Síða 1 af 1

Shortcutfæll til að breyta skjákortsstillingum

Sent: Fös 13. Jan 2017 14:36
af ZiRiuS
Ég er alltaf að lenda í sama veseninu þegar ég uppfæri skjákortsdriverana mína. Ég er með tvo skjái og tvö sjónvörp tengd við tölvuna mína, eitt sjónvarpið er svolítið gamallt og styður ekki 1080p upplausn en það sjónvarp og aðal skjárinn minn eru duplicateaðir svo til að nota sjónvarpið þurfti ég að minnka skjástærðina á því og það er smá vesen því ég þarf alltaf að aftengja alla skjáina til að breyta þessu þega ég uppfæri driverana (ég vona að þið skiljið mig ennþá).

Er einhver leið til að búa til .bat skrá eða eitthvað sem inniheldur þær stillingar sem ég er með núna sem ég get svo bara executað þegar ég uppfæri driverana og allt breytist hjá mér?

Þakka fyrir hjálpina.

Re: Shortcutfæll til að breyta skjákortsstillingum

Sent: Fös 13. Jan 2017 15:05
af dabbihall
sælir,

gætir hugsanlega opnað intel hd í control panel og búið til spes prófæl sem þú getur save'að og svo load'að honum alltaf þegar þú uppfærir.