Síða 1 af 1

365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Sun 29. Okt 2017 18:57
af jardel
Hvort er betra að ykkar mati? Kostir og gallar?

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Sun 29. Okt 2017 19:38
af benony13
Hef ekki notað sjónvarps símans appið en 365 appið er svo þreytt ! Samt ekki það þreytt að ég nenni að fa mér afruglara. Horfi reyndar mjög lítið á hefðbundna dagskrá. Alltof oft er hljóðið á eftir myndinni, þættir kima ekki í safnið eða neita að spilast í safninu. Svo hikstar myndin mjög reglulega

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Sun 29. Okt 2017 20:16
af jardel
Ég hef ekki prufað 354 appið en mér finnst mikill ókostur að það sé ekki hægt að spila aftur í tímann í sjónvarp símans appinu,

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Mán 30. Okt 2017 11:13
af depill
Það er eithvað hægt að spila aftur í tímann í TV Símans appinu ( ekki mikið, en ég man samt að það er hægt ). Tímaflakkið mætti svo vera með betra UI og mætti vera lengra eins og það er í myndlykli.

Hins vegar Sjónvarp Símans hefur það framyfir OZ að það er stöðugleiki á því ( Vodafone appið líka ). OZ/365 Sjónvarps appið er ótrúlega óstöðugt, þessi fáu skipti sem ég horfi á línulegt sjónvarp þá festist þetta eða jafnvel enn betra það virkar ekki. Ég er að flytja og ætla að fá mér aftur myndlykil þar sem þegar mig langar að horfa á línulegt sjónvarp hef ég enga þolinmæði fyrir hiksti ( eða það virkar ekki ).

Ég ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið í gegnum Sjónvarp 365 en gafst upp þar sem þetta var alltaf að stoppa. Rúv.is virkaði samt fínt.

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Mán 30. Okt 2017 20:58
af jardel
depill skrifaði:Það er eithvað hægt að spila aftur í tímann í TV Símans appinu ( ekki mikið, en ég man samt að það er hægt ). Tímaflakkið mætti svo vera með betra UI og mætti vera lengra eins og það er í myndlykli.

Hins vegar Sjónvarp Símans hefur það framyfir OZ að það er stöðugleiki á því ( Vodafone appið líka ). OZ/365 Sjónvarps appið er ótrúlega óstöðugt, þessi fáu skipti sem ég horfi á línulegt sjónvarp þá festist þetta eða jafnvel enn betra það virkar ekki. Ég er að flytja og ætla að fá mér aftur myndlykil þar sem þegar mig langar að horfa á línulegt sjónvarp hef ég enga þolinmæði fyrir hiksti ( eða það virkar ekki ).

Ég ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið í gegnum Sjónvarp 365 en gafst upp þar sem þetta var alltaf að stoppa. Rúv.is virkaði samt fínt.


Takk fyrir svarið depill. Veist þú hvort það er nota sjónvarps símans appið ef maður er með áskrift hjá 365 og með mótakara frá vodafone?

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Mán 30. Okt 2017 21:45
af depill
jardel skrifaði:
Takk fyrir svarið depill. Veist þú hvort það er nota sjónvarps símans appið ef maður er með áskrift hjá 365 og með mótakara frá vodafone?


Það er til frí útgáfa af Sjónvarp Símans en það virkar ekki fyrir það sem þú ert að greiða fyrir .

Í þessu tilviki er betra að nota bara Vodafone TV appið

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Þri 31. Okt 2017 15:22
af machinefart
Ég bara næ ekki alveg hvað gera OZ? Er þetta platform ekki eina varan þeirra? Hvernig getur þetta verið svona lélegt? Hvernig geta fyrirtæki hent parti af sinni starfssemi í átaksverkefni í nokkra mánuði sem jafna eða jafnvel toppa þetta app sem hefur veirð í þróun í mörg ár...

Eru þeir í einhverju fleiru sem er meiri áhersla á? Eða bíða þeir bara eftir að fjármagnið klárist svo þetta geti splundrast og eitthvað nýtt og spennandi geti farið af stað á nýrri kennitölu?

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Þri 31. Okt 2017 19:16
af phillipseamore
700 million Krona down the drain

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Fim 02. Nóv 2017 22:08
af jardel
Þetta 365 app er ömulegt í alla staði í android boxi, það er alltaf að detta út. Það er ekki hægt að gera full screen, það er ekki heldur hægt að skrolla niður með fjarsteringu til að skoða allan rása listann.
Spurning hvort maður neyðist að kaupa einhvern afruglara ég er ekki að tíma að borga leigu á afruglara aukalega. Nógu dýrt nú þegar. Hvað mælið þið með?

Re: 365 appið vs sjónvarp símans appið

Sent: Fös 03. Nóv 2017 11:35
af JohnnyX
jardel skrifaði:Þetta 365 app er ömulegt í alla staði í android boxi, það er alltaf að detta út. Það er ekki hægt að gera full screen, það er ekki heldur hægt að skrolla niður með fjarsteringu til að skoða allan rása listann.
Spurning hvort maður neyðist að kaupa einhvern afruglara ég er ekki að tíma að borga leigu á afruglara aukalega. Nógu dýrt nú þegar. Hvað mælið þið með?


365 appið er ekki gefið út fyrir Android TV bara Android