Síða 1 af 1

Hafa einhverjir prófað UniFi InWall?

Sent: Mið 15. Apr 2020 11:09
af sigurdur
Ég ætla að fá mér UniFi sendi (1 til að byrja með) í húsið mitt og var fyrst að spá í AC Lite. Til að hafa þetta snyrtilegt þyrfti ég að fara í smá lagnavinnu.

Rakst svo á þessa hér.

Svona get ég væntanlega komið fyrir á/við netdósina á veggnum og þeir falla betur að smekkvísi betri helmingsins. Þeir eru að vísu, sýnist mér, aðeins breiðari en hefðbundin veggdós.

Einhverjir sem geta deilt reynslu eða hafa skoðun?

Re: Hafa einhverjir prófað UniFi InWall?

Sent: Mið 15. Apr 2020 11:37
af Dropi
Þetta er hluti af hótelkerfi ef ég man rétt, skoðaði þetta á sínum tíma þegar við vorum að ákveða hvaða senda við vildum setja í ný skip sem var verið að smíða í hittifyrra. Þetta ætti að virka flott í heimahúsi en athugaðu að samkvæmt lýsingu Origo: Ath PoE injector fylgir ekki með.

Einnig er þetta 48V POE sem þarf þá að spennufæða á hinum endanum þar sem switchinn þinn er. Yfirleitt fara menn í fleiri en 1 svona sendi og nota þá POE Switch sem spennufæðir. 24V POE sýnist mér ekki virka, athugaðu það áður en þú kaupir POE injector. Þessi ætti að virka:
https://verslun.origo.is/SelectProd.action?prodId=11201

Annars fer þessi alveg utaná dósina, en ekki inn í hana. Því skiptir breiddin á henni ekki máli.

Re: Hafa einhverjir prófað UniFi InWall?

Sent: Mið 15. Apr 2020 13:05
af Icarus
In-wallin er poe+, einfaldast bara að keyra það með unifi poe switch.

Ég er með tvo svona heima hjá mér, virka mjög vel og þessi tvö tengi út neðan á honum eru ekki að skemma. Ef dósin er stök þá er þetta ekkert mál en ef hún er hluti af fleiri dósum þá gæti þurft aðeins að mixa með ramman svo þetta passi allt.

unifi-in-wall.jpg
unifi-in-wall.jpg (55.02 KiB) Skoðað 2652 sinnum

Re: Hafa einhverjir prófað UniFi InWall?

Sent: Mið 15. Apr 2020 13:34
af Dropi
Icarus skrifaði:In-wallin er poe+, einfaldast bara að keyra það með unifi poe switch.

Ég er með tvo svona heima hjá mér, virka mjög vel og þessi tvö tengi út neðan á honum eru ekki að skemma. Ef dósin er stök þá er þetta ekkert mál en ef hún er hluti af fleiri dósum þá gæti þurft aðeins að mixa með ramman svo þetta passi allt.


Djöfull er þetta viðbjóðslega flott.

Re: Hafa einhverjir prófað UniFi InWall?

Sent: Mið 15. Apr 2020 13:35
af sigurdur
Icarus skrifaði:In-wallin er poe+, einfaldast bara að keyra það með unifi poe switch.

Ég er með tvo svona heima hjá mér, virka mjög vel og þessi tvö tengi út neðan á honum eru ekki að skemma. Ef dósin er stök þá er þetta ekkert mál en ef hún er hluti af fleiri dósum þá gæti þurft aðeins að mixa með ramman svo þetta passi allt.


Hvernig er drægnin hjá þér? Er þetta eitthvað sem nær út fyrir herbergi, eða ætti maður að gera ráð fyrir 1 stk pr 1-2 herbergi?

Ég er með 1-2x gifs á trégrindarveggjum með steinull.

Re: Hafa einhverjir prófað UniFi InWall?

Sent: Mið 15. Apr 2020 13:36
af Dropi
sigurdur skrifaði:
Icarus skrifaði:In-wallin er poe+, einfaldast bara að keyra það með unifi poe switch.

Ég er með tvo svona heima hjá mér, virka mjög vel og þessi tvö tengi út neðan á honum eru ekki að skemma. Ef dósin er stök þá er þetta ekkert mál en ef hún er hluti af fleiri dósum þá gæti þurft aðeins að mixa með ramman svo þetta passi allt.


Hvernig er drægnin hjá þér? Er þetta eitthvað sem nær út fyrir herbergi, eða ætti maður að gera ráð fyrir 1 stk pr 1-2 herbergi?

Ég er með 1-2x gifs á trégrindarveggjum með steinull.


Wifi fer í gegnum trégrind og gifs eins og það sé ekki til staðar. Þarft bara að hafa áhyggjur af mikilli vegalengd og þykkri steypu með járni.

Re: Hafa einhverjir prófað UniFi InWall?

Sent: Mið 15. Apr 2020 14:04
af sigurdur
Dropi skrifaði:
sigurdur skrifaði:
Icarus skrifaði:In-wallin er poe+, einfaldast bara að keyra það með unifi poe switch.

Ég er með tvo svona heima hjá mér, virka mjög vel og þessi tvö tengi út neðan á honum eru ekki að skemma. Ef dósin er stök þá er þetta ekkert mál en ef hún er hluti af fleiri dósum þá gæti þurft aðeins að mixa með ramman svo þetta passi allt.


Hvernig er drægnin hjá þér? Er þetta eitthvað sem nær út fyrir herbergi, eða ætti maður að gera ráð fyrir 1 stk pr 1-2 herbergi?

Ég er með 1-2x gifs á trégrindarveggjum með steinull.


Wifi fer í gegnum trégrind og gifs eins og það sé ekki til staðar. Þarft bara að hafa áhyggjur af mikilli vegalengd og þykkri steypu með járni.


Var svona að spá í hvernig stefnuvirknin er, þ.e. drægni á bakvið og út til hliða, t.d. herbergi á bak við vegginn sem sendir Icarusar er á.

Re: Hafa einhverjir prófað UniFi InWall?

Sent: Mið 15. Apr 2020 14:15
af Icarus
sigurdur skrifaði:
Dropi skrifaði:
sigurdur skrifaði:
Icarus skrifaði:In-wallin er poe+, einfaldast bara að keyra það með unifi poe switch.

Ég er með tvo svona heima hjá mér, virka mjög vel og þessi tvö tengi út neðan á honum eru ekki að skemma. Ef dósin er stök þá er þetta ekkert mál en ef hún er hluti af fleiri dósum þá gæti þurft aðeins að mixa með ramman svo þetta passi allt.


Hvernig er drægnin hjá þér? Er þetta eitthvað sem nær út fyrir herbergi, eða ætti maður að gera ráð fyrir 1 stk pr 1-2 herbergi?

Ég er með 1-2x gifs á trégrindarveggjum með steinull.


Wifi fer í gegnum trégrind og gifs eins og það sé ekki til staðar. Þarft bara að hafa áhyggjur af mikilli vegalengd og þykkri steypu með járni.


Var svona að spá í hvernig stefnuvirknin er, þ.e. drægni á bakvið og út til hliða, t.d. herbergi á bak við vegginn sem sendir Icarusar er á.


Hluti af því sem er gaman að gera með Unifi er að hlaða upp teikningum af íbúðinni sinni, teikna inn timbur/gifs/steypta veggi og sjá hann áætla coverage.

Ég er með einn In-Wall inní stofu, eina Unifi Dream Machine inní sjónvarpsstofu og svo annan in-wall niðrí bílskúr og er allsstaðar með flott coverage. Svona lítur mitt coverage kort út:

Capture.PNG
Capture.PNG (357.74 KiB) Skoðað 2595 sinnum