Síða 1 af 1

Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 16:40
af GuðjónR
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það skipti ekki máli hvort þú sért með 100 - 500 eða 1000 tengingu við ljósleiðara það sé alltaf sama gjaldið: 2.680.- kr. á mánuði.
Sá auglýsingu áðan frá Nova þar sem þeir rukka 2.680.- kr. fyrir 500Mb/s en hækka Gagnaveitu gjaldið um 500 kr. í 3.180.- kr. fyrir 1000Mb/s tenginguna.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 16:48
af worghal
áhugavert, ég hef ekki séð þetta áður og hélt eins og þú að það væri bara eitt verð fyrir aðganginn.

EDIT: samkvæmt verðskrá gagnaveitunnar þá er bara eitt gjald á skrá fyrir aðgang að línunni og er það 2680 kr

Mynd

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 16:48
af emmi
https://www.ljosleidarinn.is/spurt-svarad segir allavega ekkert sem ég sé um þetta. Er nýji eigandi Nova ekki bara að smyrja svo hann geti borgað upp fjárfestinguna sína sem fyrst? :)

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 16:59
af GuðjónR
emmi skrifaði:https://www.ljosleidarinn.is/spurt-svarad segir allavega ekkert sem ég sé um þetta. Er nýji eigandi Nova ekki bara að smyrja svo hann geti borgað upp fjárfestinguna sína sem fyrst? :)

Það lítur út fyrir það, en mér finnst frekar gróft að kalla þetta "aðgangsgjald" því það er orðið sem Gagnaveitan notar, ég sé ekkert að því að greiða meira fyrir meiri hraða en þarna er gefið í skyn að umframgjaldið fari til Gagnaveitunnar og ef það er ekki rétt þá er það frekar gróf markaðssetning.
Það væri gaman að heyra hvað þeim hjá Gagnaveitunni finnst um þetta.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 17:06
af Moldvarpan
Ég er búinn að kveðja Nova, eftir að hafa verið í viðskiptum við þá frá upphafi.

Það sást alveg skýrt að fyrsta verk hjá þessum nýju eigendum var að hækka verð.

Á sama tíma er Hringdu að lækka sín verð... einkennileg samkeppnin á þessum markaði.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 17:58
af GuðjónR
Moldvarpan skrifaði:Ég er búinn að kveðja Nova, eftir að hafa verið í viðskiptum við þá frá upphafi.

Það sást alveg skýrt að fyrsta verk hjá þessum nýju eigendum var að hækka verð.

Á sama tíma er Hringdu að lækka sín verð... einkennileg samkeppnin á þessum markaði.


Það var alveg vitað fyrirfram að Björgólfur myndi ekki selja nema fá top-dollar og þeir sem keyptu gera það með von um hagnað af fjárfestingunni því var einboðið að þeir myndu hækka verðin. Hugsanlega eru þeir að skjóta sig í fótinn þar sem Íslenski markaðurinn er lítill og jafn auðvelt að skipta um fjarskiptafyrirtæki og að fá sér kaffibolla.

En varðandi þennan ljósleiðara, það var sölumaður hjá NOVA sem bauð mér ljósleiðarann síðasta haust, hann var alveg með það á hreinu að þetta væri besti díllinn, (þ.e. 1000GB pakkinn) en þegar ég spurði hann hvernig tengingin væri mæld, hvort þetta væri mælt eins og 4G hjá þeim eða hvort það væri bara erlent niðurhal þá sagðist hann ekki vita það, ætlaði að kanna og láta mig vita. Hálfu ári síðar og ekkert svar. :)

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 18:50
af kizi86
GuðjónR skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ég er búinn að kveðja Nova, eftir að hafa verið í viðskiptum við þá frá upphafi.

Það sást alveg skýrt að fyrsta verk hjá þessum nýju eigendum var að hækka verð.

Á sama tíma er Hringdu að lækka sín verð... einkennileg samkeppnin á þessum markaði.


Það var alveg vitað fyrirfram að Björgólfur myndi ekki selja nema fá top-dollar og þeir sem keyptu gera það með von um hagnað af fjárfestingunni því var einboðið að þeir myndu hækka verðin. Hugsanlega eru þeir að skjóta sig í fótinn þar sem Íslenski markaðurinn er lítill og jafn auðvelt að skipta um fjarskiptafyrirtæki og að fá sér kaffibolla.

En varðandi þennan ljósleiðara, það var sölumaður hjá NOVA sem bauð mér ljósleiðarann síðasta haust, hann var alveg með það á hreinu að þetta væri besti díllinn, (þ.e. 1000GB pakkinn) en þegar ég spurði hann hvernig tengingin væri mæld, hvort þetta væri mælt eins og 4G hjá þeim eða hvort það væri bara erlent niðurhal þá sagðist hann ekki vita það, ætlaði að kanna og láta mig vita. Hálfu ári síðar og ekkert svar. :)

mælt eins og 4g, ALLT telst, niðurhal og upphal, erlent sem innlent.... 1000gb fljúga andskoti fljótt út með þess skonar mælingum

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 19:15
af rbe
haha mæla þeir allt ? niðurhal og upphal innlent sem erlent ?
bara netbrowse hjá mér er 96gb í edge og 78gb í vivvaldi á síðustu 30 dögum. er ekkert að niðurhala að viti gegnum browser.
svo er spurning hvað hinar vélarnar hér heima eru að nota ?

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 19:15
af GuðjónR
kizi86 skrifaði:mælt eins og 4g, ALLT telst, niðurhal og upphal, erlent sem innlent.... 1000gb fljúga andskoti fljótt út með þess skonar mælingum

Þá skil ég af hverju hann fór undan í flæmingi þegar ég kom með svona óþæginlega spurningu, samt lélegt að þykjast ekki vita neitt.
Btw. þá er 500/500 tengingin þeirra með 1000GB gagnamagni sem telst í allar áttir 500 kr. dýrari en ótakmörkuð 500/500 hjá Hringdu.
Leiðinlegt þegar sölumenn bulla svona.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 19:38
af rbe
það væri nú lag að einhver snillingur á gigabit tengingu hjá nova tæki sig til og nýtti hana í botn .
afkasta geta gigabit tengingar er held ég um 8,5TB í aðra áttina á sólarhring.
það gera um 510TB á mánuði í botni í báðar áttir.
500þús króna vél ætti að höndla það , spurning með routerinn frá nova ?
samkvæmt því sem nova rukkar fyrir 100gb yfir notkun umfram, myndi þetta kosta 5.039.100 fyrir mánuðinn.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 20:27
af Squinchy
Ég er allavegana að borga 2.794.kr með 1GB tengingu, ekki viss afhverju þó

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 21:30
af hagur
Þetta er eitthvað loðið. Ég er tiltölulega nýbúinn að láta bumpa mig úr 100mbit upp í 1000mbit og ég heyrði einhverstaðar að "a.m.k fyrst um sinn" væri aðgangsgjaldið það sama. Ef maður skoðar verðskrána hjá Vodafone (https://vodafone.is/adstod/verdskra/int ... josleidari) þá er bara eitt gjald nefnt þar. Ég fylgist með næsta greiðsluseðli í ganni ....

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Lau 25. Feb 2017 21:44
af GuðjónR
Squinchy skrifaði:Ég er allavegana að borga 2.794.kr með 1GB tengingu, ekki viss afhverju þó

Tæknilega séð er gjaldið til Gagnaveitunnar annað hvort 2.794.- eða 2.920.- kr. ... kannski er hægt að fá að borga 2.680.- kr. án tilkynningar og greiðslugjalds? veit ekki...

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Sun 26. Feb 2017 11:20
af depill
Einhver sagði þetta nú líka við mig að það yrði rukkað annað gjald hjá GR fyrir Gíg. Nova víst reyndar rukkar aðgangsgjaldið sjálfir, en láta ekki GR gera það eins og aðrir.

Enn mögulega hefur það að Míla er kominn líka með Gíg ljósleiðara haldið þessum plönum GR til baka. Samkeppnin er yfirleitt ágæt.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Sun 26. Feb 2017 11:41
af GuðjónR
depill skrifaði:Einhver sagði þetta nú líka við mig að það yrði rukkað annað gjald hjá GR fyrir Gíg. Nova víst reyndar rukkar aðgangsgjaldið sjálfir, en láta ekki GR gera það eins og aðrir.

Enn mögulega hefur það að Míla er kominn líka með Gíg ljósleiðara haldið þessum plönum GR til baka. Samkeppnin er yfirleitt ágæt.


Það er bara einn verðflokkur hjá Gagnaveitunni, amk. ennþá.

Ég kíkti á vef Mílu, þetta var það sem ég fann um ljósleiðarann, það hlýtur að vera aðgangsgjaldið. Skil samt ekki af hverju verðin eru auglýst án VSK.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Mán 27. Feb 2017 10:44
af svavaroe
Mig minnir að það sé bannað að auglýsa vöru og eða þjónustu til sölu án VSK. Að það sé í lögum minnir mig.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Mán 27. Feb 2017 11:03
af worghal
svavaroe skrifaði:Mig minnir að það sé bannað að auglýsa vöru og eða þjónustu til sölu án VSK. Að það sé í lögum minnir mig.

Nokkuð viss um að það sé ekki bannað í öllum tilfellum en það eru margar búðir sem auglýsa verð á netinu án vsk og er það oftast með einhverjar sérvörur eins og til byggingar framkvæmda en þá er auglýst með slíkri yfirlýsingu "verð eru án eða fyrir vsk" en í búð þarf allt að vera inni í verðinu á hillunni.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Mán 27. Feb 2017 11:22
af dori
Er ástæðan fyrir því að Míla auglýsir þetta án virðisaukaskatts ekki bara að þeir selja þetta til ISPa en ekki einstaklinga?

Eins og í að það verði þá bara innifalið í reikningnum frá Símanum (og þá sundurliðað þar) í staðin fyrir að þú fáir sér reikning frá Símanum og annan frá Mílu.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Mán 27. Feb 2017 11:46
af GuðjónR
Uppgefið verð á að vera rétt og endanlegt.
Virðisaukaskattur, þóknun, bókunargjald, frakt - hvers konar endurgreiðsla án tillits til heitis - eiga að vera innifalin í uppgefnu verði.


https://www.island.is/thjonusta/neytend ... merkingar/

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Mán 27. Feb 2017 13:54
af depill
Verð B2B eru mjög oft gefinn upp án VSK. Það getur enginn einstaklingur farið til Mílu og keypt þessar vörur, þetta eru allt heildsöluvörur og þess vegna gefnar upp án VSK.

GuðjónR vísar í neytendalög sem eiga ekki við í B2B only scenarios og neytendalög vernda ekki fyrirtæki í svona tilfellum.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Mán 27. Feb 2017 14:54
af GuðjónR
depill skrifaði:Verð B2B eru mjög oft gefinn upp án VSK. Það getur enginn einstaklingur farið til Mílu og keypt þessar vörur, þetta eru allt heildsöluvörur og þess vegna gefnar upp án VSK.

GuðjónR vísar í neytendalög sem eiga ekki við í B2B only scenarios og neytendalög vernda ekki fyrirtæki í svona tilfellum.

hmmm...ég helt þetta væri gjaldskrá fyrir ljósleiðara mílu, amk. þá googlaði ég Míla ljósleiðari verðskrá, og fékk þennan link upp.
Hvað kostar þá að fá ljósleiðara frá Mílu?

p.s. hélt það væri almennt óheimilt að gefa upp endanleg verð án VSK, hvort sem það er ætlað fyrirtækjum eða einstaklingum.

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Mán 27. Feb 2017 18:37
af depill
GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Verð B2B eru mjög oft gefinn upp án VSK. Það getur enginn einstaklingur farið til Mílu og keypt þessar vörur, þetta eru allt heildsöluvörur og þess vegna gefnar upp án VSK.

GuðjónR vísar í neytendalög sem eiga ekki við í B2B only scenarios og neytendalög vernda ekki fyrirtæki í svona tilfellum.

hmmm...ég helt þetta væri gjaldskrá fyrir ljósleiðara mílu, amk. þá googlaði ég Míla ljósleiðari verðskrá, og fékk þennan link upp.
Hvað kostar þá að fá ljósleiðara frá Mílu?

p.s. hélt það væri almennt óheimilt að gefa upp endanleg verð án VSK, hvort sem það er ætlað fyrirtækjum eða einstaklingum.


Skal ekki fullyrða með vaskinn. En þekki samt til þessa að í b2b er þetta gert oft. Einfaldar oft dæmið .

Gjaldið er breytilegt eftir ispum. T.d 2600 frá símanum, 2680 frá hringdu , 2970 frá 365

Re: Er aðgangsgjald Gagnaveitunnar breytilegt?

Sent: Mið 01. Mar 2017 12:55
af Benz
Míla er eingöngu heildsölufyrirtæki sem skv. mínum heimildum er óheimilt að selja öðrum en fjarskiptafyrirtækjum þjónustu sína. Svo að verð án vsk. er svo sem skiljanlegt þó svo að best væri að verð væri alltaf gefið upp með vsk. Veit ekki hvort B2B fyrirtæki þurfi ekki að gefa þetta upp í opinberri verðskrá sinni.
Skv. sátt Símans og Mílu við Samkeppniseftirlitið er Mílu óheimilt að eiga viðskipti við einstaklinga og getur Míla því t.d. ekki innheimt línugjaldið beint til einstaklinga eins og Gagnaveitan gerir.