pci.sys is missing
Sent: Mið 23. Mar 2005 23:14
Ég var svolítið að leika mér að overclocka og allt í fína þangað til ég var kominn upp í 240fsb þá bootaði windows ekki upp heldur kom með "pci.sys" is missing error. Ég fór í recovery console og komst að því að c:/windows/system32/drivers mappan var bara horfin (pci.sys ásamt flestum driverum er þar). Það gæti líka vel verið að fleira sé horfið ég veit það ekki, en ég reyndi copera drivers möppuna af disk inní windows/system32 möppuna en það kemur bara "access is denied" og líka þegar ég reyni að fara inní einhverja möppu á c: drifinu. Hafiði lent í því að windows deleti einhverjum fælum við overclock? Ég er allavegana að reinstalla windows núna og ég vildi bara vita hvað ég væri að gera rangt til að þetta gerist ekki aftur 
