Vandamál með takkann "æ" í Win 10

Tæknilegar umræður um Microsoft málefni, aðstoð og upplýsingar.
Skjámynd

Höfundur
astro
spjallið.is
Póstar: 475
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Reputation: 5
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vandamál með takkann "æ" í Win 10

Pósturaf astro » Mán 10. Sep 2018 16:49

Eflaust er ég ekki sá eini sem er að lenda í þessu fáránlega vandamáli, en ég bara fyrir mitt litla líf get ekki fundið út úr þessu eftir gúggl og fyrirspurn til vina og vandamanna..

Þetta vandamál byrjaði þannig að þegar ég ýtti á takkann æ þá skiptist alltaf um input language hjá mér úr ENG-IS yfir í ENG-ENG. ENG þá display language og IS Input language.

Núna remove-aði ég ENG-ENG og þá, eins og í öllu öðru byrjaði annað vandamál bara í staðinn, núna kemur ekki stafurinn æ nema ég haldi takkanum inni, eins og þetta sé hotkey eða sticky key og hann registerar ekki nema honum sé haldið inni og þá spammast 3-8 æ í einu, fer bara eftir hvað ég næ að halda stutt inni. Repeat delay inn í Keyboard settings virðist hafa áhrif á þetta, en ekki betur en svo að takkinn registerast ekki nema honum sé haldið inni.

Hefur einhver lent í þessu og kann lausn á þessu óþolandi vandamáli ?

ps. Þetta er ekki lyklaborðið mitt, búinn að útiloka það :) Ég er á barmi format c: hérna !! :D


Fractal Design Arc Midi * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * PNY Nvidia GTX 1060 * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14