Síða 1 af 1
Blue Screen vandamál
Sent: Þri 27. Feb 2018 21:13
af karvel
Er stöðugt að lenda í því að tölvan mín frýs og skjárinn verður blár. Þetta er þó ekki hefðbundinn Blue Screen þar sem upp kemur melding varðandi vandamálið t.d. BAD_POOL_HEADER heldur er skjárinn blár með óreglulegur hvítum línum (mis breiðum og löngum) skáhallt yfir skjáinn.
Sé þó lítinn bút af Taskbar og skjámyndinni í hægra horninu niðri.
Nú er ég með nýuppfært Win 10 og tel mig hafa alla nýjustu driverana þannig ég er alveg gati hvað getur verið að orsaka þetta.
Hefur einhver hér lent í viðlíka vandamáli og vill vera svo elskulegur að benda mér á leið útúr þessum ógöngum
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Þri 27. Feb 2018 21:23
af Skaz
Lenti í þessu einu sinni og þá var þetta ónýtt vinnsluminni, prófaðu að ræsa tölvuna með bara eitt stick í tölvunni þangað til að þú lendir á því sem að er ónýtt. Eða náðu í MemTest86 og testaðu þetta þannig.
P.S.
Ef að öll sticks eru að sýna þetta vandamál þá gæti þetta allt eins verið harði diskurinn.
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Þri 27. Feb 2018 21:40
af karvel
Keyrði TechPowerUp MemTest64 og "No Errors Found" þannig líklega er vandamálið ekki að finna þar
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Mið 28. Feb 2018 16:53
af Kristján
hvað ertu að gera þetta kemur fyrir?
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Fim 01. Mar 2018 01:19
af karvel
Mjög oft gerist þetta þegar ég ræsi upp tölvuna og það sérkennilega við það að þetta gerist oftar ef að ég fer ekki strax að gera eitthvað í tölvunni t.d. kveikja á vafra eða opna póstinn. Ef ég kveiki og læt handa standa óhreyfða eftir ræsingu í einhverjar mínútur kem í yfirleitt að bláum skjá.
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Fim 01. Mar 2018 01:42
af Kristján
þú ert með aldagamlann ssd sé ég í undirskriftinni
Náði í hddscan:
http://hddscan.com/ Keyrðu read próf á diskinn, settu screenshot hérna.
opnaði "view reliability history" hjá þér og skoðaðu dagana sem eru með rauðum "x" og þar fyrir neðan ættiru að sjá "hardware error" eða álíka og það getur sagt þér einhverjar vísbendingar.
þú segir að þetta var ekki bluescreen en kannski skoða hvort það sé minidump folder í windows möppunni þinni.
ef það er þá ná í bluescreenview og skoða dump skrárnar
https://www.nirsoft.net/utils/blue_screen_view.htmlKeyra furmark á skjákortið?
kannski setur inn líka mynd af þessu, hvernig skjárin er.
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Lau 10. Mar 2018 00:21
af karvel
Eftir uppfærslu á NVIDIA Driver er aftur hægt að lesa meldingar á skjánum og er þetta "KMODE_EXEPTION_NOT_HANDLED" NTFS.sys villumelding.
Veit einhver hvað er til ráða til að leysa þetta hvimleiða vandamál?
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Lau 10. Mar 2018 01:07
af Kristján
hvaða build er win 10 hjá þér?
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Lau 10. Mar 2018 13:37
af karvel
16299
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Sun 11. Mar 2018 03:20
af Kristján
varstu búinn að prófa diskinn?
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Mán 12. Mar 2018 17:08
af frr
Það beinast öll spjót að disknum, miðað við að villan tengist disk/skáarkerfi.
skilar sfc /scannow villum eða fullt file system check?
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Lau 28. Apr 2018 22:09
af karvel
Búinn að splæsa í nýjan SSD en er þrátt fyrir það er ég enn að lenda í "Blue Screen" leiðindum. Getur þetta verið Google vafrinn?
Mér finnst ég eingöngu fá þessa "KMODE_EXCEPTION_NOT_HANDLED" meldingu þegar ég er eitthvað að vafra í Google en er þó ekki alveg viss.
Hef einnig verið að fá "SYSTEM_PTE_MISUSE","PFT_LIST CORRUPT","CRITICAL_PROCESS_DIED" og "BAD_POOL_HEADER" meldingar en þó miklu sjaldnar.
Ég trúi ekki öðru en einhverjir vaktarar hafi lent í einhverjum ámóta vandræðum og hafi þá leyst vandamálið með einhverjum hætti?
Es. Hef ekki getað uppfært Windows þ.e. "2018-04 Cumulative Update for Windows 10 Version 1709 for x64-based Systems (KB4093105)" allan mánuðinn og var í sömu vandræðum með "2018-03" útgáfuna. Er hugsanlega einhver tenging þarna á milli?
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Sun 29. Apr 2018 11:20
af brain
Var sett upp clean Windows á nýja diskinn ?
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Sun 29. Apr 2018 12:00
af jonfr1900
Þetta er vesen í skjákortinu hjá þér. Þú ert líklega með GPU sem er að fara eða ónýtt skjáminni (veit ekki hvað það heitir).
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Sun 29. Apr 2018 12:29
af karvel
Brain skrifaði
Var sett upp clean Windows á nýja diskinn ?
Nei, ég notaði Samsung Migration til að færa allt af gamla Intel SSD á þann nýja.
jonfr1900 skrifaði
Þetta er vesen í skjákortinu hjá þér. Þú ert líklega með GPU sem er að fara eða ónýtt skjáminni (veit ekki hvað það heitir).
Hver er lausnin á því, nýtt skjákort?
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Sun 29. Apr 2018 14:28
af jonfr1900
Já, nýtt skjákort er það eina sem virkar í þessu. Vandamálið er að Windows kemur með handahófskennd villuskilaboð. Ég lenti í svona veseni fyrir nokkru með tölvu sem er alltaf í gangi (gerir ekki mikið) og villuskilaboðin voru úti um allt en það sem kom mér á sporið var að skjámyndin fór öll í klessu áður en BSOD átti sér stað. Þessar hvítu línur sem þú lýsir bendir sterklega til þess að skjákortið sé á sínu síðasta.
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Sun 29. Apr 2018 15:57
af karvel
jonfr1900 skrifaði
Já, nýtt skjákort er það eina sem virkar í þessu. Vandamálið er að Windows kemur með handahófskennd villuskilaboð. Ég lenti í svona veseni fyrir nokkru með tölvu sem er alltaf í gangi (gerir ekki mikið) og villuskilaboðin voru úti um allt en það sem kom mér á sporið var að skjámyndin fór öll í klessu áður en BSOD átti sér stað. Þessar hvítu línur sem þú lýsir bendir sterklega til þess að skjákortið sé á sínu síðasta.
Takk fyrir aðstoðina, ætli ég fari ekki að ráði þínu og skipti út skjákortinu enda er það komið til ára sinna
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Sun 29. Apr 2018 19:06
af jonfr1900
Það er eina leiðin til þess að komast að því hvað er í gangi. Þetta gæti verið móðurborðið en það er jafnvel erfiðara að komast að því hvort að það sé bilunin. Það virðist ekki vera (að mínu mati) vegna þess ef svo væri þá fengir þú líklega crc villur og villur sem væri erfiðara að greina og líklega kæmu ekki fram þessar hvítu línur á skjáinn hjá þér.
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Mán 30. Apr 2018 00:57
af nonesenze
gaur, ekki vera heimskur og gerður clean install a windows, 99% likur a þvi að þetta se software issue
eina sem kemur til greina? ekki lata manninn kaupa eitthvað sem hann þarf ekki, solid mest stupid svar sem eg hef seð og eg varð að segja eitthvað
Brain skrifaði
Var sett upp clean Windows á nýja diskinn ?
Nei, ég notaði Samsung Migration til að færa allt af gamla Intel SSD á þann nýja.
Re: Blue Screen vandamál
Sent: Þri 08. Maí 2018 14:18
af karvel
"nonesenze skrifaði
gaur, ekki vera heimskur og gerður clean install a windows, 99% likur a þvi að þetta se software issue
eina sem kemur til greina? ekki lata manninn kaupa eitthvað sem hann þarf ekki, solid mest stupid svar sem eg hef seð og eg varð að segja eitthvað
"Brain skrifaði
Var sett upp clean Windows á nýja diskinn ?
Takk fyrir strákar, setti upp "clean" install og er búinn að uppfæra í OS Build 17134.1 í Version 1803 í Windows 10 Pro