Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Tæknilegar umræður um Microsoft málefni, aðstoð og upplýsingar.

Höfundur
jardel
1+1=10
Póstar: 1140
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Pósturaf jardel » Þri 12. Des 2017 22:44

Ég er með Lenovo fartölvu. Ég þarf að alltaf að nota þráðlausa mús við hana, því að Touchpadið neitar að safe ast eftir restart.
Ég er búinn að sækja nýjasta driverinn frá Lenovo. Veit einhver hvað er að?
touchpad.jpg
touchpad.jpg (71.27 KiB) Skoðað 408 sinnumSkjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3397
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 514
Staða: Tengdur

Re: Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Pósturaf Klemmi » Þri 12. Des 2017 22:59

Mögulega stilling í BIOS um hvort það eigi að vera enable-að eða ekki við start.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


Höfundur
jardel
1+1=10
Póstar: 1140
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Pósturaf jardel » Mið 13. Des 2017 12:00

Klemmi skrifaði:Mögulega stilling í BIOS um hvort það eigi að vera enable-að eða ekki við start.


Er ekkert annað sem þig dettir í hug?
Er elkki stórmál að stylla þetta i biosSkjámynd

kizi86
Of mikill frítími
Póstar: 1983
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Pósturaf kizi86 » Mið 13. Des 2017 12:40

Oft er þetta bara svona "on-off" valmöguleiki, eins og er oft með numlock, "on boot, numlock off/on"


AsRock Fatal1ty Z77 Professional Intel 3770K@4.4GHz Asus GTX 980OC Strix 4GB GeiL Leggera DDR3 2x4GB@2133MHz 1.5TB Seagate Barrracuda 7200rpm stýrikerfi: Crucial m4 240GB SSD 2TB Hitachi 7200rpm 27" 1440p Shimian IPS LED WD RED 4TB 3TB WD Green Aerocool XpredatorAerocool X-Strike 1100w PSU

Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Pósturaf asgeireg » Mið 13. Des 2017 12:41

Hefur þetta alltaf verið svona eða bara ný byrjað?

Ég hef séð þetta hjá notendum með lenovo vélar þegar þeir hafa rekist í einn af [Fn] tökkunum sem að slökkva á þesum pad, þá dugar ekkert nema að ýta á hann aftur, ég var búinn að eiða góðum tíma í debug áður en ég sá þann takka.

Eins að fara á support.lenovo.com og láta síðuna skanna vélina þína og ath með nýja drivera, bæði fyrir músina og svo Bios og chipset.


Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 5669
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 263
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Pósturaf worghal » Mið 13. Des 2017 18:21

búinn að prufa að fara í device manager og gera uninstall á touchpadinn?
hef fengið fartölvur þar sem netkortið er fast í disable og lausnin var að uninstalla net kortinu, það setur sig svo aftur upp sjálfkrafa, gæti virkað svipað.


CPU: Intel Core i5 4690K @ 4.6Ghz MB: Asus ROG Gene VII GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance Pro 4x4gb 2400Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL


Höfundur
jardel
1+1=10
Póstar: 1140
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Pósturaf jardel » Mið 13. Des 2017 19:28

asgeireg skrifaði:Hefur þetta alltaf verið svona eða bara ný byrjað?

Ég hef séð þetta hjá notendum með lenovo vélar þegar þeir hafa rekist í einn af [Fn] tökkunum sem að slökkva á þesum pad, þá dugar ekkert nema að ýta á hann aftur, ég var búinn að eiða góðum tíma í debug áður en ég sá þann takka.

Eins að fara á support.lenovo.com og láta síðuna skanna vélina þína og ath með nýja drivera, bæði fyrir músina og svo Bios og chipset.Þetta er f6 takkinn. ég prufaði að kveikja á honum og slökkva á honum en ekkert gerist.

Ég er ekki viss hvort að þetta hefur alltaf verið svona ég hef alltaf verið með mús.

Ég kanski prufa að uninstala touchpadinn og setja hann upp aftur
Höfundur
jardel
1+1=10
Póstar: 1140
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Touchpad vill ekki safe-ast í enable.

Pósturaf jardel » Mið 13. Des 2017 19:33

worghal skrifaði:búinn að prufa að fara í device manager og gera uninstall á touchpadinn?
hef fengið fartölvur þar sem netkortið er fast í disable og lausnin var að uninstalla net kortinu, það setur sig svo aftur upp sjálfkrafa, gæti virkað svipað.worghal þú ert snillingur. Var búinn að prufa allt þetta var eina sem virkaði takk kærlega fyrir.
vil einnig þakka öllum sem fyrir góð ráð.