Linux og flat panel

Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Linux og flat panel

Pósturaf djjason » Fim 09. Jún 2005 00:55

Ég fékk mér nýlega Dell flat panel monitor og tengi lappan minn (sem keyrir Ubuntu) við hann þegar ég er heima og er að vinna. Það er eitt sem hefur verið að angra mig upp á síðkastið. Ef ég rýni í skjáinn þá virðist stundum eins og það sé örlítið flökt í gangi. Ég sé þetta einna helst á texta sem ég er að skrifa (eins og þennan hérna) og á iconum á desktopinu. Þetta gerist ekki þegar ég er með Windows vél tengda við skjáinn.

Ef einhver mögulega fattar eða heldur að hann fatti hvað ég er að meina og gæti eftilvill lagt eitthvað til málanna þá er það vel þegið.

Ég er með Dell 1905FP skjá, lappinn keyrir Ubuntu Hoary 1280x1024 í 75Hz og skjákortið er ATI Radeon 9200. Mér datt ekki fleirri upplýsingar til að skrifa hér en þessar. Vona að þetta sé nóg.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Fim 09. Jún 2005 08:36

a) Prófaðu frekar 60Hz.

b) Ertu að nota VGA- eða DVI-tengið á lappanum? Allavega, ef þú ert að nota VGA-tengið er skýringin líklega komin. Skjákort á ferðatölvum eru stundum með crappy myndgæði á hliðræna tenginu á skjákortinu. Ég hef t.d. tekið eftir því á sumum fokdýru IBM-ferðatölvunum sem við höfum keypt hér í vinnunni að ákveðinn hluti af myndinni er eins og örlítið í móðu á tilteknu svæð á skjánum. Þetta er eðlilega í fullkomnu lagi ef maður notar DVI-tengið á docking-stöðinni og eins eru IBM-borðtölvurnar sem við kaupum með vel ásættanleg myndgæði ef maður notar VGA-tengið.

Ég er allavega nokkuð viss um að annaðhvort af þessu er orsökin á vandamálinu.

Getur annars fræðilega séð verið driver-vandamál ef ég man rétt - ertu ekki með dual-boot á tölvunni til að prófa teh evil OS?

Ertu happy með 1905? Hvað fékkstu hann á mikið?


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Fim 09. Jún 2005 13:43

skipio skrifaði:a) Prófaðu frekar 60Hz.

b) Ertu að nota VGA- eða DVI-tengið á lappanum? Allavega, ef þú ert að nota VGA-tengið er skýringin líklega komin. Skjákort á ferðatölvum eru stundum með crappy myndgæði á hliðræna tenginu á skjákortinu. Ég hef t.d. tekið eftir því á sumum fokdýru IBM-ferðatölvunum sem við höfum keypt hér í vinnunni að ákveðinn hluti af myndinni er eins og örlítið í móðu á tilteknu svæð á skjánum. Þetta er eðlilega í fullkomnu lagi ef maður notar DVI-tengið á docking-stöðinni og eins eru IBM-borðtölvurnar sem við kaupum með vel ásættanleg myndgæði ef maður notar VGA-tengið.

Ég er allavega nokkuð viss um að annaðhvort af þessu er orsökin á vandamálinu.

Getur annars fræðilega séð verið driver-vandamál ef ég man rétt - ertu ekki með dual-boot á tölvunni til að prófa teh evil OS?



Ég er að nota VGA því það er það eina í boði. Mig grunaði líka að það gæti verið vandamálið. Hélt ekki að þetta væri drivera vandamál þar sem ég er með það nýjasta í þeim efnum. En eins og þú sagðir þá eru alveg VEL ásættanleg gæði og margfalt meira en það þó ég noti VGA enda þarf ég nánast að fara inn í skjáinn til að sjá þetta, maður er bara með svo mikla fullkomnunaráráttu. Ég ætla samt að prófa 60Hz þegar ég kem heim í kvöld. Sjáum hvort að það breyti einhverju. The evil OS er líka á vélinni, reynar mjög hrá uppsetning en þar tek ég ekki eftir þessu eins og ég minntist á í fyrri póstinum.

Ertu happy með 1905? Hvað fékkstu hann á mikið?


Ég er alveg í skýjunum yfir þessum skjá. Frábær myndgæði og svo er hann alveg eins og ég vil hafa þá með litlu border í kringum sjálfan skjáinn ekki eitthvað feitt panel í kringum hann allan hringinn. Það eru USB tengi líka á honum sem er ágætt og svo hægt að snúa honum á alla kanta. Ég fékk hann á rétt rúma 300 $ sem mér reiknast til að séu circa 19.000 kr. Mjög ánægður með að borga það. Alveg topp skjár.

**BREYTT**: Þegar ég kom heim prófaði ég að breyta úr 75Hz í 60 eins og þú lagðir til og viti menn, þetta lagaðist. :) kærar þakkir ;)


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"

- Linus Thorvalds


Hawley
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Fös 21. Maí 2004 22:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hawley » Mán 24. Okt 2005 21:51

1905 skjárirnir eru frábærir (er með 2 þannig fyrir framan mig).

annars kemur það ekkert á óvart að þetta hafi verið eitthvað skrítið við þetta hjá þér þar sem 1280x1024 60Hz er native stillinginn fyrir þessa skjái