Síða 1 af 1

Forrit fyrir File Recovery

Sent: Fim 08. Ágú 2019 13:02
af GTi
Góðan daginn vaktarar,

Hvaða forrit (helst frítt) er best til þess að framkvæma File Recovery af minniskubbum?
Eitthvað sem er ekki stútfullt af vírusum og einhverjum ads. :)

Takk fyrir.

Re: Forrit fyrir File Recovery

Sent: Fim 08. Ágú 2019 14:55
af zetor
Er þetta minniskort úr myndavél?

Re: Forrit fyrir File Recovery

Sent: Fim 08. Ágú 2019 15:45
af GTi
Nei, þetta er minniskort úr farsíma. Samsung Galaxy S8.
En tilgangurinn einungis til að reyna ná í ljósmyndir sem var óvart eytt.

(Ég ráðlagði mágkonu minni sem á símann að slökkva á símanum og taka kortið úr svo hún myndi ekki yfirskrifa 'týndu' myndirnar).

Ég ætla svo að tengja við tölvu og sjá hvort eitthvað af þessum myndum séu sjáanlegar.

Re: Forrit fyrir File Recovery

Sent: Fim 08. Ágú 2019 17:41
af olihar
https://www.cgsecurity.org/wiki/PhotoRec

Getur tekið complete afrit af kortinu yfir á tölvuna og unnið með þá skrá (Image) svo þú sért ekki að fikta á kortinu.

Re: Forrit fyrir File Recovery

Sent: Fim 08. Ágú 2019 23:13
af Sporður
Styð photorec.

Hef notað þetta á nokkur minniskort, meira að segja á harða diska.

Það er alveg ótrúlegt hvað það nær að endurheimta af gögnum.