Pósturaf DoofuZ » Mið 10. Mar 2021 19:50
Ég prófaði þetta alveg fram og aftur og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að routerinn (eða ISP) var ekki að leyfa tengingar við tölvuna á óþekktum portum svo ég gat t.d. bara fengið port forward frá porti 21, 25, 43 og 80 yfir á innra port 80 til að virka en ekki t.d. port 82 eða 8080 á port 80. Í framhaldi af því prófaði ég að hafa samband við netþjónustuna mína, Nova, og eftir nokkra pósta fékk ég þau svör að það væri ekkert lokað í þeirra kerfum.
Þá ákvað ég að prófa að gera factory reset á routerinum og eftir að ég var búinn að setja hann aftur upp þá setti ég inn port forward á 82 og 8080 yfir á port 80 og það bara virkaði þá loksins

Ég hef samt ekki hugmynd um afhverju þetta klikkaði svona til að byrja með og afhverju það lagaðist með factory reset því allar stillingar eru eins. Það er samt smá bögg að ef ég reyni að opna vefslóð á tölvunni á réttu porti með curl að utan þá virkar það ekki en ég get samt opnað vefslóðir á símanum á símanetinu og það er einmitt það sem ég vildi fá í lag.
Og annað gott sem gerðist við factory reset er að routerinn er ekki lengur aðgengilegur á porti 80 að utan ef ég er ekki með port forward á því porti inná við.
Vonandi helst þetta svo bara í lagi núna

Síðast breytt af
DoofuZ á Mið 10. Mar 2021 19:52, breytt samtals 1 sinni.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]