Skrýtin bootvilla


Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Skrýtin bootvilla

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 21. Mar 2017 09:09

Sælir, lenti í frekar furðulegri bootvillu í gær, spurning hvort einhver er með einhver ráð fyrir mig.

Ég er með Dell PowerEdge þjón sem ég var að setja Win2012 R2 á. Strax eftir uppsetningu virkar stýrikerfið eðlilega en stuttu eftir að ég keyri allar uppfærslur inn lendir þjónninn í boot loopu og fer síðan í Advanced Boot Menu skjáinn, þar sem maður getur valið að um troubleshoota, system image recovery og fleira. Ef ég reyni að velja „Continue“ valmöguleikann þar fer ég bara aftur í boot loopuna. Prófaði að endurinnstalla stýrikerfinu þegar þetta gerðist þar sem vélin var ekki komin í notkun, sama vandamál í bæði skiptin.

Allaveganna, eftir að keyra upp af innsetningardiski og keyra þaðan sfc /scannow, endurgeri boot managerinn með bcdboot og eitthvað fleira krúsídúll þá endar stýrikerfið í furðulegri stöðu; þegar ég ræsi vélina fæ ég eftirfarandi villu:
jarn02_villa1.jpg
jarn02_villa1.jpg (38.03 KiB) Skoðað 987 sinnum

Ef ég ýti síðan á enter fæ ég upp lista af stýrikerfum sem Windows Boot Managerinn veit um:
jarn02_villa2.jpg
jarn02_villa2.jpg (24.82 KiB) Skoðað 987 sinnum

...og ef ég vel stýrikerfið af listanum þá næ ég að boota eðlilega.

Ég prófaði að búa til nýtt entry í boot listann útfrá {current} færslunni með bcdedit og gerði það að default. Lendi ennþá í sama vandamáli.

Vandamálið er sem sagt; Windows Boot Managerinn getur ekki bootað innsetta stýrikerfinu sjálfkrafa. Þegar ég vel hinsvegar sama boot entry handvirkt fer stýrikerfið í gang án vandræða og viriðst virka alveg eðlilega. Hefur einhver séð þetta áður?




Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Skrýtin bootvilla

Pósturaf Zorba » Þri 21. Mar 2017 10:17

Búinn að prófa að fara í recovery console og skrifa bootrec /fixmbr og /fixboot ?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Skrýtin bootvilla

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 21. Mar 2017 13:13

Ekki lent í þessu , var linux uppsett á HDD áður en þú settir upp Server 2012 r2 ? (þá er það sem Zorba bendir á ekki óvitlaust)
Líka spurning hvernig diskurinn lítur út í Diskpart , hugsanlega ef þú gefur upp nánari útlistun (t.d hvort búið er að uppfæra bios etc...) þá væri hægt að setja hlutina í betra samhengi.


Just do IT
  √


Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Skrýtin bootvilla

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 21. Mar 2017 19:20

Breytti RAID höguninni á vélinni, svo stýrikerfið sem var áður á vélinni ætti ekki að hafa nein áhrif á harðadiskinn. En, jú, var með CentOS á vélinni áður en ég setti Win2012 upp núna. Ég uppfærði BIOS, Lifecycle controllerinn, iDRAC og fleira fyrir rétt um hálfu ári til að fá inn CentOS 7 og Win2012 stuðning í lifecycle controllernum.

Vélin er sett upp í UEFI bootmode. Virka /fixmbr og /fixboot ekki bara fyrir BIOS bootmode? Kemst ekki í vélina akkurat núna, svo ég get ekki sýnt diskpart.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Skrýtin bootvilla

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 22. Mar 2017 00:00

asgeirbjarnason skrifaði:Breytti RAID höguninni á vélinni, svo stýrikerfið sem var áður á vélinni ætti ekki að hafa nein áhrif á harðadiskinn. En, jú, var með CentOS á vélinni áður en ég setti Win2012 upp núna. Ég uppfærði BIOS, Lifecycle controllerinn, iDRAC og fleira fyrir rétt um hálfu ári til að fá inn CentOS 7 og Win2012 stuðning í lifecycle controllernum.

Vélin er sett upp í UEFI bootmode. Virka /fixmbr og /fixboot ekki bara fyrir BIOS bootmode? Kemst ekki í vélina akkurat núna, svo ég get ekki sýnt diskpart.

Í einföldu máli áður en þú getur sett stýrikerfi (edit: Filesystem átti það nú að vera ekki stýrikerfi) á disk þá verðuru að setja basic Partitioning upplýsingar á diskinn s.s MBR eða GPT

Ef það var Linux keyrandi á disknum þá þarf að eyða öllum fyrri partition upplýsingum frá fyrri uppsetningu af disknum.

MBR (boot partition allt að 2 TB)
GPT (boot partition 2 TB +)

/fixmbr (lagar mbr partitioning óháð hvort það er legacy bios eða UEFI) /fixboot (lagar bootloaderinn t.d EFI)

Edit: fín lesning ef þú hefur tíma og tímir að versla : https://www.michaelwlucas.com/os/fmse (sjálfur er ég búinn að lesa nokkra kafla og lærði slatta)


Just do IT
  √


Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Skrýtin bootvilla

Pósturaf asgeirbjarnason » Mið 22. Mar 2017 01:43

Hjaltiatla skrifaði:Ef það var Linux keyrandi á disknum þá þarf að eyða öllum fyrri partition upplýsingum frá fyrri uppsetningu af disknum.


Það var sem sagt Linux á þjóninum áður, en þar sem ég breytti RAID settinu (frá RAID60 með tveimur stripeum af lengdinni 6 yfir í RAID60 með þremur stripeum af lengdinni 4) þá ætti partition mappið sem Linux uppsetningin skrifaði ekki að hafa getað lifað af. Windows 2012 innsetningin ætti síðan að hafa sett upp nýtt GPT partition map, þar sem diskurinn sem stýrikerfið sér er ~16 TiB (þó mér finnist Windows installerinn alltaf sýna mér aðeins of lítið af upplýsingum um diskauppsetninguna, svo það gæti verið að ég hafi klúðrað einhverju þar).

Vissi ekki að bootrec /fixmbr og /fixboot virkaði í UEFI/GPT umhverfi, skal prófa að keyra það á þjóninum. Ég kemst óþarflega oft að því hversu Windows-fatlaður ég er.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Skrýtin bootvilla

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 22. Mar 2017 02:13

asgeirbjarnason skrifaði:Vissi ekki að bootrec /fixmbr og /fixboot virkaði í UEFI/GPT umhverfi, skal prófa að keyra það á þjóninum. Ég kemst óþarflega oft að því hversu Windows-fatlaður ég er.



Ahh.. ok ég hélt þú værir að vinna með MBR (vissi ekki að þú værir í Raid-60 í GPT). Þú fiktar þig allavegana áfram.

Ég er ekki mikill hardware raid kall þannig að ég játa mig sigraðan í þeim efnum. Er meira Software meginn í lífinu þess vegna fýla ég t.d ZFS og pfsense og þess háttar. Forðast Hardware raid uppsetningar eins og eldinn, góða skemmtun :megasmile


Just do IT
  √