Síða 1 af 1

1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Mán 05. Mar 2018 18:12
af Platon
Ákvað að gera Verðsamanburð á 1 GB hraða tengingu.
Allar ábendingar um villur vel þegnar en þetta var allt tekið af vef veituaðila vikuna 26. Feb - 4. Mars 2018
Mynd

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Mán 05. Mar 2018 18:32
af arons4
Spurning að fá þetta inná verðvaktina með verð per gb og jafnvel verð per mbit í hraða?

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Mán 05. Mar 2018 19:22
af urban
Hvað ákveður litina í þessu ?

Það fer alveg ótrúlega í mig að 10.979 og 9.939 skuli vera grænt en gul tala á milli

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Mán 05. Mar 2018 20:07
af Platon
urban skrifaði:Hvað ákveður litina í þessu ?

Það fer alveg ótrúlega í mig að 10.979 og 9.939 skuli vera grænt en gul tala á milli


365 eru ódýrastir í öllum liðum og án takmarkana á niðurhali
Nova takmarkar niðurhal við 2TB
Hringdu eru án takmarkana á niðurhali en aðeins dýrari en 365 og Nova hvað tenginu varðar og á leigugjaldi á beini

Með þessu er niðurhalsheimildin sett sem grunnforsendur á samanburðinum en þar sem Nova býður mest uppá 2TB sem hefur áhrif á litinn á heildaverðinu þeirra. Þeir hafa val um að takmarka eða bjóða ótakmarkað einsog aðrir samkeppnisaðilar.

Vonandi skýrir þetta hvað hefur áhrif á litina miðað við gefnar forsendur.

e.s. þetta á ekki að hafa þau áhrif á að það sé þæginlegt að sjá samanburðinn heldur að það sé greinilegur munur á uppbygginguni á verðinu miðað við liðina sem er verið að bjóða og því til rökstuðnings hafði þetta þau áhrif á þig að þú tókst eftir því sem veldur því að þú spyrð útí uppbygginguna með öðrum orðum Tilganginum náð.

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Mán 05. Mar 2018 22:56
af ZiRiuS
Er ekki Vodafone og 365 orðið sama fyrirtækið? Hvað orsakar verðmuninn á milli þessara fyrirtækja?

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Mán 05. Mar 2018 23:23
af AlexJones
Ég held að samruninn hafi gengið í gegn á síðasta ári, október?

Þannig að Vodafone hefur haft nærri 6 mánuði að ganga frá svona hlutum.

Þetta er held ég bara dysfunction, mótstaða við samruna innan 365, þeir vilja hegða sér áfram sem sér fyrirtæki. Þetta verður bloody.

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Mán 05. Mar 2018 23:28
af hagur
Er eitthvað óeðlilegt við þetta? Getur ekki verið að 365 verði áfram svona "budget" brand á meðan að Vodafone verður "fínna" brandið? Sbr. Skeljungur/Orkan .... N1/Dælan osv.frv. Bara pæling.

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Þri 06. Mar 2018 09:25
af depill
Vodafone fékk að taka yfir 365 1. Desember 2017 svo þetta er ekkert hræðilegur tími að innlima fyrirtækið inn til sín. Það er stjórnarfundur hjá Fjarskipti 22. Mars þar sem þar á meðal verður tekin tillaga að nafnabreyta fyrirtækinu. Hvort það eigi bara að breyta nafni Fjarskipta eða hvort það eigi að yfirgefa Vodafone brandið verður síðan bara fróðlegt.

Það er allavega ekki útilokað miðað við að dótturfyrirtæki Fjarskipta Vodafone í Færeyjum hætti með Vodafone brandið og heitir núna "Hey".

Ég held að stjórnendur vilji bara gera þetta vel, einn helsti pusherinn fyrir sjónvarpsþjónustunni er ódýrari fjarskiptaþjónusta. Ekki ósennilegt að vodafone muni gera eh svipað þegar fram á líður.

Annars virðist markaðurinn lýsa sér sem soldið mettuðum. 18% munur á milli 365 og Símans og innan við 9% milli Símans og Hringdu sem verða með ódýrustu ótakmörkuðu tenginguna þegar/ef 365 detta út.

Við erum allavega að líklegast að fara sjá að þetta er að fara úr þessum 7 fyrirtækjum núna og í vor/haust niður í 5 fyrirtæki. ( 3 stór, 1 meðalstórt og eitt lítið ).

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Þri 06. Mar 2018 09:27
af wicket
Nova hækkar línugjald í 3190 frá og með næstu mánaðarmótum.

Re: 1 Gb/s ljósleiðara tenging verðsamanburður

Sent: Þri 06. Mar 2018 13:09
af Platon
ZiRiuS skrifaði:Er ekki Vodafone og 365 orðið sama fyrirtækið? Hvað orsakar verðmuninn á milli þessara fyrirtækja?


Sæll Vodafone hefur ákveðið að reka 365 sem sér einingu í núverandi mynd... hvað varðar verðmuninn þeirra á milli er ég ekki viss en hann er einfaldlega til staðar á verðskrám fyrirtækjana ... myndi ég áætla að það sé hærra þjónustustig hjá Vodafone gæti verið lengri þjónustu og tæknivakt sem viðskiptavinir vodafone fá sem skýrir verðmuninn sennilega að hluta. Má vera að það sé leigugjald á myndlykli hærri hjá 365 frá Vodafone en getur verið betra verð á honum ef þú ert hjá Vodafone fyrir... þetta eru bara þær hugmyndir sem vakna meðan ég skrifa svarið fyrir þig.

Vona að ég hafi náð að svara spurninguni.