Vivaldi - Íslenskur vafri

Tæknilegar umræður um Microsoft málefni, aðstoð og upplýsingar.

netkaffi
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf netkaffi » Mið 13. Maí 2020 17:20

Mynd
Höfundur
JónSvT
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mið 13. Maí 2020 20:50

netkaffi skrifaði:Ég er búinn að vera nota Vivaldi í allavega ár held ég. Alveg eitt það besta sem hefur gerst fyrir vafraheiminn fyrr eða síðar. Af hverju var enginn annar kominn með þessar breytingar, eins og að geta fært address bar og tab bar til hliðar eða niður t.d., alveg ótrúlegt.

Allir þessir customisable möguleikar, aldrei taka þá til baka! Þetta er eins og þetta á að vera í vöfrum. Vafri er fagurfræðilegt tól líka og vinnutól og skemmtitól og það skiptir máli að geta stillt allt eins og maður vill svipað og maður hannar íbúð eins og maður vill þegar maður flytur inn í hana allavega með því að raða húsgögnum. Þetta er málið og þið eruð snillingar.

Þið komuð með svo marga nýja fídusa að það var svo gott að maður trúði því varla. En hann er stöðugur, kröftugur og flottur! Þið komumst á undan stórbáknunum Google og Microsfot á met tíma, varðandi sumt og svo langt á undan á svo stuttum tíma. Alveg magnað. 10/10 guys.


Takk fyrir falleg orð. Okkar hugsun er einmitt að þú eigir að ráða hvernig þú notar vafrann. Við höfum öll mismunadi skoðanir hvernig hlutirnir eiga að virka og í Vivaldi höfum við byggt vafrann þannig að þú getur sett hlutina þar sem þú villt og haft fulla stjórn á því hvernig þú stjórnar vafranum. Við vitum að þetta er ekki venjan, en erum auðvitað sammála þér að það eigi að vera svona!

Jón.
Höfundur
JónSvT
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 15. Maí 2020 16:45

Var í viðtali hjá Tæknivarpinu (https://kjarninn.is/hladvarp/taeknivarpid/2020-05-15-taeknivarpid-nytt-fra-vivaldi-med-jon-von-tetzchner/). Spjallaði um Vivaldi og smá um það sem er á leiðinni líka.

Jón.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14488
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1212
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf GuðjónR » Fös 15. Maí 2020 20:08

Náðirðu að selja Opera fyrir ~87 milljarða ISK?
https://www.engadget.com/2016-07-18-ope ... llion.html
Höfundur
JónSvT
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 15. Maí 2020 21:18

GuðjónR skrifaði:Náðirðu að selja Opera fyrir ~87 milljarða ISK?
https://www.engadget.com/2016-07-18-ope ... llion.html


Ég seldi ekki Óperu. Ég vildi ekki selja Óperu, en aðrir fjárfestar vildu það. Það endaði með að ég hætti sem framkvæmdastjóri í Óperu og seldi minn hlut í fyrirtækinu á markaði. Það er löngu áður en Ópera var seld. Þann pening sem ég fékk þá nota ég núna til að byggja Vivaldi. Vil ekki að neitt slíkt gerist aftur. Þannig eru það bara starfsmenn sem eiga bréf í Vivaldi.

Ef ég á að segja eins og er, þá var verðið sem Kínverjarnir borguðu ekki hátt, en Ópera eiðilagði fyrirtækið mikið eftir að ég hætti. Þeir minnkuðu mikið fjárfestingar í þróun og köstuðu kjarnanum. Ópera hefði allt að 350 milljónir mánaðarlega notendur.

Jón.
Síðast breytt af JónSvT á Fös 15. Maí 2020 21:19, breytt samtals 1 sinni.