZ á Mið 10. Mar 2021 19:52, breytt samtals 1 sinni.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf mainman » Mið 10. Mar 2021 20:38

DoofuZ skrifaði:Ég prófaði þetta alveg fram og aftur og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að routerinn (eða ISP) var ekki að leyfa tengingar við tölvuna á óþekktum portum svo ég gat t.d. bara fengið port forward frá porti 21, 25, 43 og 80 yfir á innra port 80 til að virka en ekki t.d. port 82 eða 8080 á port 80. Í framhaldi af því prófaði ég að hafa samband við netþjónustuna mína, Nova, og eftir nokkra pósta fékk ég þau svör að það væri ekkert lokað í þeirra kerfum.

Þá ákvað ég að prófa að gera factory reset á routerinum og eftir að ég var búinn að setja hann aftur upp þá setti ég inn port forward á 82 og 8080 yfir á port 80 og það bara virkaði þá loksins :shock:

Ég hef samt ekki hugmynd um afhverju þetta klikkaði svona til að byrja með og afhverju það lagaðist með factory reset því allar stillingar eru eins. Það er samt smá bögg að ef ég reyni að opna vefslóð á tölvunni á réttu porti með curl að utan þá virkar það ekki en ég get samt opnað vefslóðir á símanum á símanetinu og það er einmitt það sem ég vildi fá í lag.

Og annað gott sem gerðist við factory reset er að routerinn er ekki lengur aðgengilegur á porti 80 að utan ef ég er ekki með port forward á því porti inná við.

Vonandi helst þetta svo bara í lagi núna 8-[


Um leið og þú opnar fyrir management á routerinn frá wan side þá notar hann port 80 í það sama þótt þú veljir að forwarda því annað.
Það er sennilega það sem hefur ferið að fokka þessu upp hjá þér.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf DoofuZ » Sun 14. Mar 2021 09:59

mainman skrifaði:Um leið og þú opnar fyrir management á routerinn frá wan side þá notar hann port 80 í það sama þótt þú veljir að forwarda því annað.
Það er sennilega það sem hefur ferið að fokka þessu upp hjá þér.

Ég opnaði aldrei fyrir það. Það er þekktur galli á þessum router (og pottþétt öðrum frá Linksys sem nota sama admin kerfi) að það er ekki lengur hægt að slökkva á wan aðgangi að routernum (það var hægt áður, hef séð svoleiðis stillingu). Ég var svo ekki búinn að fikta neitt í neinum stillingum í langan tíma þegar þetta fór allt í einu að verða svona leiðinlegt en af einhverri ástæðu lagaðist svo allt við að gera factory reset, samt setti ég nákvæmlega sömu stillingar og sömu port forward reglur inn eftir það. Og svo hætti routerinn líka þá að vera aðgengilegur útávið sem er bara gott. En ef þetta fer að gerast aftur þá þarf ég mögulega að skoða það að kaupa annan router.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með port forward á Linksys router

Pósturaf mainman » Sun 14. Mar 2021 19:35

Þá færð þú afsökun til að fá þér Unifi Dream machine pro ;).
Besta stuff sem ég hef fengið mér í langan tíma.