Síða 1 af 1

Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Lau 02. Jún 2018 19:27
af Klemmi
Sælir sælir,

vildi bara benda mönnum á leið sem ég datt inn á í gær til að stækka Dropboxið upp í 18GB.
Þ.e. þeim sem vantar ekki 1000GB líkt og ódýrasta áskriftarleiðin býður upp á, og týma ekki borga $99 á ári.

Það eru ýmsir á eBay sem bjóða upp á að virkja referral magnið sem Dropbox býður upp á gegn greiðslu, eða $10.
Þetta þýðir að í staðin fyrir að maður þurfi sjálfur að djöflast við að bjóða fólki til að hækka gagnamagnið, þá stofna þeir aðganga og setja upp til að gefa þér magnið.

Keypti frá þessum í gær, og auka magnið er byrjað að detta inn :)
https://www.ebay.com/itm/183205288887

Auðvitað er þetta á gráu svæði, en mjeh...

Bestu kveðjur,
Klemmi

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Lau 02. Jún 2018 19:39
af Dúlli
Ég er með 20Gb hjá google drive frítt :megasmile

Er dropbox eitthvað betra ? prufaði það fyrir mörgum árum og fannst það hörmulegt og kosturinn við google driver er að þeir telja ljósmyndir ekki með í gagnamagnið, eingöngu skjöl.

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Lau 02. Jún 2018 19:54
af rapport
ég er með 25gb dropbox eftir alskonar refferals og pillerí í gegnum tíðina, einhverja leiki á síðunni þeirra o.þ.h.

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Lau 02. Jún 2018 20:54
af Klemmi
Dúlli skrifaði:Ég er með 20Gb hjá google drive frítt :megasmile

Er dropbox eitthvað betra ? prufaði það fyrir mörgum árum og fannst það hörmulegt og kosturinn við google driver er að þeir telja ljósmyndir ekki með í gagnamagnið, eingöngu skjöl.


Búinn að nota Dropbox síðan 2010 og hef ekkert annað en gott um það að segja :)

Prófaði einmitt að skipta yfir í Google Drive einhverntíman því þar var meira gagnamagn, en komst ekki upp á lagið með það og skipti til baka.

Annars bendi ég mönnum á að prófa Document Scan í Dropbox appinu til að taka myndir af dóti á pappírsformi. Virkar undarlega vel, gott til að halda utan um t.d. kvittanir ofl.

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Lau 02. Jún 2018 21:07
af ZiRiuS
Ég er með 1000GB fyrir $60 hjá Amazon. Mjög gott PC og mobile platform hjá þeim og miklu ódýrara en hjá Dropbox.

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Lau 02. Jún 2018 21:47
af Televisionary
Hef verið að nota Dropbox frá 2008. Hef enn ekki fengið neitt sem hefur staðist því snúning nema AeroFS en þeir runnu á rassinn með fríu útgáfuna og gerðu breytingar sem ég var ekki sáttur við.

Greiði fyrir Dropbox í dag þetta er eina lausnin sem er að virka 100% fyrir mig á Linux, Windows og MacOS.

Reyndi að setja upp Unison hjá mér en það varð alltaf eitthvað af árekstrum. Endaði á því að greiða glaður fyrir Dropbox og einbeita mér að því að vinna frekar en að slást við hugbúnað sem virkaði ekki 100%.

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Lau 02. Jún 2018 22:35
af Tóti
Er með 50GB frítt hjá Box er eitthvað annað betra?

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Sun 03. Jún 2018 00:34
af emmi

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Sun 03. Jún 2018 02:29
af HalistaX
Gosh darn it, ég nýbúinn að kaupa 1TB...

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Sun 03. Jún 2018 19:07
af claMito
Takk fyrir þetta Klemmi.

Það er alveg spurning hvað maður gerir eftir að áskriftin renni út, hvort maður fari þessa leið, eða noti google drive.

Hefur eitthver hér reynslu af Livedrive?

Re: Uppfæra Dropbox í 18GB f. $10

Sent: Sun 03. Jún 2018 21:50
af Icarus
Svo er hægt að taka Office365 Home pakkan sem kostar jafn mikið nema þá færðu office pakkan fyrir 5 usera og 5 tæki pr user og hver user fær 1TB af OneDrive.

https://products.office.com/en/office-365-home